Misskilningur ritstjóra 1. apríl 2011 06:00 guðl Ólafur Stephensen ritstjóri skrifar leiðara í Fréttablaðið laugardaginn 26. mars. Ritstjórinn fellur þar í þá gryfju að endurtaka ónákvæmni um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna og færa ábyrgð á stöðunni þaðan sem hún á heima. Fyrir 14 árum sömdu heildarsamtök opinberra starfsmanna og fjármálaráðuneytið um breytingar á lífeyrissjóðskerfi opinberra starfsmanna, en hann virkaði þá nánast sem gegnumstreymissjóður. Áhvíldum skuldbindingum sjóðsins var komið fyrir í B-deild og henni lokað fyrir nýjum félögum. Þetta var árið 1997. Nýir starfsmenn, og þeir eldri sem það kusu, fóru inn í A-deild, en þar eru greiðslur samtímagreiddar, þar sem ákveðið var að koma í veg fyrir frekari uppsöfnun á skuldbindingum vegna lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna. Ríkisvaldið hefur hins vegar ekki greitt það sem því ber inn í B-deildina og því hefur safnast þar upp 350 milljarða skuld, ekki 500 milljarðar eins og ritstjórinn ræddi um. Það var val launagreiðandans, ríkisvaldsins, að nota það fé í önnur verkefni; um það höfðu opinberir starfsmenn ekkert að segja. Að frumkvæði opinberra starfsmanna eru nú hafnar viðræður um hvernig sú uppsöfnun verður greidd niður. Mikilvægt er að hafa í huga að B-deildin á fyrir skuldbindingum sínum til áranna 2023-2025. Hefjist reglulegar innágreiðslur nú þegar, er um að ræða 7-8 milljarða króna á ári þar til sjóðurinn hefur verið gerður upp. En hver eru hin raunverulegu lífeyriskjör og þýðir þetta að opinberir starfsmenn fái í raun mun hærri upphæðir til framfærslu í ellinni en aðrir? Svo er alls ekki og raunar hafa forystumenn BSRB og BHM bent á að þegar launa- og lífeyriskjör yfir ævina eru skoðuð saman, það er ævitekjur, fá opinberir starfsmenn lægri greiðslur en þeir á almenna markaðnum. Lög tryggja öllum að lágmarki 184.140 krónur á mánuði í lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins. Greiðslur úr lífeyrissjóðum dragast frá þeirri upphæð. Almennt fá lífeyrisþegar úr opinberu sjóðunum hærri greiðslur þaðan og þar af leiðandi lægri frá Tryggingastofnun. Þeir sem hafa lakari lífeyri, svo sem starfsmenn á almenna markaðnum, þiggja hins vegar hærri greiðslur frá Tryggingastofnun. Þessi mál þarf því að kanna í samhengi og opinberir starfsmenn hafa hafið þá vinnu. Fróðlegt verður að sjá niðurstöðurnar og hver er skuldbinding ríkissjóðs, í gegnum Tryggingastofnun, vegna lífeyrisþega úr almennu lífeyrissjóðunum. Falin skuldbinding ríkissjóðs vegna sjóðfélaga almennu sjóðanna er því gríðarlega mikil. Ríkissjóður er öryggisnetið og greiðslan lendir á Tryggingastofnun standi lífeyrissjóðir ekki undir henni. Það er því í raun ekki skrýtið að atvinnurekendur vilji heldur halda iðgjöldum í sjóðina lágum, ríkið hleypur undir bagga með þeim hvort eð er. Í þessu samhengi þarf einnig að skoða skuldbindinguna varðandi B-deildina; 350 milljarða króna. Hve hár hluti hennar fer aftur í ríkissjóð í formi skatta? Hversu mikið lækka greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins vegna útgreiðslna B-deildarinnar? Allt þetta þarf að kanna áður en farið er af stað, líkt og ritstjórinn gerir, og fullyrt að lífeyrisskuldbindingar gagnvart opinberum starfsmönnum vinni á einhvern hátt gegn skattgreiðendum. Um nokkra hríð hefur staðið yfir vinna til samræmingar nýs lífeyriskerfis í landinu. Það er stórmerkileg vinna og í fyrsta sinn í sögunni sem allir aðilar koma með opnum huga að slíku borði. Það er leitt að órökstuddar upphrópanir, bæði þeirra sem standa í vinnunni og þeirra sem standa utan hennar, skuli skemma fyrir því góða samstarfi sem þar er rækt.eir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Sjá meira
guðl Ólafur Stephensen ritstjóri skrifar leiðara í Fréttablaðið laugardaginn 26. mars. Ritstjórinn fellur þar í þá gryfju að endurtaka ónákvæmni um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna og færa ábyrgð á stöðunni þaðan sem hún á heima. Fyrir 14 árum sömdu heildarsamtök opinberra starfsmanna og fjármálaráðuneytið um breytingar á lífeyrissjóðskerfi opinberra starfsmanna, en hann virkaði þá nánast sem gegnumstreymissjóður. Áhvíldum skuldbindingum sjóðsins var komið fyrir í B-deild og henni lokað fyrir nýjum félögum. Þetta var árið 1997. Nýir starfsmenn, og þeir eldri sem það kusu, fóru inn í A-deild, en þar eru greiðslur samtímagreiddar, þar sem ákveðið var að koma í veg fyrir frekari uppsöfnun á skuldbindingum vegna lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna. Ríkisvaldið hefur hins vegar ekki greitt það sem því ber inn í B-deildina og því hefur safnast þar upp 350 milljarða skuld, ekki 500 milljarðar eins og ritstjórinn ræddi um. Það var val launagreiðandans, ríkisvaldsins, að nota það fé í önnur verkefni; um það höfðu opinberir starfsmenn ekkert að segja. Að frumkvæði opinberra starfsmanna eru nú hafnar viðræður um hvernig sú uppsöfnun verður greidd niður. Mikilvægt er að hafa í huga að B-deildin á fyrir skuldbindingum sínum til áranna 2023-2025. Hefjist reglulegar innágreiðslur nú þegar, er um að ræða 7-8 milljarða króna á ári þar til sjóðurinn hefur verið gerður upp. En hver eru hin raunverulegu lífeyriskjör og þýðir þetta að opinberir starfsmenn fái í raun mun hærri upphæðir til framfærslu í ellinni en aðrir? Svo er alls ekki og raunar hafa forystumenn BSRB og BHM bent á að þegar launa- og lífeyriskjör yfir ævina eru skoðuð saman, það er ævitekjur, fá opinberir starfsmenn lægri greiðslur en þeir á almenna markaðnum. Lög tryggja öllum að lágmarki 184.140 krónur á mánuði í lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins. Greiðslur úr lífeyrissjóðum dragast frá þeirri upphæð. Almennt fá lífeyrisþegar úr opinberu sjóðunum hærri greiðslur þaðan og þar af leiðandi lægri frá Tryggingastofnun. Þeir sem hafa lakari lífeyri, svo sem starfsmenn á almenna markaðnum, þiggja hins vegar hærri greiðslur frá Tryggingastofnun. Þessi mál þarf því að kanna í samhengi og opinberir starfsmenn hafa hafið þá vinnu. Fróðlegt verður að sjá niðurstöðurnar og hver er skuldbinding ríkissjóðs, í gegnum Tryggingastofnun, vegna lífeyrisþega úr almennu lífeyrissjóðunum. Falin skuldbinding ríkissjóðs vegna sjóðfélaga almennu sjóðanna er því gríðarlega mikil. Ríkissjóður er öryggisnetið og greiðslan lendir á Tryggingastofnun standi lífeyrissjóðir ekki undir henni. Það er því í raun ekki skrýtið að atvinnurekendur vilji heldur halda iðgjöldum í sjóðina lágum, ríkið hleypur undir bagga með þeim hvort eð er. Í þessu samhengi þarf einnig að skoða skuldbindinguna varðandi B-deildina; 350 milljarða króna. Hve hár hluti hennar fer aftur í ríkissjóð í formi skatta? Hversu mikið lækka greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins vegna útgreiðslna B-deildarinnar? Allt þetta þarf að kanna áður en farið er af stað, líkt og ritstjórinn gerir, og fullyrt að lífeyrisskuldbindingar gagnvart opinberum starfsmönnum vinni á einhvern hátt gegn skattgreiðendum. Um nokkra hríð hefur staðið yfir vinna til samræmingar nýs lífeyriskerfis í landinu. Það er stórmerkileg vinna og í fyrsta sinn í sögunni sem allir aðilar koma með opnum huga að slíku borði. Það er leitt að órökstuddar upphrópanir, bæði þeirra sem standa í vinnunni og þeirra sem standa utan hennar, skuli skemma fyrir því góða samstarfi sem þar er rækt.eir
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun