Merkingarlaust kjaftæði? Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar 24. nóvember 2010 14:05 Umræðan um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum tekur á sig ýmsar myndir, nú í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings. Nýafstaðinn þjóðfundur sendi frá sér skýr skilaboð varðandi þetta efni: „Náttúra og auðlindir landsins eru óframseljanleg þjóðareign sem ber að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almennings sé tryggt. Setja þarf skýr lög um eigna- og nýtingarétt þjóðarinnar á auðlindum, náttúru og lífríki. Náttúru Íslands og auðlindir ber að vernda fyrir komandi kynslóðir." Niðurstöður könnunar Miðlunar meðal landsmanna sem greint var frá í fréttum RÚV 17. nóvember sl. styðja þessi skilaboð þjóðfundarins, en svarendur í könnuninni töldu eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda vera mikilvægasta umfjöllunarefni stjórnlagaþings. Þó eru sannarlega einhverjir á öðru máli. Sem dæmi, þá varð á vegi mínum færsla ónafngreinds bloggara á dögunum sem telur það vera „merkingarlaust kjaftæði" að tala um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum. Það sé „innihaldslaus klisja sem á ekkert erindi í stjórnarskrána". Sjálf deili ég þeirri skoðun sem fram kemur í skilaboðum þjóðfundar og hjá meirihluta svarenda í könnun Miðlunar. En af hverju? Um hvað snýst þessi spurning um eignarhald náttúruauðlinda? Hvað viljum við tryggja og hvernig getum við gert það?Hvað viljum við tryggja? Við viljum að náttúruauðlindir séu skilgreindar sem okkar sameiginlegu gæði sem við berum sameiginlega ábyrgð á. Við viljum tryggja sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Við viljum tryggja möguleika landsmanna til að njóta almennra náttúrugæða landsins. Við viljum tryggja að ekki verði spillt eða gengið um of á þann náttúruauð sem landsmenn líta á sem sameiginleg verðmæti sem þeir hafi sameiginlega hagsmuni af. Við viljum tryggja hagkvæma nýtingu auðlinda og sanngjarna hlutdeild landsmanna í afrakstri af nýtingu þeirra náttúruauðlinda sem við lítum á sem okkar sameiginlegu gæði. Við viljum tryggja að landsmenn eigi þess kost að njóta auðlindanna og nýta þær til framtíðar, hvort sem það eru fiskimið, jarðhitasvæði, vatnsföll, neysluvatn eða jarðnæði til matvælaframleiðslu.Hvernig getum við tryggt það? Sameign þjóðarinnar Við getum sett ákvæði í stjórnarskrá um sameign þjóðarinnar á þeim náttúruauðlindum sem við skilgreinum sem sameiginleg gæði. Með því er hægt að staðfesta táknrænt forræði þjóðarinnar á þeim náttúruauði sem við landsmenn höfum sameiginlega hagsmuni af. Slík skilgreining ein og sér þarf ekki að hrófla við eignarréttarlegum heimildum. Styrkur slíkra ákvæða gæti legið í að með því séu settar takmarkanir á það hvernig þeir sem fara með eignarréttarlegt forræði auðlindanna geti hagnýtt þær og ráðstafað, þ.e. að hagnýting þeirra og framsal sé þá bundið þeim takmörkunum sem leiða af skilgreiningu auðlindanna sem sameiginlegra gæða. Sjálfbær nýting Við getum sett ákvæði í stjórnarskrá um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Slík ákvæði marka meginreglu um að náttúruauðlindir skuli nýttar á sjálfbæran hátt, þ.e. að ekki sé gengið svo á þær að þær nái ekki að viðhalda gæðum sínum og framleiðslugetu. Stjórnarskrárbundin krafa um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda, ásamt skilgreiningu þeirra sem sameignar þjóðarinnar, ættu að setja handhöfum eignarréttarlegra heimilda afdráttarlaus takmörk. Opinbert eignarhald, innlent eignarhald Við getum sett reglur um að tilteknar náttúruauðlindir skuli vera í opinberri eigu eða að einkaeign á slíkum auðlindum skuli háð tilteknum takmörkunum. Það getur varðað almennar skorður við því hvernig þær má nýta og framselja; tiltekin skilyrði sem geta verið forsenda eignarnáms og skorður við erlendu eignarhaldi. Slík ákvæði má setja í stjórnarskrá. Einnig má sjá fyrir sér að mælt sé fyrir um það í stjórnarskrá að sett skuli lög um slík efni. Taka má dæmi úr stjórnarskrám og löggjöf annarra Evrópuríkja um slík ákvæði: Samkvæmt norskum lögum skulu vatnsaflsauðlindir landsins tilheyra og nýtast almenningi sem best. Þetta skal tryggt með því að eignarhald þeirra liggi hjá opinberum aðilum (ríki, fylkjum eða sveitarfélögum). Einkaaðilar mega að hámarki eiga þriðjungshlut í orkufyrirtækjum og nýtingarrétti. Samkvæmt þýsku stjórnarskránni fylgir sú skylda eignarréttinum, að nýting hans þarf einnig að þjóna almannahagsmunum.Innihaldslaus klisja? Er það þá „merkingarlaust kjaftæði" og „innihaldslaus klisja" að tala um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum í stjórnarskránni. Ónei, það er bara allsendis sjálfsagt og nauðsynlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum tekur á sig ýmsar myndir, nú í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings. Nýafstaðinn þjóðfundur sendi frá sér skýr skilaboð varðandi þetta efni: „Náttúra og auðlindir landsins eru óframseljanleg þjóðareign sem ber að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almennings sé tryggt. Setja þarf skýr lög um eigna- og nýtingarétt þjóðarinnar á auðlindum, náttúru og lífríki. Náttúru Íslands og auðlindir ber að vernda fyrir komandi kynslóðir." Niðurstöður könnunar Miðlunar meðal landsmanna sem greint var frá í fréttum RÚV 17. nóvember sl. styðja þessi skilaboð þjóðfundarins, en svarendur í könnuninni töldu eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda vera mikilvægasta umfjöllunarefni stjórnlagaþings. Þó eru sannarlega einhverjir á öðru máli. Sem dæmi, þá varð á vegi mínum færsla ónafngreinds bloggara á dögunum sem telur það vera „merkingarlaust kjaftæði" að tala um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum. Það sé „innihaldslaus klisja sem á ekkert erindi í stjórnarskrána". Sjálf deili ég þeirri skoðun sem fram kemur í skilaboðum þjóðfundar og hjá meirihluta svarenda í könnun Miðlunar. En af hverju? Um hvað snýst þessi spurning um eignarhald náttúruauðlinda? Hvað viljum við tryggja og hvernig getum við gert það?Hvað viljum við tryggja? Við viljum að náttúruauðlindir séu skilgreindar sem okkar sameiginlegu gæði sem við berum sameiginlega ábyrgð á. Við viljum tryggja sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Við viljum tryggja möguleika landsmanna til að njóta almennra náttúrugæða landsins. Við viljum tryggja að ekki verði spillt eða gengið um of á þann náttúruauð sem landsmenn líta á sem sameiginleg verðmæti sem þeir hafi sameiginlega hagsmuni af. Við viljum tryggja hagkvæma nýtingu auðlinda og sanngjarna hlutdeild landsmanna í afrakstri af nýtingu þeirra náttúruauðlinda sem við lítum á sem okkar sameiginlegu gæði. Við viljum tryggja að landsmenn eigi þess kost að njóta auðlindanna og nýta þær til framtíðar, hvort sem það eru fiskimið, jarðhitasvæði, vatnsföll, neysluvatn eða jarðnæði til matvælaframleiðslu.Hvernig getum við tryggt það? Sameign þjóðarinnar Við getum sett ákvæði í stjórnarskrá um sameign þjóðarinnar á þeim náttúruauðlindum sem við skilgreinum sem sameiginleg gæði. Með því er hægt að staðfesta táknrænt forræði þjóðarinnar á þeim náttúruauði sem við landsmenn höfum sameiginlega hagsmuni af. Slík skilgreining ein og sér þarf ekki að hrófla við eignarréttarlegum heimildum. Styrkur slíkra ákvæða gæti legið í að með því séu settar takmarkanir á það hvernig þeir sem fara með eignarréttarlegt forræði auðlindanna geti hagnýtt þær og ráðstafað, þ.e. að hagnýting þeirra og framsal sé þá bundið þeim takmörkunum sem leiða af skilgreiningu auðlindanna sem sameiginlegra gæða. Sjálfbær nýting Við getum sett ákvæði í stjórnarskrá um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Slík ákvæði marka meginreglu um að náttúruauðlindir skuli nýttar á sjálfbæran hátt, þ.e. að ekki sé gengið svo á þær að þær nái ekki að viðhalda gæðum sínum og framleiðslugetu. Stjórnarskrárbundin krafa um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda, ásamt skilgreiningu þeirra sem sameignar þjóðarinnar, ættu að setja handhöfum eignarréttarlegra heimilda afdráttarlaus takmörk. Opinbert eignarhald, innlent eignarhald Við getum sett reglur um að tilteknar náttúruauðlindir skuli vera í opinberri eigu eða að einkaeign á slíkum auðlindum skuli háð tilteknum takmörkunum. Það getur varðað almennar skorður við því hvernig þær má nýta og framselja; tiltekin skilyrði sem geta verið forsenda eignarnáms og skorður við erlendu eignarhaldi. Slík ákvæði má setja í stjórnarskrá. Einnig má sjá fyrir sér að mælt sé fyrir um það í stjórnarskrá að sett skuli lög um slík efni. Taka má dæmi úr stjórnarskrám og löggjöf annarra Evrópuríkja um slík ákvæði: Samkvæmt norskum lögum skulu vatnsaflsauðlindir landsins tilheyra og nýtast almenningi sem best. Þetta skal tryggt með því að eignarhald þeirra liggi hjá opinberum aðilum (ríki, fylkjum eða sveitarfélögum). Einkaaðilar mega að hámarki eiga þriðjungshlut í orkufyrirtækjum og nýtingarrétti. Samkvæmt þýsku stjórnarskránni fylgir sú skylda eignarréttinum, að nýting hans þarf einnig að þjóna almannahagsmunum.Innihaldslaus klisja? Er það þá „merkingarlaust kjaftæði" og „innihaldslaus klisja" að tala um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum í stjórnarskránni. Ónei, það er bara allsendis sjálfsagt og nauðsynlegt.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun