Segja Icesave-viðræðum lokið 22. febrúar 2011 04:45 „Það er búið að skrifa undir samninginn og viðræðum um hann er lokið. Málið er nú í höndum Íslendinga sjálfra,“ segir Niels Redeker, talsmaður hollenska fjármálaráðuneytisins, í samtali við Fréttablaðið um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að neita að staðfesta Icesave-frumvarpið á sunnudag og vísa samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Redeker segir hollensk stjórnvöld munu fylgjast með málinu og bíða þess að stjórnvöld hér upplýsi þau hollensku um næstu skref. Það hafði ekki verið gert síðdegis í gær og vissi hann ekki hvenær áætlað væri að landsmenn gengju til þjóðaratkvæðagreiðslu. Breskir fjölmiðlar voru nokkuð harðorðari vegna ákvörðunar forsetans. Breska dagblaðið The Guardian sagði í gær ákvörðunina geta valdið stjórnvöldum þar í landi hugarangri enda hefði ríkisstjórnin breska samþykkt að taka á sig hluta af kostnaðinum. Blaðið segir ákvörðun forsetans valda því að bresk og hollensk stjórnvöld verði að bíða lengur eftir því að fá upp í það sem þau greiddu innstæðueigendum í löndunum báðum eftir fall gamla Landsbankans. Bloomberg-fréttaveitan rifjar upp að þegar forsetinn hafi vísað fyrri Icesave-samningi til þjóðarinnar hafi matsfyrirtækið Fitch lækkað lánshæfiseinkunnir Íslands niður í ruslflokk og sé ríkisstjórnin enn með lélegt lánshæfi hjá hinum stóru matsfyrirtækjunum, Moody‘s og Standard & Poor‘s. Þá er því haldið fram að ákvörðun forsetans geti valdið því að samskipti stjórnvalda hér við Breta og Hollendinga verði stirðari en áður. Netmiðillinn Deutsche Welle bætir því við að málið geti sett stein í götu aðildarviðræðna íslenskra stjórnvalda við Evrópusambandið. Ekki náðist samband við breska fjármálaráðuneytið þegar eftir því var leitað í gær. Í flestum fjölmiðlum ytra var bent á að fyrri Icesave-samningur hefði verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tæpu ári. Þar sagði jafnframt að sá samningur sem nú lægi á borðinu væri talsvert hagstæðari en fyrri samningar. Eftir sölu eigna gamla Landsbankans upp í kröfur gætu á bilinu 250 til tæpra 300 milljóna evra fallið á íslenska ríkið. Það eru allt að 47 milljarðar íslenskra króna. jonab@frettabladid.is Fréttir Icesave Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
„Það er búið að skrifa undir samninginn og viðræðum um hann er lokið. Málið er nú í höndum Íslendinga sjálfra,“ segir Niels Redeker, talsmaður hollenska fjármálaráðuneytisins, í samtali við Fréttablaðið um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að neita að staðfesta Icesave-frumvarpið á sunnudag og vísa samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Redeker segir hollensk stjórnvöld munu fylgjast með málinu og bíða þess að stjórnvöld hér upplýsi þau hollensku um næstu skref. Það hafði ekki verið gert síðdegis í gær og vissi hann ekki hvenær áætlað væri að landsmenn gengju til þjóðaratkvæðagreiðslu. Breskir fjölmiðlar voru nokkuð harðorðari vegna ákvörðunar forsetans. Breska dagblaðið The Guardian sagði í gær ákvörðunina geta valdið stjórnvöldum þar í landi hugarangri enda hefði ríkisstjórnin breska samþykkt að taka á sig hluta af kostnaðinum. Blaðið segir ákvörðun forsetans valda því að bresk og hollensk stjórnvöld verði að bíða lengur eftir því að fá upp í það sem þau greiddu innstæðueigendum í löndunum báðum eftir fall gamla Landsbankans. Bloomberg-fréttaveitan rifjar upp að þegar forsetinn hafi vísað fyrri Icesave-samningi til þjóðarinnar hafi matsfyrirtækið Fitch lækkað lánshæfiseinkunnir Íslands niður í ruslflokk og sé ríkisstjórnin enn með lélegt lánshæfi hjá hinum stóru matsfyrirtækjunum, Moody‘s og Standard & Poor‘s. Þá er því haldið fram að ákvörðun forsetans geti valdið því að samskipti stjórnvalda hér við Breta og Hollendinga verði stirðari en áður. Netmiðillinn Deutsche Welle bætir því við að málið geti sett stein í götu aðildarviðræðna íslenskra stjórnvalda við Evrópusambandið. Ekki náðist samband við breska fjármálaráðuneytið þegar eftir því var leitað í gær. Í flestum fjölmiðlum ytra var bent á að fyrri Icesave-samningur hefði verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tæpu ári. Þar sagði jafnframt að sá samningur sem nú lægi á borðinu væri talsvert hagstæðari en fyrri samningar. Eftir sölu eigna gamla Landsbankans upp í kröfur gætu á bilinu 250 til tæpra 300 milljóna evra fallið á íslenska ríkið. Það eru allt að 47 milljarðar íslenskra króna. jonab@frettabladid.is
Fréttir Icesave Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira