Á rúmstokknum: Flugeldasýningar og raunveruleikinn Sigga Dögg skrifar 27. janúar 2011 09:00 Hæ, ég er með eina skrítna spurningu. Ég er búin að vera á föstu í næstum tvö ár og stunda reglulegt kynlíf. Ég er 21 árs og þó mér finnist gaman að vera með kærasta mínum þá hef ég aldrei fengið fullnægingu. Miðað við spjall sem ég hef átt við vinkonur mínar þá er ég farin að halda að það sé eitthvað að mér. Getur verið að sumar konur fái bara ekki fullnægingu? Svar: Þetta er alls ekki skrítin spurning, síður en svo. Í raun er spurningin heldur flókin og krefur þig um smá sjálfsskoðun. Það er afar umdeilt innan kynfræðinnar hvort til séu konur sem hreinlega geta ekki fengið fullnægingu, gefið að lífeðlislega sé allt fyrir hendi og í góðu lagi. Ég ætla því að ganga út frá því að þú getir fengið fullnægingu. Það er nokkuð algengt að ungar stúlkur hafi ekki lært á líkama sinn (staðsetning á sníp er mjög mikilvæg þekking) og kunni því ekki að fullnægja sjálfum sér. Það er því mjög mikilvægt að þú skoðir líkama þinn og kynfæri og prófir þig áfram í að finna út hvað vekur hjá þér unað. Þetta hljómar ef til vill klisjukennt, en svona er þetta bara, þú ein getur stýrt ferðinni og sjálfsfróun er svarið. Ekki láta það draga úr þér ef það tekur smá tíma að fá fullnægingu því ferðalagið er það sem skiptir máli til að komast á áfangastaðinn. Annað sem er mikilvægt að spá í er að ef heilinn er ekki með og þú ekki í stuði þá getur verið nánast ómögulegt að verða kynferðislega æst og fullnægð. Það er því fyrsta skrefið. Þá að sambandinu. Það er mjög algengt að konur geri sér upp fullnægingar með alls kyns stunum og öðru látbragði. Nú spyr ég mig hvernig það er í þínu sambandi? Veit kærasti þinn að þú ert ófullnægð eða gengur hann bara út frá því að allt sé sem skyldi? Hér reynir á samskipti ykkar. Þú þarft að vita hvað þér þykir gott og geta beðið um það. Svo er það annað. Fæstar konur geta fengið fullnægingu með beinum samförum. Flestar þurfa að láta örva snípinn með munnmökum fyrir eða samhliða samförum og svo með fingri eða titrara samhliða samförum. Sú umræða að til séu alls konar tegundir fullnæginga er oft á villigötum og hjálpar fáum. Snípurinn var hannaður fyrir það eitt að fullnægja og því þarf að örva hann. Það getur þú gert sjálf eða fengið kærastann með þér í lið. Að lokum langar mig að koma aðeins inn á samræður ykkar vinkvennanna. Oft hefur fullnægingum verið lýst á mjög dramatískan hátt og þeim líkt við sprengingu sem fer um líkamann og sé eitt það undursamlegasta í veröldinni. Ekki misskilja mig, fullnægingar geta verið svakalega góðar en þær endast aðeins í nokkrar sekúndur og geta verið miskröftugar og því misfrábærar. Sumar fullnægingar komast á Richter-skalann en aðrar eru bara eins og hnerri. Þá eru fullyrðingar um raðfullnægingar og kynlíf sem endist í margar klukkustundir eitthvað ýkt og má stundum deila í slíkar sögur með þremur. Þess háttar sögur ættu því alls ekki að vekja hjá þér minnimáttarkennd. Hættu nú að lesa og farðu að njóta alls þess sem kynlíf hefur upp á að bjóða! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Sigga Dögg Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Sjá meira
Hæ, ég er með eina skrítna spurningu. Ég er búin að vera á föstu í næstum tvö ár og stunda reglulegt kynlíf. Ég er 21 árs og þó mér finnist gaman að vera með kærasta mínum þá hef ég aldrei fengið fullnægingu. Miðað við spjall sem ég hef átt við vinkonur mínar þá er ég farin að halda að það sé eitthvað að mér. Getur verið að sumar konur fái bara ekki fullnægingu? Svar: Þetta er alls ekki skrítin spurning, síður en svo. Í raun er spurningin heldur flókin og krefur þig um smá sjálfsskoðun. Það er afar umdeilt innan kynfræðinnar hvort til séu konur sem hreinlega geta ekki fengið fullnægingu, gefið að lífeðlislega sé allt fyrir hendi og í góðu lagi. Ég ætla því að ganga út frá því að þú getir fengið fullnægingu. Það er nokkuð algengt að ungar stúlkur hafi ekki lært á líkama sinn (staðsetning á sníp er mjög mikilvæg þekking) og kunni því ekki að fullnægja sjálfum sér. Það er því mjög mikilvægt að þú skoðir líkama þinn og kynfæri og prófir þig áfram í að finna út hvað vekur hjá þér unað. Þetta hljómar ef til vill klisjukennt, en svona er þetta bara, þú ein getur stýrt ferðinni og sjálfsfróun er svarið. Ekki láta það draga úr þér ef það tekur smá tíma að fá fullnægingu því ferðalagið er það sem skiptir máli til að komast á áfangastaðinn. Annað sem er mikilvægt að spá í er að ef heilinn er ekki með og þú ekki í stuði þá getur verið nánast ómögulegt að verða kynferðislega æst og fullnægð. Það er því fyrsta skrefið. Þá að sambandinu. Það er mjög algengt að konur geri sér upp fullnægingar með alls kyns stunum og öðru látbragði. Nú spyr ég mig hvernig það er í þínu sambandi? Veit kærasti þinn að þú ert ófullnægð eða gengur hann bara út frá því að allt sé sem skyldi? Hér reynir á samskipti ykkar. Þú þarft að vita hvað þér þykir gott og geta beðið um það. Svo er það annað. Fæstar konur geta fengið fullnægingu með beinum samförum. Flestar þurfa að láta örva snípinn með munnmökum fyrir eða samhliða samförum og svo með fingri eða titrara samhliða samförum. Sú umræða að til séu alls konar tegundir fullnæginga er oft á villigötum og hjálpar fáum. Snípurinn var hannaður fyrir það eitt að fullnægja og því þarf að örva hann. Það getur þú gert sjálf eða fengið kærastann með þér í lið. Að lokum langar mig að koma aðeins inn á samræður ykkar vinkvennanna. Oft hefur fullnægingum verið lýst á mjög dramatískan hátt og þeim líkt við sprengingu sem fer um líkamann og sé eitt það undursamlegasta í veröldinni. Ekki misskilja mig, fullnægingar geta verið svakalega góðar en þær endast aðeins í nokkrar sekúndur og geta verið miskröftugar og því misfrábærar. Sumar fullnægingar komast á Richter-skalann en aðrar eru bara eins og hnerri. Þá eru fullyrðingar um raðfullnægingar og kynlíf sem endist í margar klukkustundir eitthvað ýkt og má stundum deila í slíkar sögur með þremur. Þess háttar sögur ættu því alls ekki að vekja hjá þér minnimáttarkennd. Hættu nú að lesa og farðu að njóta alls þess sem kynlíf hefur upp á að bjóða!
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar