Engin ein leið bjargar öllum 11. nóvember 2010 06:00 Fréttaskýring: Hvað kemur fram í skýrslu sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna? Engin ein leið sem hægt er að fara til að greiða úr skuldavanda vegna fasteignakaupa dugir til að bjarga öllum sem eru í greiðsluvanda. Þetta er niðurstaða sérfræðingahóps stjórnvalda sem mat mismunandi leiðir til að leysa úr skuldavanda heimilanna. Sérfræðingahópurinn telur í grófum dráttum tvær leiðir til að koma til móts við þá sem eru í vanda. Annars vegar sé hægt að lækka greiðslubyrði þeirra. Hins vegar megi afskrifa skuldir, sem hefði í för með sér lækkun á greiðslubyrði. Sérfræðingarnir fóru yfir alls ellefu leiðir sem nefndar hafa verið. Þar sem því var við komið var metið hversu mörgum hver leið myndi bjarga, og hver kostnaðurinn væri við hverja leið fyrir sig. Kostnaðurinn mun falla á ríkið, íbúðarlánasjóð, bankana og lífeyrissjóðina. Þrjár leiðir voru svo flóknar að nær útilokað var talið að meta áhrifin. Þar var um að ræða tengingu afborgana við tekjur, eignarnám og niðurfærslu skulda með gerðardómi og svokallaða tveggja þrepa nálgun. Sértæk skuldaaðlögun hagkvæm Eftir stóðu átta leiðir sem starfshópurinn gerði úttekt á. Áhrifin af þeim leiðum, og kostnaðinn við hverja og eina, má sjá á meðfylgjandi mynd. Sú leið sem virðist vænlegust þegar tekið er tillit til kostnaðar og þess fjölda sem hún getur hjálpað stendur raunar þegar til boða, en það er svokölluð sértæk skuldaaðlögun. Í henni felst að kröfuhafar færa niður fjárskuldbindingar fólks í greiðsluvanda að greiðslugetu þeirra. Kostnaður við þá leið er um 10 milljónir á hvert heimili sem kemst úr skuldavandanum. Næst hagkvæmasta leiðin virðist vera hækkun vaxtabóta, sem kostar tæpar 28 milljónir fyrir hvert heimili sem bjargast, eða um 1,3 milljónir króna á ári. Flöt lækkun skulda um 15,5 prósent kostar margfalt meira en sértæka skuldaaðlögunin, en skilar minni árangri hjá þeim 10.700 heimilum sem sannarlega eru í skuldavanda að mati sérfræðinganna. Kostnaður fyrir hvert heimili sem kemst úr vanda er um 123 milljónir króna. Lækkun vaxta nær til flestraHægt væri að ná til flestra þeirra sem eru í vanda með því að lækka vexti af húsnæðislánum í þrjú prósent. Kostnaðurinn við það er hins vegar gríðarlegur, 240 milljarðar króna. Fyrir hvert heimili sem bjargast úr skuldavanda væri kostnaðurinn um 92 milljónir yrði sú leið farin.Starfshópurinn mat ekki kostnaðinn af því að gera ekki neitt til að taka á skuldavandanum. Í skýrslunni kemur fram að verði ekkert gert megi annars vegar búast við því að fleiri nýti sér þau úrræði sem nú séu í boði, svo sem sértæka skuldaaðlögun. Hins vegar megi búast við að kostnaður verði til vegna gjaldþrota heimila sem ekki ráða við skuldir sínar.brjann@frettabladid.is Fréttir Innlent Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Fréttaskýring: Hvað kemur fram í skýrslu sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna? Engin ein leið sem hægt er að fara til að greiða úr skuldavanda vegna fasteignakaupa dugir til að bjarga öllum sem eru í greiðsluvanda. Þetta er niðurstaða sérfræðingahóps stjórnvalda sem mat mismunandi leiðir til að leysa úr skuldavanda heimilanna. Sérfræðingahópurinn telur í grófum dráttum tvær leiðir til að koma til móts við þá sem eru í vanda. Annars vegar sé hægt að lækka greiðslubyrði þeirra. Hins vegar megi afskrifa skuldir, sem hefði í för með sér lækkun á greiðslubyrði. Sérfræðingarnir fóru yfir alls ellefu leiðir sem nefndar hafa verið. Þar sem því var við komið var metið hversu mörgum hver leið myndi bjarga, og hver kostnaðurinn væri við hverja leið fyrir sig. Kostnaðurinn mun falla á ríkið, íbúðarlánasjóð, bankana og lífeyrissjóðina. Þrjár leiðir voru svo flóknar að nær útilokað var talið að meta áhrifin. Þar var um að ræða tengingu afborgana við tekjur, eignarnám og niðurfærslu skulda með gerðardómi og svokallaða tveggja þrepa nálgun. Sértæk skuldaaðlögun hagkvæm Eftir stóðu átta leiðir sem starfshópurinn gerði úttekt á. Áhrifin af þeim leiðum, og kostnaðinn við hverja og eina, má sjá á meðfylgjandi mynd. Sú leið sem virðist vænlegust þegar tekið er tillit til kostnaðar og þess fjölda sem hún getur hjálpað stendur raunar þegar til boða, en það er svokölluð sértæk skuldaaðlögun. Í henni felst að kröfuhafar færa niður fjárskuldbindingar fólks í greiðsluvanda að greiðslugetu þeirra. Kostnaður við þá leið er um 10 milljónir á hvert heimili sem kemst úr skuldavandanum. Næst hagkvæmasta leiðin virðist vera hækkun vaxtabóta, sem kostar tæpar 28 milljónir fyrir hvert heimili sem bjargast, eða um 1,3 milljónir króna á ári. Flöt lækkun skulda um 15,5 prósent kostar margfalt meira en sértæka skuldaaðlögunin, en skilar minni árangri hjá þeim 10.700 heimilum sem sannarlega eru í skuldavanda að mati sérfræðinganna. Kostnaður fyrir hvert heimili sem kemst úr vanda er um 123 milljónir króna. Lækkun vaxta nær til flestraHægt væri að ná til flestra þeirra sem eru í vanda með því að lækka vexti af húsnæðislánum í þrjú prósent. Kostnaðurinn við það er hins vegar gríðarlegur, 240 milljarðar króna. Fyrir hvert heimili sem bjargast úr skuldavanda væri kostnaðurinn um 92 milljónir yrði sú leið farin.Starfshópurinn mat ekki kostnaðinn af því að gera ekki neitt til að taka á skuldavandanum. Í skýrslunni kemur fram að verði ekkert gert megi annars vegar búast við því að fleiri nýti sér þau úrræði sem nú séu í boði, svo sem sértæka skuldaaðlögun. Hins vegar megi búast við að kostnaður verði til vegna gjaldþrota heimila sem ekki ráða við skuldir sínar.brjann@frettabladid.is
Fréttir Innlent Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira