Aðildarviðræður tengdar Icesave 19. júní 2010 06:00 Leiðtogar Evrópusambandsins á fundi sínum 17. júní Á myndinni sjást meðal annars Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar. nordicphotos/AFP Sitt sýnist hverjum um það hvort leiðtogaráð Evrópusambandsins hafi í yfirlýsingu sinni á fimmtudag, þar sem samþykkt var að hefja aðildarviðræður við Ísland, gert kröfu til Íslendinga um að leysa Icesave-málið áður en af aðild geti orðið. Í yfirlýsingunni segir orðrétt að viðræðurnar beinist meðal annars að því að Ísland „taki á núverandi skuldbindingum, eins og þeim sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur bent á samkvæmt EES-samningnum.“ Þarna getur varla verið átt við annað – í það minnsta meðal annarra atriða sem tengjast eftirlitsstofnuninni ESA – en forúrskurð hennar frá 26. maí síðastliðnum, þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að Íslandi beri að greiða lágmarkstryggingu innstæðna á Icesave-reikningunum. Fréttavefurinn EUobserver.com, sem sérhæfir sig í fréttum af Evrópusambandinu, segist hafa heimildir fyrir því að Hollendingar hafi átt stóran þátt í að semja texta yfirlýsingarinnar, að því leyti er hún snertir Ísland. Bæði Bretar og Hollendingar hafi auk þess gert kröfu um að í yfirlýsingunni sé minnst á deilu þeirra við Ísland. „Við ætlum ekki að koma í veg fyrir viðræðurnar, en það eru gerðar strangar kröfur til Íslands,“ sagði Jan-Peter Balkanende, forsætisráðherra Hollands, við aðra leiðtoga Evrópusambandsins, að því er EUobserver hefur eftir ónefndum evrópskum stjórnarerindreka. Íslendingar hafa ekki viljað líta svo á að þessi tvö mál, aðildarviðræður við ESB og Icesave-deilan, séu tengd á neinn hátt. „Þessu hefur ekki verið blandað saman á nokkurn hátt af okkar hálfu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. Hann segir samskipti um Ice-save-deiluna hafa haldið áfram þrátt fyrir biðstöðu um hríð, og þær viðræður verði að hafa sinn gang alveg óháð Evrópusambandinu. Fyrrgreindur stjórnarerindreki, sem EUobserver vitnar til, segir hins vegar ljóst að gangur viðræðnanna muni ráðast af því að hve miklu leyti Íslendingar standa við „alþjóðlegar skuldbindingar sínar“ eins og hann orðar það. „Þeir verða að leysa þetta áður en af aðild verður.“ Í Fréttablaðinu í gær er haft eftir Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra að aldrei hafi leikið neinn vafi á því, af okkar hálfu, að Íslendingar ætli að standa við skuldbindingar sínar. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Sitt sýnist hverjum um það hvort leiðtogaráð Evrópusambandsins hafi í yfirlýsingu sinni á fimmtudag, þar sem samþykkt var að hefja aðildarviðræður við Ísland, gert kröfu til Íslendinga um að leysa Icesave-málið áður en af aðild geti orðið. Í yfirlýsingunni segir orðrétt að viðræðurnar beinist meðal annars að því að Ísland „taki á núverandi skuldbindingum, eins og þeim sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur bent á samkvæmt EES-samningnum.“ Þarna getur varla verið átt við annað – í það minnsta meðal annarra atriða sem tengjast eftirlitsstofnuninni ESA – en forúrskurð hennar frá 26. maí síðastliðnum, þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að Íslandi beri að greiða lágmarkstryggingu innstæðna á Icesave-reikningunum. Fréttavefurinn EUobserver.com, sem sérhæfir sig í fréttum af Evrópusambandinu, segist hafa heimildir fyrir því að Hollendingar hafi átt stóran þátt í að semja texta yfirlýsingarinnar, að því leyti er hún snertir Ísland. Bæði Bretar og Hollendingar hafi auk þess gert kröfu um að í yfirlýsingunni sé minnst á deilu þeirra við Ísland. „Við ætlum ekki að koma í veg fyrir viðræðurnar, en það eru gerðar strangar kröfur til Íslands,“ sagði Jan-Peter Balkanende, forsætisráðherra Hollands, við aðra leiðtoga Evrópusambandsins, að því er EUobserver hefur eftir ónefndum evrópskum stjórnarerindreka. Íslendingar hafa ekki viljað líta svo á að þessi tvö mál, aðildarviðræður við ESB og Icesave-deilan, séu tengd á neinn hátt. „Þessu hefur ekki verið blandað saman á nokkurn hátt af okkar hálfu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. Hann segir samskipti um Ice-save-deiluna hafa haldið áfram þrátt fyrir biðstöðu um hríð, og þær viðræður verði að hafa sinn gang alveg óháð Evrópusambandinu. Fyrrgreindur stjórnarerindreki, sem EUobserver vitnar til, segir hins vegar ljóst að gangur viðræðnanna muni ráðast af því að hve miklu leyti Íslendingar standa við „alþjóðlegar skuldbindingar sínar“ eins og hann orðar það. „Þeir verða að leysa þetta áður en af aðild verður.“ Í Fréttablaðinu í gær er haft eftir Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra að aldrei hafi leikið neinn vafi á því, af okkar hálfu, að Íslendingar ætli að standa við skuldbindingar sínar. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira