Páll Óskar tekur upp plötu í New York 8. febrúar 2011 10:00 Popparinn vinsæli ætlar að vinna að næstu plötu sinni í New York í sumar. „Ég ætla að hoppa aðeins til New York í sumar. Ég ætla bæði að kúpla mig út og vinna svolítið líka,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann ætlar að vinna að nýrri plötu í New York sem mun fylgja eftir hinu gríðarvinsæla Silfursafni sem kom út fyrir jólin 2008. „Síðan Silfursafnið kom út hef ég ekki gert neitt annað en að troða upp. Þessar mínútur sem ég þarf til að fara í stúdíó til að koma með efni koma ekki og þess vegna þarf ég að búa mér til tíma,“ segir Palli. „Ég klára þetta „show“ með Sinfó í Hörpunni í júní og um leið og það er búið sting ég af.“ Hann kemur aftur heim rétt fyrir Þjóðhátíð í Eyjum í byrjun ágúst þar sem hann treður upp á Húkkaraballinu og aftur á sunnudagskvöldinu. Palli hefur verið vinsæll brúðkaupssöngvari en mun ekki taka að sér slík gigg á þessu ári sökum anna. „Þetta er spurning um að forgangsraða,“ segir hann. Um helgina skemmti popparinn á þorrablóti í Árósum sem gekk eins og í sögu. Í maí fer hann svo aftur til Danmerkur þegar stórir tónleikar með íslenskum Eurovision-flytjendum verða haldnir á staðnum Cirkus. Fleira er á döfinni hjá Páli Óskari því um næstu helgi treður hann upp á tíu ára afmæli skemmtistaðarins Nasa. Fyrr um kvöldið verður hann einnig í sviðsljósinu því þá hleypur hann í skarðið fyrir Ragnhildi Steinunni sem kynnir í úrslitum Eurovision, en Ragnhildur verður erlendis þetta kvöld. „Þetta „meikar sens“ þar sem ég er að taka við keflinu,“ segir Palli og á þar við Eurovision-þættina Alla leið sem hefjast undir hans stjórn í byrjun apríl í Sjónvarpinu. - fb Tónlist Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
„Ég ætla að hoppa aðeins til New York í sumar. Ég ætla bæði að kúpla mig út og vinna svolítið líka,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann ætlar að vinna að nýrri plötu í New York sem mun fylgja eftir hinu gríðarvinsæla Silfursafni sem kom út fyrir jólin 2008. „Síðan Silfursafnið kom út hef ég ekki gert neitt annað en að troða upp. Þessar mínútur sem ég þarf til að fara í stúdíó til að koma með efni koma ekki og þess vegna þarf ég að búa mér til tíma,“ segir Palli. „Ég klára þetta „show“ með Sinfó í Hörpunni í júní og um leið og það er búið sting ég af.“ Hann kemur aftur heim rétt fyrir Þjóðhátíð í Eyjum í byrjun ágúst þar sem hann treður upp á Húkkaraballinu og aftur á sunnudagskvöldinu. Palli hefur verið vinsæll brúðkaupssöngvari en mun ekki taka að sér slík gigg á þessu ári sökum anna. „Þetta er spurning um að forgangsraða,“ segir hann. Um helgina skemmti popparinn á þorrablóti í Árósum sem gekk eins og í sögu. Í maí fer hann svo aftur til Danmerkur þegar stórir tónleikar með íslenskum Eurovision-flytjendum verða haldnir á staðnum Cirkus. Fleira er á döfinni hjá Páli Óskari því um næstu helgi treður hann upp á tíu ára afmæli skemmtistaðarins Nasa. Fyrr um kvöldið verður hann einnig í sviðsljósinu því þá hleypur hann í skarðið fyrir Ragnhildi Steinunni sem kynnir í úrslitum Eurovision, en Ragnhildur verður erlendis þetta kvöld. „Þetta „meikar sens“ þar sem ég er að taka við keflinu,“ segir Palli og á þar við Eurovision-þættina Alla leið sem hefjast undir hans stjórn í byrjun apríl í Sjónvarpinu. - fb
Tónlist Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira