Sannleikurinn mun gera yður frjálsa Þorkell Helgason skrifar 22. september 2010 06:00 Á Alþingi er nú rætt hvort kæra skuli fjóra, þrjá eða engan fyrrverandi ráðherra fyrir landsdómi. Þótt leiðtogar í atvinnulífi og stjórnmálum hafi komið okkur á vonarvöl má hefnd ekki vera okkur efst í huga. En fólk þráir sannleikann um það hvernig þetta gat gerst, hverjir eru aðalleikendur í þessum farsakennda harmleik og hver var þeirra afleikur hvers og eins? Vissulega hefur mörgu verið svarað með hinum vönduðu skýrslum rannsóknarnefndar Alþingis og þingmannanefndarinnar sem kom í kjölfarið. Þingmannanefndin náði samstöðu um veigamiklar tillögur um umbætur á fjölmörgum sviðum; tillögur sem þingmenn hefðu vart náð sátt um fyrir hrunið mikla. En svo klofnaði nefndin þegar kom að því hvort leggja ætti mál ráðherra fyrir landsdóm. Því miður eru þingmenn komnir í skotgrafir og fjölmiðlarnir láta þá að vanda eins og púkinn á bitanum. Skora verður á þingmenn að hlífa okkur við karpi af slíkum toga og beina augunum að sannleiksleit, ekki að refsingu. Fordæmi eru mörg, svo sem sannleiksnefndin í Suður-Afríku eftir uppgjöf kynþáttastefnunnar. Eða uppgjörið í Þýskalandi eftir hrun múrsins þar sem kapp var lagt á að upplýsa, ekki síst um skjöl austur-þýsku öryggislögreglunnar, Stasi, fremur en að draga forkólfa einræðisríkisins fyrir dóm. Vitaskuld er þar með ekki verið að líkja afglöpum forystumanna hérlendis við glæpaverk stjórnvalda í þessum löndum. Sannleiksnefnd hrunsins yrði framhald á starfi rannsóknarnefndar Alþingis auk þess sem hún byggði á rannsókn þingmannanefndarinnar. Henni yrði ætlað að varpa ljósi á athafnir og athafnaleysi einstaklinga, en ólíkt landsdómi kvæði hún ekki upp refsidóma. Kosturinn við að setja nú á laggirnar sannleiksnefnd í stað þessa að ganga landsdómsferlið á enda er ekki síst sá að þá þurfa ekki og mega ekki gilda nein fyrningarmörk. Það er mikilvægt að horft sé eins langt um öxl og nauðsyn krefur. Um slíka sannleiksleitarnefnd ætti að geta náðst samkomulag á Alþingi sem í sjálfu sér væri mikilvægur þáttur samfélagssáttar. Að fenginni niðurstöðu sannleiksnefndar yrði uppgjörinu við fortíðina lokið og þjóðin gæti einhent sér í uppbyggingu betra samfélags. Allir, ekki síst þau stjórnmálasamtök sem eru með drauga fortíðarinnar á herðum sér, gætu þá um frjálst höfuð strokið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Þorkell Helgason Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á Alþingi er nú rætt hvort kæra skuli fjóra, þrjá eða engan fyrrverandi ráðherra fyrir landsdómi. Þótt leiðtogar í atvinnulífi og stjórnmálum hafi komið okkur á vonarvöl má hefnd ekki vera okkur efst í huga. En fólk þráir sannleikann um það hvernig þetta gat gerst, hverjir eru aðalleikendur í þessum farsakennda harmleik og hver var þeirra afleikur hvers og eins? Vissulega hefur mörgu verið svarað með hinum vönduðu skýrslum rannsóknarnefndar Alþingis og þingmannanefndarinnar sem kom í kjölfarið. Þingmannanefndin náði samstöðu um veigamiklar tillögur um umbætur á fjölmörgum sviðum; tillögur sem þingmenn hefðu vart náð sátt um fyrir hrunið mikla. En svo klofnaði nefndin þegar kom að því hvort leggja ætti mál ráðherra fyrir landsdóm. Því miður eru þingmenn komnir í skotgrafir og fjölmiðlarnir láta þá að vanda eins og púkinn á bitanum. Skora verður á þingmenn að hlífa okkur við karpi af slíkum toga og beina augunum að sannleiksleit, ekki að refsingu. Fordæmi eru mörg, svo sem sannleiksnefndin í Suður-Afríku eftir uppgjöf kynþáttastefnunnar. Eða uppgjörið í Þýskalandi eftir hrun múrsins þar sem kapp var lagt á að upplýsa, ekki síst um skjöl austur-þýsku öryggislögreglunnar, Stasi, fremur en að draga forkólfa einræðisríkisins fyrir dóm. Vitaskuld er þar með ekki verið að líkja afglöpum forystumanna hérlendis við glæpaverk stjórnvalda í þessum löndum. Sannleiksnefnd hrunsins yrði framhald á starfi rannsóknarnefndar Alþingis auk þess sem hún byggði á rannsókn þingmannanefndarinnar. Henni yrði ætlað að varpa ljósi á athafnir og athafnaleysi einstaklinga, en ólíkt landsdómi kvæði hún ekki upp refsidóma. Kosturinn við að setja nú á laggirnar sannleiksnefnd í stað þessa að ganga landsdómsferlið á enda er ekki síst sá að þá þurfa ekki og mega ekki gilda nein fyrningarmörk. Það er mikilvægt að horft sé eins langt um öxl og nauðsyn krefur. Um slíka sannleiksleitarnefnd ætti að geta náðst samkomulag á Alþingi sem í sjálfu sér væri mikilvægur þáttur samfélagssáttar. Að fenginni niðurstöðu sannleiksnefndar yrði uppgjörinu við fortíðina lokið og þjóðin gæti einhent sér í uppbyggingu betra samfélags. Allir, ekki síst þau stjórnmálasamtök sem eru með drauga fortíðarinnar á herðum sér, gætu þá um frjálst höfuð strokið.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun