Engin ein leið bjargar öllum 11. nóvember 2010 06:00 Fréttaskýring: Hvað kemur fram í skýrslu sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna? Engin ein leið sem hægt er að fara til að greiða úr skuldavanda vegna fasteignakaupa dugir til að bjarga öllum sem eru í greiðsluvanda. Þetta er niðurstaða sérfræðingahóps stjórnvalda sem mat mismunandi leiðir til að leysa úr skuldavanda heimilanna. Sérfræðingahópurinn telur í grófum dráttum tvær leiðir til að koma til móts við þá sem eru í vanda. Annars vegar sé hægt að lækka greiðslubyrði þeirra. Hins vegar megi afskrifa skuldir, sem hefði í för með sér lækkun á greiðslubyrði. Sérfræðingarnir fóru yfir alls ellefu leiðir sem nefndar hafa verið. Þar sem því var við komið var metið hversu mörgum hver leið myndi bjarga, og hver kostnaðurinn væri við hverja leið fyrir sig. Kostnaðurinn mun falla á ríkið, íbúðarlánasjóð, bankana og lífeyrissjóðina. Þrjár leiðir voru svo flóknar að nær útilokað var talið að meta áhrifin. Þar var um að ræða tengingu afborgana við tekjur, eignarnám og niðurfærslu skulda með gerðardómi og svokallaða tveggja þrepa nálgun. Sértæk skuldaaðlögun hagkvæm Eftir stóðu átta leiðir sem starfshópurinn gerði úttekt á. Áhrifin af þeim leiðum, og kostnaðinn við hverja og eina, má sjá á meðfylgjandi mynd. Sú leið sem virðist vænlegust þegar tekið er tillit til kostnaðar og þess fjölda sem hún getur hjálpað stendur raunar þegar til boða, en það er svokölluð sértæk skuldaaðlögun. Í henni felst að kröfuhafar færa niður fjárskuldbindingar fólks í greiðsluvanda að greiðslugetu þeirra. Kostnaður við þá leið er um 10 milljónir á hvert heimili sem kemst úr skuldavandanum. Næst hagkvæmasta leiðin virðist vera hækkun vaxtabóta, sem kostar tæpar 28 milljónir fyrir hvert heimili sem bjargast, eða um 1,3 milljónir króna á ári. Flöt lækkun skulda um 15,5 prósent kostar margfalt meira en sértæka skuldaaðlögunin, en skilar minni árangri hjá þeim 10.700 heimilum sem sannarlega eru í skuldavanda að mati sérfræðinganna. Kostnaður fyrir hvert heimili sem kemst úr vanda er um 123 milljónir króna. Lækkun vaxta nær til flestraHægt væri að ná til flestra þeirra sem eru í vanda með því að lækka vexti af húsnæðislánum í þrjú prósent. Kostnaðurinn við það er hins vegar gríðarlegur, 240 milljarðar króna. Fyrir hvert heimili sem bjargast úr skuldavanda væri kostnaðurinn um 92 milljónir yrði sú leið farin.Starfshópurinn mat ekki kostnaðinn af því að gera ekki neitt til að taka á skuldavandanum. Í skýrslunni kemur fram að verði ekkert gert megi annars vegar búast við því að fleiri nýti sér þau úrræði sem nú séu í boði, svo sem sértæka skuldaaðlögun. Hins vegar megi búast við að kostnaður verði til vegna gjaldþrota heimila sem ekki ráða við skuldir sínar.brjann@frettabladid.is Fréttir Innlent Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Fréttaskýring: Hvað kemur fram í skýrslu sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna? Engin ein leið sem hægt er að fara til að greiða úr skuldavanda vegna fasteignakaupa dugir til að bjarga öllum sem eru í greiðsluvanda. Þetta er niðurstaða sérfræðingahóps stjórnvalda sem mat mismunandi leiðir til að leysa úr skuldavanda heimilanna. Sérfræðingahópurinn telur í grófum dráttum tvær leiðir til að koma til móts við þá sem eru í vanda. Annars vegar sé hægt að lækka greiðslubyrði þeirra. Hins vegar megi afskrifa skuldir, sem hefði í för með sér lækkun á greiðslubyrði. Sérfræðingarnir fóru yfir alls ellefu leiðir sem nefndar hafa verið. Þar sem því var við komið var metið hversu mörgum hver leið myndi bjarga, og hver kostnaðurinn væri við hverja leið fyrir sig. Kostnaðurinn mun falla á ríkið, íbúðarlánasjóð, bankana og lífeyrissjóðina. Þrjár leiðir voru svo flóknar að nær útilokað var talið að meta áhrifin. Þar var um að ræða tengingu afborgana við tekjur, eignarnám og niðurfærslu skulda með gerðardómi og svokallaða tveggja þrepa nálgun. Sértæk skuldaaðlögun hagkvæm Eftir stóðu átta leiðir sem starfshópurinn gerði úttekt á. Áhrifin af þeim leiðum, og kostnaðinn við hverja og eina, má sjá á meðfylgjandi mynd. Sú leið sem virðist vænlegust þegar tekið er tillit til kostnaðar og þess fjölda sem hún getur hjálpað stendur raunar þegar til boða, en það er svokölluð sértæk skuldaaðlögun. Í henni felst að kröfuhafar færa niður fjárskuldbindingar fólks í greiðsluvanda að greiðslugetu þeirra. Kostnaður við þá leið er um 10 milljónir á hvert heimili sem kemst úr skuldavandanum. Næst hagkvæmasta leiðin virðist vera hækkun vaxtabóta, sem kostar tæpar 28 milljónir fyrir hvert heimili sem bjargast, eða um 1,3 milljónir króna á ári. Flöt lækkun skulda um 15,5 prósent kostar margfalt meira en sértæka skuldaaðlögunin, en skilar minni árangri hjá þeim 10.700 heimilum sem sannarlega eru í skuldavanda að mati sérfræðinganna. Kostnaður fyrir hvert heimili sem kemst úr vanda er um 123 milljónir króna. Lækkun vaxta nær til flestraHægt væri að ná til flestra þeirra sem eru í vanda með því að lækka vexti af húsnæðislánum í þrjú prósent. Kostnaðurinn við það er hins vegar gríðarlegur, 240 milljarðar króna. Fyrir hvert heimili sem bjargast úr skuldavanda væri kostnaðurinn um 92 milljónir yrði sú leið farin.Starfshópurinn mat ekki kostnaðinn af því að gera ekki neitt til að taka á skuldavandanum. Í skýrslunni kemur fram að verði ekkert gert megi annars vegar búast við því að fleiri nýti sér þau úrræði sem nú séu í boði, svo sem sértæka skuldaaðlögun. Hins vegar megi búast við að kostnaður verði til vegna gjaldþrota heimila sem ekki ráða við skuldir sínar.brjann@frettabladid.is
Fréttir Innlent Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira