Lífsgæði hafnarsvæðisins 20. ágúst 2010 06:00 Það hefur verið gaman að rölta um gömlu höfnina í Reykjavík í sumar. Veðrið hefur verið óvenjulega gott og sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir lagt leið sína niður að höfn. Reykjavíkurhöfn er loksins að verða almenningsrými, eins og við þekkjum í mörgum erlendum hafnarborgum, með skemmtilegum gönguleiðum, veitingastöðum, kaffihúsum, söfnum. Auk þess er hafnarsvæðið á góðri leið með að verða mikilvægur staður fyrir menningarhús, hátæknifyrirtæki og hugmyndahús. Fyrir utan lífsgæðin, sem slíkt umhverfi skapar borgarbúum, aflar það mikilvægra tekna fyrir þjóðarbúið. Höfnin er eitt mikilvægasta aðdráttarafl ferðamanna sem koma til Reykjavíkur. Tugþúsundir fara nú í hvalaskoðunarferðir á hverju ári auk þess sem boðið er upp á sjóstangaveiði og fuglaskoðun. Raunar má segja að erlendir ferðmenn, fremur en Íslendingar, hafi uppgvötað lífsgæði hafnarsvæðisins, með svolítilli hjálp hafnarstjórnarinnar. Þetta er sama ánægjulega þróunin og hefur átt sér stað í höfninni í Húsavík. Ekki er ólíklegt að höfnin á Akranesi taki svipuðum breytingum á næstu árum. Í Reykjavíkurhöfn hafa þessi umskipti verið drifin áfram af frumkvöðlum eins og Sægreifanum og hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu. Sægreifinn er án efa þekktasti veitingastaður Íslands úti í heimi. Hver hefði trúað því þegar ellilífeyrisþeginn Kjartan Halldórsson opnaði þarna litla fiskbúð fyrir 8 árum? Enginn býst ég við. Ekki frekar en að fólk hefði trúað því að árið 2010 yrði sjósund sjálfsagður hluti af sund og baðmenningu fjölmargra Reykvíkinga. Sama þróun hefur átt sér stað víða erlendis undanfarin ár og áratugi. Gamlar atvinnuhafnir ganga í endurnýjun daga sinna sem mannlífshafnir. Það er jákvæð umbreyting. Hættan er þó sú að slíkar hafnir hreki smám saman allt hafntengt atvinnulíf í burt og við sitjum uppi með gervihafnir með einsleitri minjagripaverslun, endalausum hótelum og lúxusíbúðum sem afar fáir hafa efni á og eru nokkurn veginn eins alls staðar í heiminum. Sem betur fer eru hafnirnar hér atvinnuhafnir með hafnsækinni starfsemi og þær eiga að vera það áfram. Það er meðal annars ásýnd alvöru fiskiskipahafnar sem laðar ferðamenn að Reykjavíkurhöfn. Verkefni Faxaflóahafna næstu árin er meðal annars það að efla og tryggja sambýli fiskiskipahafna og ferðaþjónustu; veitingahúsa, kaffihúsa, menningarhúsa og fiskverkunarhúsa; hátæknifyrirtækja og lágtæknifyrirtækja, stórútgerðar og smáútgerðar, hvalaskoðunarbáta og hvalveiðibáta, skemmtiferðaskipa og seglskútueigenda, sjósundsfólks og sægreifa. Til að þetta megi takast sem best þarf margt að koma til og fólk þarf umfram allt að vinna saman. Stjórn Faxaflóahafna tók tvö skref í þá átt á síðasta fundi sínum með samhljóða samþykkt. Stjórnin samþykkti að láta vinna tillögu að heildstæðri umhverfisstefnu fyrir fyrirtækið. Í greinargerð með tillögunni er bent á að margt í starfsemi Faxaflóahafna sf. varði umhverfismál. Bent er á „umhverfisfrágang hafnarsvæða svo sem græn svæði, gönguleiðir og opin svæði, almenna umhirðu, dýpkunar- og landfyllingarverkefni, frárennslismál, reglur varðandi kjölvatn skipa, varnir gegn bráðamengun, umhirða óreiðuskipa, sala á vatni og rafmagni og ýmsar mælingar á umhverfisþáttum". Frá árinu 2006 hafa Faxaflóahafnir haldið „Grænt bókhald" um afmarkaða rekstrarþætti fyrirtækisins. Heildarumhverfisstefna tekur til margra fleiri þátta umhverfismála. Meðal annars skal skoðað hvernig megi flétta vistvæna samgöngustefnu inn í starfsemi fyrirtækisins. Einnig á að athuga hvort Faxaflóahafnir geti fengið viðurkennda umhverfisvottun. Hin tillagan kveður á um að stjórn Faxaflóahafna haldi árlega opinn fund með notendum hafnanna, útgerð, ferðaþjónustu, fiskvinnslufyrirtækja, flutningafyrirtækja, veitingahúsaeigenda. Faxaflóahafnir telja mikilvægt að geta komið málefnum fyrirtækisins á framfæri við hina mörgu ólíku notendur hafnanna og ekki er síður mikilvægt að þeir geti komið sínum sjónarmiðum milliliðalaust á framfæri. Stundum er sagt að hafnirnar séu lífæð byggðarinnar í landinu. Það á ekki síður við þegar hlutverk þeirra er að breytast og verða fjölbreyttara en áður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið gaman að rölta um gömlu höfnina í Reykjavík í sumar. Veðrið hefur verið óvenjulega gott og sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir lagt leið sína niður að höfn. Reykjavíkurhöfn er loksins að verða almenningsrými, eins og við þekkjum í mörgum erlendum hafnarborgum, með skemmtilegum gönguleiðum, veitingastöðum, kaffihúsum, söfnum. Auk þess er hafnarsvæðið á góðri leið með að verða mikilvægur staður fyrir menningarhús, hátæknifyrirtæki og hugmyndahús. Fyrir utan lífsgæðin, sem slíkt umhverfi skapar borgarbúum, aflar það mikilvægra tekna fyrir þjóðarbúið. Höfnin er eitt mikilvægasta aðdráttarafl ferðamanna sem koma til Reykjavíkur. Tugþúsundir fara nú í hvalaskoðunarferðir á hverju ári auk þess sem boðið er upp á sjóstangaveiði og fuglaskoðun. Raunar má segja að erlendir ferðmenn, fremur en Íslendingar, hafi uppgvötað lífsgæði hafnarsvæðisins, með svolítilli hjálp hafnarstjórnarinnar. Þetta er sama ánægjulega þróunin og hefur átt sér stað í höfninni í Húsavík. Ekki er ólíklegt að höfnin á Akranesi taki svipuðum breytingum á næstu árum. Í Reykjavíkurhöfn hafa þessi umskipti verið drifin áfram af frumkvöðlum eins og Sægreifanum og hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu. Sægreifinn er án efa þekktasti veitingastaður Íslands úti í heimi. Hver hefði trúað því þegar ellilífeyrisþeginn Kjartan Halldórsson opnaði þarna litla fiskbúð fyrir 8 árum? Enginn býst ég við. Ekki frekar en að fólk hefði trúað því að árið 2010 yrði sjósund sjálfsagður hluti af sund og baðmenningu fjölmargra Reykvíkinga. Sama þróun hefur átt sér stað víða erlendis undanfarin ár og áratugi. Gamlar atvinnuhafnir ganga í endurnýjun daga sinna sem mannlífshafnir. Það er jákvæð umbreyting. Hættan er þó sú að slíkar hafnir hreki smám saman allt hafntengt atvinnulíf í burt og við sitjum uppi með gervihafnir með einsleitri minjagripaverslun, endalausum hótelum og lúxusíbúðum sem afar fáir hafa efni á og eru nokkurn veginn eins alls staðar í heiminum. Sem betur fer eru hafnirnar hér atvinnuhafnir með hafnsækinni starfsemi og þær eiga að vera það áfram. Það er meðal annars ásýnd alvöru fiskiskipahafnar sem laðar ferðamenn að Reykjavíkurhöfn. Verkefni Faxaflóahafna næstu árin er meðal annars það að efla og tryggja sambýli fiskiskipahafna og ferðaþjónustu; veitingahúsa, kaffihúsa, menningarhúsa og fiskverkunarhúsa; hátæknifyrirtækja og lágtæknifyrirtækja, stórútgerðar og smáútgerðar, hvalaskoðunarbáta og hvalveiðibáta, skemmtiferðaskipa og seglskútueigenda, sjósundsfólks og sægreifa. Til að þetta megi takast sem best þarf margt að koma til og fólk þarf umfram allt að vinna saman. Stjórn Faxaflóahafna tók tvö skref í þá átt á síðasta fundi sínum með samhljóða samþykkt. Stjórnin samþykkti að láta vinna tillögu að heildstæðri umhverfisstefnu fyrir fyrirtækið. Í greinargerð með tillögunni er bent á að margt í starfsemi Faxaflóahafna sf. varði umhverfismál. Bent er á „umhverfisfrágang hafnarsvæða svo sem græn svæði, gönguleiðir og opin svæði, almenna umhirðu, dýpkunar- og landfyllingarverkefni, frárennslismál, reglur varðandi kjölvatn skipa, varnir gegn bráðamengun, umhirða óreiðuskipa, sala á vatni og rafmagni og ýmsar mælingar á umhverfisþáttum". Frá árinu 2006 hafa Faxaflóahafnir haldið „Grænt bókhald" um afmarkaða rekstrarþætti fyrirtækisins. Heildarumhverfisstefna tekur til margra fleiri þátta umhverfismála. Meðal annars skal skoðað hvernig megi flétta vistvæna samgöngustefnu inn í starfsemi fyrirtækisins. Einnig á að athuga hvort Faxaflóahafnir geti fengið viðurkennda umhverfisvottun. Hin tillagan kveður á um að stjórn Faxaflóahafna haldi árlega opinn fund með notendum hafnanna, útgerð, ferðaþjónustu, fiskvinnslufyrirtækja, flutningafyrirtækja, veitingahúsaeigenda. Faxaflóahafnir telja mikilvægt að geta komið málefnum fyrirtækisins á framfæri við hina mörgu ólíku notendur hafnanna og ekki er síður mikilvægt að þeir geti komið sínum sjónarmiðum milliliðalaust á framfæri. Stundum er sagt að hafnirnar séu lífæð byggðarinnar í landinu. Það á ekki síður við þegar hlutverk þeirra er að breytast og verða fjölbreyttara en áður.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar