Sigrún Sjöfn: Vantaði upp á metnað hjá franska liðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2011 14:45 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skrifaði í dag undir samning við kvennalið KR í körfubolta. Sigrún Sjöfn sem lék í Frakklandi á síðustu leiktíð segir góða tilfinningu að vera komin í KR. „Mér var boðið á æfingu hjá KR. Ég prufaði það og leist vel á það. Mér líst vel á umhverfið og svo ákvað ég að taka skólann,“ sagði Sigrún sem er á leið í nám í vetur. Sigrún hefur spilað með Haukum, Hamar og KR á ferlinum og þekkir því vel til hjá íslenskum félögum. „Jú ég skoðaði fleiri félög en ég þekki umhverfið vel. Þeir buðu mér samning sem ég tók,“ segir Sigrún. Hún segir KR hópinn mjög sterkan með frábæra leikmenn innanborðs. „Þetta var mjög fín reynsla og frábært fyrir mig að bæta mig sem leikmann. Mér fannst vanta aðeins meiri metnað. Mér bauðst annar samningur en mér fannst vanta svolítið upp á,“ sagði Sigrún. Sigrún segist ætla að taka eitt tímabil með KR og ætla svo að sjá til. Hún er ekki búin að útiloka að spila aftur erlendis. Sigrún hefði getað myndað öflugt systrateymi með Guðrúnu Ósk systur sinni sem spilar með Haukum. „Það kom alveg pressu frá litlu systur að fara saman í lið. Þetta er kannski erfiðast fyrir hana en svona verður þetta að vera.“ Sigrún segist ekki vera í sínu besta formi enda hafi hún sinnt hestamennskunni af miklu kappi í sumar á kostnað körfunnar. „Ég er búin að vera mikið í hestamennskunni. Lagt mikinn metnað í það núna. Ég þarf að taka mig á af fullu núna,“ segir Sigrún sem segir hestamennskuna taka allan hennar hug og hjarta. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skrifaði í dag undir samning við kvennalið KR í körfubolta. Sigrún Sjöfn sem lék í Frakklandi á síðustu leiktíð segir góða tilfinningu að vera komin í KR. „Mér var boðið á æfingu hjá KR. Ég prufaði það og leist vel á það. Mér líst vel á umhverfið og svo ákvað ég að taka skólann,“ sagði Sigrún sem er á leið í nám í vetur. Sigrún hefur spilað með Haukum, Hamar og KR á ferlinum og þekkir því vel til hjá íslenskum félögum. „Jú ég skoðaði fleiri félög en ég þekki umhverfið vel. Þeir buðu mér samning sem ég tók,“ segir Sigrún. Hún segir KR hópinn mjög sterkan með frábæra leikmenn innanborðs. „Þetta var mjög fín reynsla og frábært fyrir mig að bæta mig sem leikmann. Mér fannst vanta aðeins meiri metnað. Mér bauðst annar samningur en mér fannst vanta svolítið upp á,“ sagði Sigrún. Sigrún segist ætla að taka eitt tímabil með KR og ætla svo að sjá til. Hún er ekki búin að útiloka að spila aftur erlendis. Sigrún hefði getað myndað öflugt systrateymi með Guðrúnu Ósk systur sinni sem spilar með Haukum. „Það kom alveg pressu frá litlu systur að fara saman í lið. Þetta er kannski erfiðast fyrir hana en svona verður þetta að vera.“ Sigrún segist ekki vera í sínu besta formi enda hafi hún sinnt hestamennskunni af miklu kappi í sumar á kostnað körfunnar. „Ég er búin að vera mikið í hestamennskunni. Lagt mikinn metnað í það núna. Ég þarf að taka mig á af fullu núna,“ segir Sigrún sem segir hestamennskuna taka allan hennar hug og hjarta.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira