Jöfn foreldraábyrgð Karvel Aðalsteinn Jónsson skrifar 15. febrúar 2011 06:00 Að vera foreldri er mikil hamingja en hlutverkinu fylgir ábyrgð. Við viljum sjá barninu farveg út í lífið, kenna því góð gildi og að vera því leiðarljós. Jöfn ábyrgð beggja foreldra er að þessu leyti afar mikilvæg og stuðlar að jöfnuði á öðrum sviðum samfélagsins. Þessi foreldraábyrgð er þó ójöfn þegar kemur að skilnaðarbörnum og börnum sem eru fædd utan hjónabands og sambúðar - m.a. sökum þess að íslenskir dómstólar geta ekki dæmt foreldrum sameiginlega forsjá yfir börnum sínum þótt þeir teljist báðir hæfir, líkt og tíðkast í nágrannalöndum okkar. Þegar annað foreldrið hlýtur forsjána, eins og íslenska kerfið kveður á um, fylgja því ýmis réttindi sem hitt foreldrið fær ekki. Er það eðlilegt að einungis lögheimilisforeldrið fái allar félagslegar bætur en umgengnisforeldrið ekki krónu, þótt umgengni og framfærsla sé jöfn? Er það jafnrétti að annað foreldrið þurfi jafnvel að berjast fyrir því að fá eðlilega umgengni við börnin sín? Svarið við öllu þessu er auðvitað NEI en þetta er hins vegar staðan eins og hún er á Íslandi árið 2011 og hefur reyndar verið svo í áratugi. Þannig er Ísland langt á eftir nágrannalöndunum, viðheldur ójöfnuði með sjálfvirkum hætti og gerir öðru foreldrinu hærra undir höfði. Er þetta æskileg staða? Ég held að allt skynsamt fólk sjái í hendi sér að svona eigi hlutirnir ekki að vera. Þetta á stóran þátt í að viðhalda ójafnri stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Jafnari ábyrgð á börnum skapar báðum foreldrum meiri sveigjanleika í vinnu, hvað varðar tekjur, vinnutíma o.sv.fr. Á meðan misrétti í foreldraábyrgð er til staðar munu kynin ekki standa jafnfætis á vinnumarkaði. Við þurfum því að breyta þessu og henda burt úreldum viðhorfum. Með jafnri foreldraábyrgð stuðlum við að jöfnum tækifærum. Það er hins vegar stjórnvalda að breyta lögum, og vil ég benda á Noreg sem góða fyrirmynd í þeim efnum. Breytum hugarfarinu, gerum það nútímalegt og stuðlum að jafnri foreldraábyrgð og þar með jöfnum tækifærum beggja kynja í nútímasamfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Að vera foreldri er mikil hamingja en hlutverkinu fylgir ábyrgð. Við viljum sjá barninu farveg út í lífið, kenna því góð gildi og að vera því leiðarljós. Jöfn ábyrgð beggja foreldra er að þessu leyti afar mikilvæg og stuðlar að jöfnuði á öðrum sviðum samfélagsins. Þessi foreldraábyrgð er þó ójöfn þegar kemur að skilnaðarbörnum og börnum sem eru fædd utan hjónabands og sambúðar - m.a. sökum þess að íslenskir dómstólar geta ekki dæmt foreldrum sameiginlega forsjá yfir börnum sínum þótt þeir teljist báðir hæfir, líkt og tíðkast í nágrannalöndum okkar. Þegar annað foreldrið hlýtur forsjána, eins og íslenska kerfið kveður á um, fylgja því ýmis réttindi sem hitt foreldrið fær ekki. Er það eðlilegt að einungis lögheimilisforeldrið fái allar félagslegar bætur en umgengnisforeldrið ekki krónu, þótt umgengni og framfærsla sé jöfn? Er það jafnrétti að annað foreldrið þurfi jafnvel að berjast fyrir því að fá eðlilega umgengni við börnin sín? Svarið við öllu þessu er auðvitað NEI en þetta er hins vegar staðan eins og hún er á Íslandi árið 2011 og hefur reyndar verið svo í áratugi. Þannig er Ísland langt á eftir nágrannalöndunum, viðheldur ójöfnuði með sjálfvirkum hætti og gerir öðru foreldrinu hærra undir höfði. Er þetta æskileg staða? Ég held að allt skynsamt fólk sjái í hendi sér að svona eigi hlutirnir ekki að vera. Þetta á stóran þátt í að viðhalda ójafnri stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Jafnari ábyrgð á börnum skapar báðum foreldrum meiri sveigjanleika í vinnu, hvað varðar tekjur, vinnutíma o.sv.fr. Á meðan misrétti í foreldraábyrgð er til staðar munu kynin ekki standa jafnfætis á vinnumarkaði. Við þurfum því að breyta þessu og henda burt úreldum viðhorfum. Með jafnri foreldraábyrgð stuðlum við að jöfnum tækifærum. Það er hins vegar stjórnvalda að breyta lögum, og vil ég benda á Noreg sem góða fyrirmynd í þeim efnum. Breytum hugarfarinu, gerum það nútímalegt og stuðlum að jafnri foreldraábyrgð og þar með jöfnum tækifærum beggja kynja í nútímasamfélagi.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar