Segir nei í þjóðaratkvæði seinka aðkomu ríkisins að mörkuðum 16. mars 2011 12:12 Þórarinn G. Pétursson og Már Guðmundsson á fundinum í morgun. Nei í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave mun seinka aðkomu ríkissjóðs að erlendum skuldabréfamörkuðum að mati seðlabankastjóra. Gerð áætlunar um losun gjaldeyrishafta er ekki lokið. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Vextir á viðskiptareikningum í bönkum og sparisjóðum verða áfram 3,25 prósent og hámarksvextir á 28 daga innistæðubréfum 4 prósent. Fram kemur í rökstuðningi nefndarinnar að útlit sé fyrir að verðbólga, sem nú mælist 1,9 prósent, verði heldur meiri á næstunni en áður hafði verið spáð. Þá bendi spár Hagstofunnar til þess að landsframleiðslan hafi dregist meira saman fyrr en Seðlabankinn spáði í febrúar. Þá segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar að óvissa um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave gefi tilefni til sérsatkrar aðgæslu um þessar mundir.Áform um afnám hafta munu ganga hægar Á kynningarfund í Seðlabankanum í morgun útskýrði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, hvaða þýðingu þjóðaratkvæðagreiðslan hefði fyrir mótun peningastefnu bankans. „Það er mitt mat miðað við fyrirliggjandi upplýsingar og það sem við höfum orðið áskynja að nei (í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave) muni tefja fyrir endurkomu ríkissjóðs á erlenda fjármagnsmarkaði og gera hana erfiða í nokkurn tíma. Og þar af leiðandi munu þá áform um afnám gjaldeyrishafta ganga hægar fram heldur en ella," sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Seðlabankastjóri tók hins vegar sérstaklega fram að óvissu væri háð hvað þetta myndi tefja mikið fyrir, þ.e það lægi í raun og veru ekki fyrir. „Auðvitað vitum við ekki í hvaða mæli það mun tefja, en auðvitað ef það er í miklum mæli þá gæti það kallað á það að við myndum þurfa að greiða niður erlendu lánin í lok þessa árs beint af gjaldeyrisforðanum. Og þá munum við væntanlega þurfa að gefa í eitthvað í gjaldeyriskaupum og það myndi þýða lægra gengi, eitthvað aðeins meiri verðbólgu, eitthvað aðeins lægri kaupmátt," sagði Már. Margir „kokkar" Á fundinum í morgun kom fram að tafir hefðu orðið á gerð áætlunar um afnám gjaldeyrishafta, m.a þar sem margir kæmu að gerð hennar og margt hefði áhrif á áætlunina. Það var orðað þannig að margir „kokkar" kæmu að smíði áætlunarinnar. „Ástæða seinkunar, fjöldi kokka, það má ekki líta á það í neinni neikvæðri merkingu því það er mjög jákvætt að þarna séu margir kokkar. Vegna þess að þið vitið að þið fáið besta matinn úr þeim eldhúsum þar sem er fleiri en einn kokkur. Áætlunin verður betri fyrir bragðið. Auðvitað eru í þessu ýmsar flækjur, sérstaklega þegar horft er aðeins lengra fram á við," sagði Már. Már sagði að huga þyrfti að mörgu, en sagðist geta lofað því að í áætluninni yrði ekki tímasetningar um hvað yrði afnumið hvenær og hvað ekki. „Fyrstu skref í áætluninni munu gefa okkur mjög miklar upplýsingar." Þá kom fram á fundinum í morgun að Seðlabankinn hefði í smíðum sérstaka skýrslu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu sem kemur út í byrjun næsta árs. Icesave Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira
Nei í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave mun seinka aðkomu ríkissjóðs að erlendum skuldabréfamörkuðum að mati seðlabankastjóra. Gerð áætlunar um losun gjaldeyrishafta er ekki lokið. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Vextir á viðskiptareikningum í bönkum og sparisjóðum verða áfram 3,25 prósent og hámarksvextir á 28 daga innistæðubréfum 4 prósent. Fram kemur í rökstuðningi nefndarinnar að útlit sé fyrir að verðbólga, sem nú mælist 1,9 prósent, verði heldur meiri á næstunni en áður hafði verið spáð. Þá bendi spár Hagstofunnar til þess að landsframleiðslan hafi dregist meira saman fyrr en Seðlabankinn spáði í febrúar. Þá segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar að óvissa um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave gefi tilefni til sérsatkrar aðgæslu um þessar mundir.Áform um afnám hafta munu ganga hægar Á kynningarfund í Seðlabankanum í morgun útskýrði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, hvaða þýðingu þjóðaratkvæðagreiðslan hefði fyrir mótun peningastefnu bankans. „Það er mitt mat miðað við fyrirliggjandi upplýsingar og það sem við höfum orðið áskynja að nei (í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave) muni tefja fyrir endurkomu ríkissjóðs á erlenda fjármagnsmarkaði og gera hana erfiða í nokkurn tíma. Og þar af leiðandi munu þá áform um afnám gjaldeyrishafta ganga hægar fram heldur en ella," sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Seðlabankastjóri tók hins vegar sérstaklega fram að óvissu væri háð hvað þetta myndi tefja mikið fyrir, þ.e það lægi í raun og veru ekki fyrir. „Auðvitað vitum við ekki í hvaða mæli það mun tefja, en auðvitað ef það er í miklum mæli þá gæti það kallað á það að við myndum þurfa að greiða niður erlendu lánin í lok þessa árs beint af gjaldeyrisforðanum. Og þá munum við væntanlega þurfa að gefa í eitthvað í gjaldeyriskaupum og það myndi þýða lægra gengi, eitthvað aðeins meiri verðbólgu, eitthvað aðeins lægri kaupmátt," sagði Már. Margir „kokkar" Á fundinum í morgun kom fram að tafir hefðu orðið á gerð áætlunar um afnám gjaldeyrishafta, m.a þar sem margir kæmu að gerð hennar og margt hefði áhrif á áætlunina. Það var orðað þannig að margir „kokkar" kæmu að smíði áætlunarinnar. „Ástæða seinkunar, fjöldi kokka, það má ekki líta á það í neinni neikvæðri merkingu því það er mjög jákvætt að þarna séu margir kokkar. Vegna þess að þið vitið að þið fáið besta matinn úr þeim eldhúsum þar sem er fleiri en einn kokkur. Áætlunin verður betri fyrir bragðið. Auðvitað eru í þessu ýmsar flækjur, sérstaklega þegar horft er aðeins lengra fram á við," sagði Már. Már sagði að huga þyrfti að mörgu, en sagðist geta lofað því að í áætluninni yrði ekki tímasetningar um hvað yrði afnumið hvenær og hvað ekki. „Fyrstu skref í áætluninni munu gefa okkur mjög miklar upplýsingar." Þá kom fram á fundinum í morgun að Seðlabankinn hefði í smíðum sérstaka skýrslu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu sem kemur út í byrjun næsta árs.
Icesave Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Sjá meira