Sigrún Sjöfn: Vantaði upp á metnað hjá franska liðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2011 14:45 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skrifaði í dag undir samning við kvennalið KR í körfubolta. Sigrún Sjöfn sem lék í Frakklandi á síðustu leiktíð segir góða tilfinningu að vera komin í KR. „Mér var boðið á æfingu hjá KR. Ég prufaði það og leist vel á það. Mér líst vel á umhverfið og svo ákvað ég að taka skólann,“ sagði Sigrún sem er á leið í nám í vetur. Sigrún hefur spilað með Haukum, Hamar og KR á ferlinum og þekkir því vel til hjá íslenskum félögum. „Jú ég skoðaði fleiri félög en ég þekki umhverfið vel. Þeir buðu mér samning sem ég tók,“ segir Sigrún. Hún segir KR hópinn mjög sterkan með frábæra leikmenn innanborðs. „Þetta var mjög fín reynsla og frábært fyrir mig að bæta mig sem leikmann. Mér fannst vanta aðeins meiri metnað. Mér bauðst annar samningur en mér fannst vanta svolítið upp á,“ sagði Sigrún. Sigrún segist ætla að taka eitt tímabil með KR og ætla svo að sjá til. Hún er ekki búin að útiloka að spila aftur erlendis. Sigrún hefði getað myndað öflugt systrateymi með Guðrúnu Ósk systur sinni sem spilar með Haukum. „Það kom alveg pressu frá litlu systur að fara saman í lið. Þetta er kannski erfiðast fyrir hana en svona verður þetta að vera.“ Sigrún segist ekki vera í sínu besta formi enda hafi hún sinnt hestamennskunni af miklu kappi í sumar á kostnað körfunnar. „Ég er búin að vera mikið í hestamennskunni. Lagt mikinn metnað í það núna. Ég þarf að taka mig á af fullu núna,“ segir Sigrún sem segir hestamennskuna taka allan hennar hug og hjarta. Dominos-deild kvenna Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skrifaði í dag undir samning við kvennalið KR í körfubolta. Sigrún Sjöfn sem lék í Frakklandi á síðustu leiktíð segir góða tilfinningu að vera komin í KR. „Mér var boðið á æfingu hjá KR. Ég prufaði það og leist vel á það. Mér líst vel á umhverfið og svo ákvað ég að taka skólann,“ sagði Sigrún sem er á leið í nám í vetur. Sigrún hefur spilað með Haukum, Hamar og KR á ferlinum og þekkir því vel til hjá íslenskum félögum. „Jú ég skoðaði fleiri félög en ég þekki umhverfið vel. Þeir buðu mér samning sem ég tók,“ segir Sigrún. Hún segir KR hópinn mjög sterkan með frábæra leikmenn innanborðs. „Þetta var mjög fín reynsla og frábært fyrir mig að bæta mig sem leikmann. Mér fannst vanta aðeins meiri metnað. Mér bauðst annar samningur en mér fannst vanta svolítið upp á,“ sagði Sigrún. Sigrún segist ætla að taka eitt tímabil með KR og ætla svo að sjá til. Hún er ekki búin að útiloka að spila aftur erlendis. Sigrún hefði getað myndað öflugt systrateymi með Guðrúnu Ósk systur sinni sem spilar með Haukum. „Það kom alveg pressu frá litlu systur að fara saman í lið. Þetta er kannski erfiðast fyrir hana en svona verður þetta að vera.“ Sigrún segist ekki vera í sínu besta formi enda hafi hún sinnt hestamennskunni af miklu kappi í sumar á kostnað körfunnar. „Ég er búin að vera mikið í hestamennskunni. Lagt mikinn metnað í það núna. Ég þarf að taka mig á af fullu núna,“ segir Sigrún sem segir hestamennskuna taka allan hennar hug og hjarta.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira