Afþökkum launahækkunina! Sævar Sigurgeirsson skrifar 3. febrúar 2011 06:00 „Launamunur kynjanna!" Af hverju í ósköpunum er þessi setning til? Af hverju í sótsvörtum og saltpækluðum fjandanum erum við ennþá stödd á þeim stað í mannkynssögunni að það sé hægt að láta þessi tvö orð standa hlið við hlið? Er þetta eitthvert lögmál? Er þetta af því karlmenn eru svo miklu betri starfskraftar? Samviskusamari? Flinkari? Gáfaðri? Betur fallnir til að stjórna? Þeim betur treystandi? Er þetta kannski af því að karlmenn eru meiri keppnismenn? Kannski af því þeir hafa í sér meiri áhættusækni og hæfileika til að fara svo hressilega fram af brúninni í fyrirtækjarekstri sínum að þeir geta kafsiglt heilu bankakerfin og sett þjóðfélög á hausinn? Eru þetta kannski bara leifar af gömlu og úreltu kerfi sem stjórnað var af karlmönnum? Er þetta kannski bara allt á misskilningi byggt? Það skyldi þó ekki vera? Síðastliðinn kvennafrídag gengu konur út af vinnustöðum sínum kl. 14.25. Sú tímasetning er reiknuð út frá því hvenær þær eru taldar hafa skilað vinnuframlagi sínu á deginum ef litið er til launamunar kynjanna. Vinur minn einn, mikill grínisti, hafði það á orði að þetta væri auðvitað tómt rugl. Konur hefðu komið svo miklu seinna en karlmenn inn á vinnumarkaðinn að þær ættu eftir að vinna helling upp. Ættu því í raun réttri að sitja eftir á hverjum degi og vinna lengur. Fyndinn og óvæntur viðsnúningur - þótt málið sé grafalvarlegt. Með sömu rökum ættu karlmenn auðvitað að yfirtaka í langan tíma allt það sem konur gerðu á meðan þeir voru úti að vinna af því þar komu þeir almennt miklu seinna til sögunnar - altsvo til heimilisstarfa, barnaumönnunar og annarrar umönnunar almennt. Og því má auðvitað ekki gleyma að á mörgum heimilum er það ennþá svo að þær skyldur hvíla að stórum hluta á herðum konunnar jafnvel þótt hún sé í fullri vinnu til jafns við karlinn. Þeir hlutir hafa þó sem betur fer tekið miklum breytingum undanfarna áratugi. Gróflega má segja að launamunur kynjanna eigi sér tvær hliðar; eina sem skýrist af eðli starfanna - þ.e.a.s. að þegar heildin er reiknuð eru konur fleiri í störfum sem teljast til láglaunastarfa - og aðra sem er algjörlega óútskýranleg og auðvitað óþolandi og ólíðandi með öllu - nefnilega að kona í sömu vinnu og karlinn við hliðina sé með lægri laun en hann þrátt fyrir sambærilega reynslu eða starfsaldur. Það fyrrnefnda getur tekið langan tíma að „leiðrétta", því sama hversu mikið við þráum jafnrétti er víst að alltaf munu verða til störf lægra launuð en önnur störf - og því miður er allt eins víst að áfram muni þau verða mönnuð konum að meirihluta. Hitt á auðvitað ekki að þekkjast, en EF … þá er hægt að leiðrétta það mun hraðar. Og það er væntanlega í höndum okkar karlmanna. Hvernig? Jú! Ef við erum forstjórar - laga þetta strax, eða eins fljótt og fyrirtækið ræður við fjárhagslega. Ef við erum millistjórnendur og höfum á annað borð eitthvert veður af slíkum mun - beita okkur fyrir því að þetta verði lagað hið snarasta. Ef við hins vegar erum óbreyttir starfsmenn - (og þarna er ég mögulega kominn að stærstu fórninni) - þá vitum við kannski ekkert hvernig launum annarra starfsmanna er háttað, en getum samt tekið virkan þátt í þróuninni. Þegar við biðjum um launahækkun, þá einfaldlega tökum við það fram að við viljum hana samt ekki nema konan við hliðina á okkur verði hækkuð jafnt. Og ef okkur býðst launahækkun, þá einfaldlega spyrjum við: „Er konan við hliðina á mér að fá þetta sama?" Ef svarið er „já", þá er allt í lagi. Ef svarið er „nei", þá einfaldlega krefjumst við þess eða að öðrum kosti - afþökkum launahækkunina. Já, ég sagði það. Afþökkum launahækkunina! Það hljómar kannski fáránlega, en þegar breyta þarf viðhorfi, þá þarf að breyta viðhorfi og hugsa á óvæntan hátt. Ef það kostar fórnir verður bara svo að vera - málstaðurinn krefst þess. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Sjá meira
„Launamunur kynjanna!" Af hverju í ósköpunum er þessi setning til? Af hverju í sótsvörtum og saltpækluðum fjandanum erum við ennþá stödd á þeim stað í mannkynssögunni að það sé hægt að láta þessi tvö orð standa hlið við hlið? Er þetta eitthvert lögmál? Er þetta af því karlmenn eru svo miklu betri starfskraftar? Samviskusamari? Flinkari? Gáfaðri? Betur fallnir til að stjórna? Þeim betur treystandi? Er þetta kannski af því að karlmenn eru meiri keppnismenn? Kannski af því þeir hafa í sér meiri áhættusækni og hæfileika til að fara svo hressilega fram af brúninni í fyrirtækjarekstri sínum að þeir geta kafsiglt heilu bankakerfin og sett þjóðfélög á hausinn? Eru þetta kannski bara leifar af gömlu og úreltu kerfi sem stjórnað var af karlmönnum? Er þetta kannski bara allt á misskilningi byggt? Það skyldi þó ekki vera? Síðastliðinn kvennafrídag gengu konur út af vinnustöðum sínum kl. 14.25. Sú tímasetning er reiknuð út frá því hvenær þær eru taldar hafa skilað vinnuframlagi sínu á deginum ef litið er til launamunar kynjanna. Vinur minn einn, mikill grínisti, hafði það á orði að þetta væri auðvitað tómt rugl. Konur hefðu komið svo miklu seinna en karlmenn inn á vinnumarkaðinn að þær ættu eftir að vinna helling upp. Ættu því í raun réttri að sitja eftir á hverjum degi og vinna lengur. Fyndinn og óvæntur viðsnúningur - þótt málið sé grafalvarlegt. Með sömu rökum ættu karlmenn auðvitað að yfirtaka í langan tíma allt það sem konur gerðu á meðan þeir voru úti að vinna af því þar komu þeir almennt miklu seinna til sögunnar - altsvo til heimilisstarfa, barnaumönnunar og annarrar umönnunar almennt. Og því má auðvitað ekki gleyma að á mörgum heimilum er það ennþá svo að þær skyldur hvíla að stórum hluta á herðum konunnar jafnvel þótt hún sé í fullri vinnu til jafns við karlinn. Þeir hlutir hafa þó sem betur fer tekið miklum breytingum undanfarna áratugi. Gróflega má segja að launamunur kynjanna eigi sér tvær hliðar; eina sem skýrist af eðli starfanna - þ.e.a.s. að þegar heildin er reiknuð eru konur fleiri í störfum sem teljast til láglaunastarfa - og aðra sem er algjörlega óútskýranleg og auðvitað óþolandi og ólíðandi með öllu - nefnilega að kona í sömu vinnu og karlinn við hliðina sé með lægri laun en hann þrátt fyrir sambærilega reynslu eða starfsaldur. Það fyrrnefnda getur tekið langan tíma að „leiðrétta", því sama hversu mikið við þráum jafnrétti er víst að alltaf munu verða til störf lægra launuð en önnur störf - og því miður er allt eins víst að áfram muni þau verða mönnuð konum að meirihluta. Hitt á auðvitað ekki að þekkjast, en EF … þá er hægt að leiðrétta það mun hraðar. Og það er væntanlega í höndum okkar karlmanna. Hvernig? Jú! Ef við erum forstjórar - laga þetta strax, eða eins fljótt og fyrirtækið ræður við fjárhagslega. Ef við erum millistjórnendur og höfum á annað borð eitthvert veður af slíkum mun - beita okkur fyrir því að þetta verði lagað hið snarasta. Ef við hins vegar erum óbreyttir starfsmenn - (og þarna er ég mögulega kominn að stærstu fórninni) - þá vitum við kannski ekkert hvernig launum annarra starfsmanna er háttað, en getum samt tekið virkan þátt í þróuninni. Þegar við biðjum um launahækkun, þá einfaldlega tökum við það fram að við viljum hana samt ekki nema konan við hliðina á okkur verði hækkuð jafnt. Og ef okkur býðst launahækkun, þá einfaldlega spyrjum við: „Er konan við hliðina á mér að fá þetta sama?" Ef svarið er „já", þá er allt í lagi. Ef svarið er „nei", þá einfaldlega krefjumst við þess eða að öðrum kosti - afþökkum launahækkunina. Já, ég sagði það. Afþökkum launahækkunina! Það hljómar kannski fáránlega, en þegar breyta þarf viðhorfi, þá þarf að breyta viðhorfi og hugsa á óvæntan hátt. Ef það kostar fórnir verður bara svo að vera - málstaðurinn krefst þess. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar