Versnandi starfsumhverfi 2. október 2010 06:00 Í launakönnun SFR sem kynnt var í nýlega kemur í ljós að launabil á milli starfsmanna í almannaþjónustu og starfsmanna á almenna markaðnum er að aukast. Almenni markaðurinn virðist samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vera að byrja að rétta úr kútnum meðan enn þrengir að starfsmönnum í almannaþjónustu. Í takt við þessar niðurstöður kemur ekki á óvart að vaxandi ónægju gætir meðal starfsmanna almannaþjónustunnar með laun sín, auk þess sem þeir upplifa minnkandi starfsöryggi og aukið álag. Í sömu könnun kemur einnig fram að það dregur úr starfsöryggi félagsmanna SFR annað árið í röð, en tæp 30% SFR-félaga telja starfsöryggi minna nú en það var fyrir ári. Þetta er í takt við það sem starfsfólk á skrifstofum stéttarfélaganna sér meðal félagsmanna, en fyrirspurnir um réttindi starfsfólks vegna uppsagna og lækkunar launa hafa enn aukist síðustu mánuði. Helst er það starfsfólk í rannsóknar- og eftirlitsstofnunum sem telur starfsöryggi sitt minna nú en áður, en þar telja 40% það hafa versnað á milli ára. Starfsmenn upplifa vaxandi álag í starfi en meirihluti svarenda, eða 56%, telur að álag hafi aukist nokkuð eða mikið á síðustu mánuðum. Yngri starfsmenn finna meira fyrir auknu álagi en þeir sem eldri eru. Einkum er það starfsfólk í löggæslu, dómstólum og fangelsum sem telur að álag hafi aukist. Í könnuninni var spurt að því hvort fólk teldi auðvelt eða erfitt að fá aðra vinnu þar sem það fengi svipuð kjör og það hefur í dag. Í ljós kemur að tveir af hverjum þremur félagsmönnum SFR töldu það erfitt, þar af voru tæp 27% svarenda sem töldu það mjög erfitt. Eldra fólk telur tækifæri sín á vinnumarkaði almennt lakari en yngra fólks, en á hinn bóginn vaxa tækifæri með aukinni menntun. Í ljósi þessara niðurstaðna er ljóst að versnandi starfsöryggi er líklegt til að hafa mjög neikvæð áhrif á starfsfólk í almannaþjónustu. Vaxandi óánægja með launÞetta er í takt við þá niðurstöðu að vaxandi óánægja er meðal starfsmanna með launakjör. Munur á raunverulegum launum starfsmanna og því sem þeir telja vera „sanngjörn laun" eykst nú aftur, en heldur dró úr þeim mun í síðustu könnun. Til að meta sanngjörn laun voru félagsmenn beðnir að nefna þau heildarlaun sem þeim þættu sanngjörn fyrir vinnu sína. Samkvæmt könnuninni nú þyrftu laun að hækka um tæp 29% til að vera sanngjörn að mati svarenda, en hefðu þurft að hækka um 25% í síðustu könnun. Laun þess hóps sem hefur lægri laun en 250 þúsund þyrftu að hækka mest, eða um 39%. Laun þeirra sem hafa 450 þúsund eða meira þyrftu að hækka minnst, eða um 15%, til að verða sanngjörn að mati svarenda. Ljóst er að væntingar launafólks til leiðréttingar launa eru miklar. Margir hafa tekið á sig skerðingu vegna efnahagshrunsins, yfirvinna og aukagreiðslur í almannaþjónustunni hafa verið mikið skertar og laun lækkað að sama skapi. Konur óánægðari með laun sín en karlarÞrátt fyrir að konur hafi að jafnaði lægri laun en karlar gera þær ekki kröfur til jafnhárra launa og þeir.Hlutfallslega eru kröfur þeirra um hærri laun þau sömu og karla, eða um 30%, en sú krafa viðheldur í raun þeim kynbundna launamun sem þegar er til staðar.Í takt við aukinn mun á raunverulegum launum og sanngjörnum launum eykst óánægja með laun, bæði á meðal karla og kvenna. Skýr tengsl eru á milli ánægju með laun og þeirra launa sem fólk fær. Þannig voru þeir sem voru með lægri laun en 250 þúsund óánægðastir, en þeir sem voru með 450 þúsund eða hærri laun ánægðastir. Ánægjan er þó hvergi mikil í neinum tekjuhópi. Konur eru óánægðari en karlar með laun sín, en 52% kvenna eru óánægð með laun sín nú á móti 46% karla. Það er svipuð staða og fyrir ári, nema að nú er sú breyting á að konur hafa hækkað kröfuna um sanngjörn laun á milli ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Í launakönnun SFR sem kynnt var í nýlega kemur í ljós að launabil á milli starfsmanna í almannaþjónustu og starfsmanna á almenna markaðnum er að aukast. Almenni markaðurinn virðist samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vera að byrja að rétta úr kútnum meðan enn þrengir að starfsmönnum í almannaþjónustu. Í takt við þessar niðurstöður kemur ekki á óvart að vaxandi ónægju gætir meðal starfsmanna almannaþjónustunnar með laun sín, auk þess sem þeir upplifa minnkandi starfsöryggi og aukið álag. Í sömu könnun kemur einnig fram að það dregur úr starfsöryggi félagsmanna SFR annað árið í röð, en tæp 30% SFR-félaga telja starfsöryggi minna nú en það var fyrir ári. Þetta er í takt við það sem starfsfólk á skrifstofum stéttarfélaganna sér meðal félagsmanna, en fyrirspurnir um réttindi starfsfólks vegna uppsagna og lækkunar launa hafa enn aukist síðustu mánuði. Helst er það starfsfólk í rannsóknar- og eftirlitsstofnunum sem telur starfsöryggi sitt minna nú en áður, en þar telja 40% það hafa versnað á milli ára. Starfsmenn upplifa vaxandi álag í starfi en meirihluti svarenda, eða 56%, telur að álag hafi aukist nokkuð eða mikið á síðustu mánuðum. Yngri starfsmenn finna meira fyrir auknu álagi en þeir sem eldri eru. Einkum er það starfsfólk í löggæslu, dómstólum og fangelsum sem telur að álag hafi aukist. Í könnuninni var spurt að því hvort fólk teldi auðvelt eða erfitt að fá aðra vinnu þar sem það fengi svipuð kjör og það hefur í dag. Í ljós kemur að tveir af hverjum þremur félagsmönnum SFR töldu það erfitt, þar af voru tæp 27% svarenda sem töldu það mjög erfitt. Eldra fólk telur tækifæri sín á vinnumarkaði almennt lakari en yngra fólks, en á hinn bóginn vaxa tækifæri með aukinni menntun. Í ljósi þessara niðurstaðna er ljóst að versnandi starfsöryggi er líklegt til að hafa mjög neikvæð áhrif á starfsfólk í almannaþjónustu. Vaxandi óánægja með launÞetta er í takt við þá niðurstöðu að vaxandi óánægja er meðal starfsmanna með launakjör. Munur á raunverulegum launum starfsmanna og því sem þeir telja vera „sanngjörn laun" eykst nú aftur, en heldur dró úr þeim mun í síðustu könnun. Til að meta sanngjörn laun voru félagsmenn beðnir að nefna þau heildarlaun sem þeim þættu sanngjörn fyrir vinnu sína. Samkvæmt könnuninni nú þyrftu laun að hækka um tæp 29% til að vera sanngjörn að mati svarenda, en hefðu þurft að hækka um 25% í síðustu könnun. Laun þess hóps sem hefur lægri laun en 250 þúsund þyrftu að hækka mest, eða um 39%. Laun þeirra sem hafa 450 þúsund eða meira þyrftu að hækka minnst, eða um 15%, til að verða sanngjörn að mati svarenda. Ljóst er að væntingar launafólks til leiðréttingar launa eru miklar. Margir hafa tekið á sig skerðingu vegna efnahagshrunsins, yfirvinna og aukagreiðslur í almannaþjónustunni hafa verið mikið skertar og laun lækkað að sama skapi. Konur óánægðari með laun sín en karlarÞrátt fyrir að konur hafi að jafnaði lægri laun en karlar gera þær ekki kröfur til jafnhárra launa og þeir.Hlutfallslega eru kröfur þeirra um hærri laun þau sömu og karla, eða um 30%, en sú krafa viðheldur í raun þeim kynbundna launamun sem þegar er til staðar.Í takt við aukinn mun á raunverulegum launum og sanngjörnum launum eykst óánægja með laun, bæði á meðal karla og kvenna. Skýr tengsl eru á milli ánægju með laun og þeirra launa sem fólk fær. Þannig voru þeir sem voru með lægri laun en 250 þúsund óánægðastir, en þeir sem voru með 450 þúsund eða hærri laun ánægðastir. Ánægjan er þó hvergi mikil í neinum tekjuhópi. Konur eru óánægðari en karlar með laun sín, en 52% kvenna eru óánægð með laun sín nú á móti 46% karla. Það er svipuð staða og fyrir ári, nema að nú er sú breyting á að konur hafa hækkað kröfuna um sanngjörn laun á milli ára.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun