Kona lést á Langjökli Magnús Már Guðmundsson skrifar 31. janúar 2010 09:25 Um eitt hundrað björgunarmenn komu að aðgerðum á jöklinum. 45 ára gömul kona sem féll ásamt syni sínum ofan í allt að 30 metra djúpa sprungu á Langjökli í gær var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. Sjö ára gömlum syni hennar er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans, og er líðan hans eftir atvikum, að sögn vakthafandi læknis. Aðstæður til björgunar voru ákaflega erfiðar, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi, sprungan var þröng og björgunarsveitarmenn þurftu að fara niður í hana, einn af öðrum, með höfuðið á undan sér til að freista þess að bjarga mæðginunum upp úr sprungunni. Konan var úrskurðuð látin þegar björgunarsveitarmenn höfðu náð að koma henni upp úr sprungunni. Björgunarstarfið tók fleiri klukkustundir, en þau munu hafa fallið ofan í sprungunni undir eittleytið í gærdag en töluvert var liðið á daginn þegar þau náðust upp. Slysið varð í vestanverðum Langjökli, norðaustan við Geitlandsjökul. Fólkið var í jeppaleiðangri og eftir því sem næst verður komist voru mæðginin á göngu skammt frá jeppunum þegar þau féllu í sprunguna. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, og björgunarsveitir af Vesturlandi og höfuðborgarsvæðinu héldu þegar upp á jökulinn og voru þar um eitt hundrað björgunarmenn að störfum. Andlát Björgunarsveitir Tengdar fréttir Langjökull krosssprunginn á slysstaðnum Sjö ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær. Móðir hans var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. 31. janúar 2010 12:11 Þyrlan lent á Langjökli - verið að hífa einn upp Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Langjökli rétt fyrir klukkan tvö en kona og barna féllu í sprungu á vestanverðum jöklinum fyrr í dag. Skömmu fyrir þrjú var verið að hífa annað þeirra upp. Engar fregnir hafa borist af líðan fólksins. 30. janúar 2010 14:22 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fannst heill á húfi Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira
45 ára gömul kona sem féll ásamt syni sínum ofan í allt að 30 metra djúpa sprungu á Langjökli í gær var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. Sjö ára gömlum syni hennar er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans, og er líðan hans eftir atvikum, að sögn vakthafandi læknis. Aðstæður til björgunar voru ákaflega erfiðar, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi, sprungan var þröng og björgunarsveitarmenn þurftu að fara niður í hana, einn af öðrum, með höfuðið á undan sér til að freista þess að bjarga mæðginunum upp úr sprungunni. Konan var úrskurðuð látin þegar björgunarsveitarmenn höfðu náð að koma henni upp úr sprungunni. Björgunarstarfið tók fleiri klukkustundir, en þau munu hafa fallið ofan í sprungunni undir eittleytið í gærdag en töluvert var liðið á daginn þegar þau náðust upp. Slysið varð í vestanverðum Langjökli, norðaustan við Geitlandsjökul. Fólkið var í jeppaleiðangri og eftir því sem næst verður komist voru mæðginin á göngu skammt frá jeppunum þegar þau féllu í sprunguna. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, og björgunarsveitir af Vesturlandi og höfuðborgarsvæðinu héldu þegar upp á jökulinn og voru þar um eitt hundrað björgunarmenn að störfum.
Andlát Björgunarsveitir Tengdar fréttir Langjökull krosssprunginn á slysstaðnum Sjö ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær. Móðir hans var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. 31. janúar 2010 12:11 Þyrlan lent á Langjökli - verið að hífa einn upp Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Langjökli rétt fyrir klukkan tvö en kona og barna féllu í sprungu á vestanverðum jöklinum fyrr í dag. Skömmu fyrir þrjú var verið að hífa annað þeirra upp. Engar fregnir hafa borist af líðan fólksins. 30. janúar 2010 14:22 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fannst heill á húfi Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira
Langjökull krosssprunginn á slysstaðnum Sjö ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær. Móðir hans var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. 31. janúar 2010 12:11
Þyrlan lent á Langjökli - verið að hífa einn upp Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Langjökli rétt fyrir klukkan tvö en kona og barna féllu í sprungu á vestanverðum jöklinum fyrr í dag. Skömmu fyrir þrjú var verið að hífa annað þeirra upp. Engar fregnir hafa borist af líðan fólksins. 30. janúar 2010 14:22