Viðskipti innlent

Ármann Þorvaldsson líka handtekinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi bankastjóri Singer & Friedlander.
Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi bankastjóri Singer & Friedlander.

Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi bankastjóri Singer&Friedlander, er einn þeirra manna sem handtekinn var í Bretlandi í morgun, samkvæmt heimildum fréttastofu. Eins og fram hefur komið tengjast aðgerðir efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, rannsókn sem hefur verið í gangi síðan í desember 2009.

Aðrir sem vitað er að handteknir voru eru Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, og Tchenguz bræður, en þeir síðarnefndu voru stærstu skuldarar Kaupþings.


Tengdar fréttir

Tengist rannsókn SFO

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að handtökurnar sem gerðar voru í Bretlandi í morgun og í Reykjavík tengist rannsókn sem efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar hefur verið með í gangi síðan 2009.

Tchenguiz-bræður og Sigurður Einarsson handteknir í Lundúnum

Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings og Robert Tchenguiz, sem var stærsti viðskiptavinur bankans, voru handteknir í Lundúnum í morgun í sameiginlegri aðgerð Serious Fraud Office í Bretlandi og embætti sérstaks saksóknara á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×