Aldrei að víkja? Þröstur Ólafsson skrifar 19. apríl 2011 09:56 Réttilega er sagt að bókmenntir geti haft mikil áhrif á afstöðu og viðhorf kynslóða og þjóða. Faust og Werther eftir Goethe mótuðu hugi kynslóða í Evrópu. Hér heima voru þeir Gunnar á Hlíðarenda og Grettir sterki fyrirmynd okkar strákanna í leik og Jón Hreggviðsson og Bjartur í Sumarhúsum drjúgir við að leggja til mergjaðar setningar og afstöðufyrirmyndir sem höfðu áhrif á skoðanir þjóðarinnar. Sá sem þetta skrifar hefur iðulega nýtt sér snilld Halldórs ef vanda hefur þurft texta. Sama má segja um kveðskap. Enginn einstaklingur hefur haft viðlíka áhrif á tilfinningar þjóðarinnar sem Jónas Hallgrímsson. Við syngjum ljóð sem móta afstöðu okkar og hugarfar til samtíma og sögu. Það vakti því athygli mína þegar stjórnarskrárráðið hið nýja ákvað að hefja störf sín á því að syngja Öxar við ána. Þetta er eitt þeirra ljóða sem fylgt hafa þjóðinni í heila öld og gjarnan er gripið til þegar þétta skal raðirnar gegn útlendum andskota. Barnabarn mitt er látið læra þetta í leikskóla sínum löngu áður en það gerir sér grein fyrir merkingu þess. Ef kvæðið er skoðað án væmni er ljóst að það inniheldur afar umdeilanleg skilaboð sem eiga að hafa hughrif, ekki vekja til umhugsunar. Þetta er tilfinningalegt baráttukvæði fullt af predikun. Kjarnaboðskapur kvæðisins er þessi þekkta ljóðlína: „Fram, fram aldrei að víkja." Steingrímur orti ljóðið, fyrir liðlega öld, til að styrkja kröfuna um afdráttarlaust sjálfstæði. Kvæðið dugði vel til þess. En er þetta sá boðskapur sem er gagnlegt veganesti lítilli þjóð í hnattvæddum heimi, þar sem allt gengur úr á málamiðlanir milli þjóða og menningarheima? Endurspeglar þetta þann hugsunarhátt sem hentar best í glímu okkar við hrunið? Má ekki einmitt segja að einstrengingsleg þjóðremba hafi verið verið ein af orsökum hrunsins. „…aldrei að víkja" var líka hugsunarháttur Bjarts í Sumarhúsum, sem leiddi til þess að hann missti allt sitt. Þetta hljómar vel í einrödduðum söng en er afleitt til eftirbreytni í heimi nútímans. Leiðarvísirinn gæti trauðla verið óhentugri. Fá kvæði á íslenska tungu eru óheppilegri sem tákn fyrir störf að nýrri stjórnarskrá, sem umfram allt verður að byggja á skýrri hugsun í stað tilfinningamoðs. Réttsýn málamiðlun komi í stað einsýni. Það var miður að Ómar skyldi vígja störf ráðsins með þessum boðskap. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Réttilega er sagt að bókmenntir geti haft mikil áhrif á afstöðu og viðhorf kynslóða og þjóða. Faust og Werther eftir Goethe mótuðu hugi kynslóða í Evrópu. Hér heima voru þeir Gunnar á Hlíðarenda og Grettir sterki fyrirmynd okkar strákanna í leik og Jón Hreggviðsson og Bjartur í Sumarhúsum drjúgir við að leggja til mergjaðar setningar og afstöðufyrirmyndir sem höfðu áhrif á skoðanir þjóðarinnar. Sá sem þetta skrifar hefur iðulega nýtt sér snilld Halldórs ef vanda hefur þurft texta. Sama má segja um kveðskap. Enginn einstaklingur hefur haft viðlíka áhrif á tilfinningar þjóðarinnar sem Jónas Hallgrímsson. Við syngjum ljóð sem móta afstöðu okkar og hugarfar til samtíma og sögu. Það vakti því athygli mína þegar stjórnarskrárráðið hið nýja ákvað að hefja störf sín á því að syngja Öxar við ána. Þetta er eitt þeirra ljóða sem fylgt hafa þjóðinni í heila öld og gjarnan er gripið til þegar þétta skal raðirnar gegn útlendum andskota. Barnabarn mitt er látið læra þetta í leikskóla sínum löngu áður en það gerir sér grein fyrir merkingu þess. Ef kvæðið er skoðað án væmni er ljóst að það inniheldur afar umdeilanleg skilaboð sem eiga að hafa hughrif, ekki vekja til umhugsunar. Þetta er tilfinningalegt baráttukvæði fullt af predikun. Kjarnaboðskapur kvæðisins er þessi þekkta ljóðlína: „Fram, fram aldrei að víkja." Steingrímur orti ljóðið, fyrir liðlega öld, til að styrkja kröfuna um afdráttarlaust sjálfstæði. Kvæðið dugði vel til þess. En er þetta sá boðskapur sem er gagnlegt veganesti lítilli þjóð í hnattvæddum heimi, þar sem allt gengur úr á málamiðlanir milli þjóða og menningarheima? Endurspeglar þetta þann hugsunarhátt sem hentar best í glímu okkar við hrunið? Má ekki einmitt segja að einstrengingsleg þjóðremba hafi verið verið ein af orsökum hrunsins. „…aldrei að víkja" var líka hugsunarháttur Bjarts í Sumarhúsum, sem leiddi til þess að hann missti allt sitt. Þetta hljómar vel í einrödduðum söng en er afleitt til eftirbreytni í heimi nútímans. Leiðarvísirinn gæti trauðla verið óhentugri. Fá kvæði á íslenska tungu eru óheppilegri sem tákn fyrir störf að nýrri stjórnarskrá, sem umfram allt verður að byggja á skýrri hugsun í stað tilfinningamoðs. Réttsýn málamiðlun komi í stað einsýni. Það var miður að Ómar skyldi vígja störf ráðsins með þessum boðskap.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar