Blikakonur töpuðu 0-3 í fyrri leiknum á móti Juvisy Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2010 17:43 Fanndís Friðriksdóttir í leiknum í dag. Mynd/Pjetur Breiðablikskonur töpuðu 0-3 fyrir franska liðinu Juvisy Essonne á Kópavogsvelli í dag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Franska liðið var mun sterkara liðið og baráttuglaðar Blikakonur komust lítið áleiðis í sóknarleik sínum. Róðurinn verður því þungur fyrir Breiðabliksliðið í seinni leiknum í Frakklandi eftir þrjár vikur. Það tók franska liðið ekki nema sjö mínútur að komast yfir í leiknum. Laëtitia Tonazzi sem hafði tveimur mínútum áður átt gott færi af markteig, fiskaði núna aukaspyrnu fyrir framan vítateiginn. Þar steig reynsluboltinn Sandrine Soubeyrand fram og skoraði með föstu skoti án þess að Birna Kristjansdóttir kæmi neinum vörnum við. Blikar áttu sitt besta færi í hálfleiknum eftir hornspyrnu á 23. mínútu þegar umrædd Sandrine Soubeyrand varði þrumuskot Hörpu Þorsteinsdóttur á marklínu en einhverjir vildu eflaust meina að hún hafi notað hendurnar en ekkert var þó dæmt. Franska liðið var með ágæt tök á leiknum og átti nokkrar hættulegar sóknir til viðbótar en Blikastelpur náðu ekki að nýta sér næginlega vel þegar þær fengu tækifæri á skyndisóknum. Vitlausar ákvarðanir og rangstöður sáu til þess að liðið náði ekki að skapa sér nein færi þrátt fyrir lofandi sóknir. Fyrirliðinn Sandrine Soubeyrand stýrði leiknum af miðjunni eins og hún er þekkt fyrir og franska liðið skapaði auk þess ávallt hættu í föstum leikatriðum. Birna Kristjansdóttir var mjög óörugg í Blikamarkinu framan af leik en óx ásmegin eftir því sem leið á á leikinn og varði nokkrum sinnum mjög vel í seinni hálfleiknum. Hún gerði hinsvegar slæm mistök í öðru markinu þegar hún missti að því virtist hættulaust langskot Gaëtane Thiney undir sig og í markið. Markið kom aðeins nokkrum sekúndum eftir að Blikarnir höfðu farið illa með lofandi skyndisókn en í stað þess að jafna leikinn fengu þær á sig ódýrt annað mark. Laëtitia Tonazzi innsiglaði síðan 3-0 sigur franska liðsins sem skoti utarlega úr teignum eftir að hafa fengið frábæra stungusendingu frá Sandrine Soubeyrand. Franska liðið var með góð tök á leiknum allan tímann og þrátt fyrir að Blikastúlkur hafi barist vel þá var þeim refsað með tveimur mörkum í lokin þegar þær fóru að þreytast. Seinni leikurinn fer fram í Frakklandi eftir þrjár vikur og það er lítið í stöðunni fyrir Blikaliðið en að sækja sér í góða reynslu og spila fyrir stoltið. Raunhæfur möguleiki á sæti í 16 liða úrslitunum er hinsvegar úr sögunni. Breiðablik - Juvisy Essonne 0-3Mörkin: 0-1 Sandrine Soubeyrand, aukaspyrna (7.) 0-2 Gaëtane Thiney, langskot (72.) 0-3 Laëtitia Tonazzi (78.)Tölfræðin: Skot (á mark): 1-22 (1-12) Varin skot: Birna - Audrey Malet 0 Horn: 1-10 Aukaspyrnur fengnar: 5-15 Rangstæður: 5-2Breiðablik: Birna Kristjansdóttir Ásta Eir Árnadóttir (84., Ásta Einarsdóttir) Anna Birna Þorvardardóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir Hildur Sif Hauksdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Jóna Kristín Hauksdóttir (80., Þórdís Sigfúsdóttir) Berglind Björg Þorvaldsdottir Harpa Þorsteinsdóttir (89., Sigrún Inga Ólafsdóttir) Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Breiðablikskonur töpuðu 0-3 fyrir franska liðinu Juvisy Essonne á Kópavogsvelli í dag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Franska liðið var mun sterkara liðið og baráttuglaðar Blikakonur komust lítið áleiðis í sóknarleik sínum. Róðurinn verður því þungur fyrir Breiðabliksliðið í seinni leiknum í Frakklandi eftir þrjár vikur. Það tók franska liðið ekki nema sjö mínútur að komast yfir í leiknum. Laëtitia Tonazzi sem hafði tveimur mínútum áður átt gott færi af markteig, fiskaði núna aukaspyrnu fyrir framan vítateiginn. Þar steig reynsluboltinn Sandrine Soubeyrand fram og skoraði með föstu skoti án þess að Birna Kristjansdóttir kæmi neinum vörnum við. Blikar áttu sitt besta færi í hálfleiknum eftir hornspyrnu á 23. mínútu þegar umrædd Sandrine Soubeyrand varði þrumuskot Hörpu Þorsteinsdóttur á marklínu en einhverjir vildu eflaust meina að hún hafi notað hendurnar en ekkert var þó dæmt. Franska liðið var með ágæt tök á leiknum og átti nokkrar hættulegar sóknir til viðbótar en Blikastelpur náðu ekki að nýta sér næginlega vel þegar þær fengu tækifæri á skyndisóknum. Vitlausar ákvarðanir og rangstöður sáu til þess að liðið náði ekki að skapa sér nein færi þrátt fyrir lofandi sóknir. Fyrirliðinn Sandrine Soubeyrand stýrði leiknum af miðjunni eins og hún er þekkt fyrir og franska liðið skapaði auk þess ávallt hættu í föstum leikatriðum. Birna Kristjansdóttir var mjög óörugg í Blikamarkinu framan af leik en óx ásmegin eftir því sem leið á á leikinn og varði nokkrum sinnum mjög vel í seinni hálfleiknum. Hún gerði hinsvegar slæm mistök í öðru markinu þegar hún missti að því virtist hættulaust langskot Gaëtane Thiney undir sig og í markið. Markið kom aðeins nokkrum sekúndum eftir að Blikarnir höfðu farið illa með lofandi skyndisókn en í stað þess að jafna leikinn fengu þær á sig ódýrt annað mark. Laëtitia Tonazzi innsiglaði síðan 3-0 sigur franska liðsins sem skoti utarlega úr teignum eftir að hafa fengið frábæra stungusendingu frá Sandrine Soubeyrand. Franska liðið var með góð tök á leiknum allan tímann og þrátt fyrir að Blikastúlkur hafi barist vel þá var þeim refsað með tveimur mörkum í lokin þegar þær fóru að þreytast. Seinni leikurinn fer fram í Frakklandi eftir þrjár vikur og það er lítið í stöðunni fyrir Blikaliðið en að sækja sér í góða reynslu og spila fyrir stoltið. Raunhæfur möguleiki á sæti í 16 liða úrslitunum er hinsvegar úr sögunni. Breiðablik - Juvisy Essonne 0-3Mörkin: 0-1 Sandrine Soubeyrand, aukaspyrna (7.) 0-2 Gaëtane Thiney, langskot (72.) 0-3 Laëtitia Tonazzi (78.)Tölfræðin: Skot (á mark): 1-22 (1-12) Varin skot: Birna - Audrey Malet 0 Horn: 1-10 Aukaspyrnur fengnar: 5-15 Rangstæður: 5-2Breiðablik: Birna Kristjansdóttir Ásta Eir Árnadóttir (84., Ásta Einarsdóttir) Anna Birna Þorvardardóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir Hildur Sif Hauksdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Jóna Kristín Hauksdóttir (80., Þórdís Sigfúsdóttir) Berglind Björg Þorvaldsdottir Harpa Þorsteinsdóttir (89., Sigrún Inga Ólafsdóttir)
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn