… en það geri ég ekki Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. janúar 2011 06:15 Þegar ég var ungur oflátungur í menntaskóla datt einhver okkar félaganna niður á eitt eintak úr hinni stórgóðu ritröð Íslenzk fyndni. Þar mátti finna margan gullmolann, sem reyndar brutu margir í bága við heiti bókarinnar. Þóttu í það minnsta ekki jafn fyndnir við lestur þeirra og þegar þeir voru saman settir. Einn þeirra lögðum við þó á minnið og hann var sagður daglega í einhver ár. Þá og aðeins þá varð hann fyndinn. Hann er svohljóðandi: „Maður nokkur kemur á bæ og spyr hvort bónda vanti ekki vinnumann. Bóndi játti því. Bóndi spyr mann hvað hann kunni til verka. Maður svarar: Slegið get ég ekki. Rakað get ég í þurru, en það geri ég ekki.". Undanfarið hefur þessi gamli brandari sótt æ fastar á hugann. Engum blöðum er um það að fletta að íslensk þjóð gekk í gegnum efnahagslegar hamfarir. Síðan eru liðin bráðum tvö og hálft ár og íslenskt samfélag sem heild hefur það, jú takk fyrir, bara ágætt miðað við margar aðrar þjóðir. Með þessu er á engan hátt verið að gera lítið úr skelfilegri stöðu sem fjöldi fólks býr við, fólk sem glímir við atvinnuleysi til lengri eða skemmri tíma, heimilismissi, eða þarf að norpa í biðröð til að geta séð sér og börnum sínum farborða. Þetta er óumdeilt og þetta eru vandamál sem þjóðin þarf að takast á við; þjóðin öll. En því hefur brandarinn miður fyndni leitað á huga minn að síðan kreppan varð er eins og við sem þjóð höfum verið lostin eldingu barlóms. Við höfum endurtekið daglega að ástandið sé skelfilegt, allt sé að fara til fjandans og ekkert verði okkur til bjargar nema bara akkúrat eitthvað annað en það sem verið er að gera. Og líkt og brandarinn varð fyndinn okkur menntskælingum forðum tíð, hefur barlómurinn orðið íslenskri þjóð bjargfastur sannleikur. Hættum þessum barlómi. Tökum saman höndum og hjálpum þeim sem virkilega þurfa á hjálp að halda og einhendum okkur síðan í að endurreisa íslenskt efnahagslíf. Samstaða, trú á okkur sjálf og það að ástandið verði betra fleytir okkur áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var ungur oflátungur í menntaskóla datt einhver okkar félaganna niður á eitt eintak úr hinni stórgóðu ritröð Íslenzk fyndni. Þar mátti finna margan gullmolann, sem reyndar brutu margir í bága við heiti bókarinnar. Þóttu í það minnsta ekki jafn fyndnir við lestur þeirra og þegar þeir voru saman settir. Einn þeirra lögðum við þó á minnið og hann var sagður daglega í einhver ár. Þá og aðeins þá varð hann fyndinn. Hann er svohljóðandi: „Maður nokkur kemur á bæ og spyr hvort bónda vanti ekki vinnumann. Bóndi játti því. Bóndi spyr mann hvað hann kunni til verka. Maður svarar: Slegið get ég ekki. Rakað get ég í þurru, en það geri ég ekki.". Undanfarið hefur þessi gamli brandari sótt æ fastar á hugann. Engum blöðum er um það að fletta að íslensk þjóð gekk í gegnum efnahagslegar hamfarir. Síðan eru liðin bráðum tvö og hálft ár og íslenskt samfélag sem heild hefur það, jú takk fyrir, bara ágætt miðað við margar aðrar þjóðir. Með þessu er á engan hátt verið að gera lítið úr skelfilegri stöðu sem fjöldi fólks býr við, fólk sem glímir við atvinnuleysi til lengri eða skemmri tíma, heimilismissi, eða þarf að norpa í biðröð til að geta séð sér og börnum sínum farborða. Þetta er óumdeilt og þetta eru vandamál sem þjóðin þarf að takast á við; þjóðin öll. En því hefur brandarinn miður fyndni leitað á huga minn að síðan kreppan varð er eins og við sem þjóð höfum verið lostin eldingu barlóms. Við höfum endurtekið daglega að ástandið sé skelfilegt, allt sé að fara til fjandans og ekkert verði okkur til bjargar nema bara akkúrat eitthvað annað en það sem verið er að gera. Og líkt og brandarinn varð fyndinn okkur menntskælingum forðum tíð, hefur barlómurinn orðið íslenskri þjóð bjargfastur sannleikur. Hættum þessum barlómi. Tökum saman höndum og hjálpum þeim sem virkilega þurfa á hjálp að halda og einhendum okkur síðan í að endurreisa íslenskt efnahagslíf. Samstaða, trú á okkur sjálf og það að ástandið verði betra fleytir okkur áfram.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar