Íslenski boltinn

Frítt inn á Meistaradeildarleik Valskvenna í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valskonur fagna einu af mörkum sínu í sumar.
Valskonur fagna einu af mörkum sínu í sumar.
Íslands- og bikarmeistarar Vals í knattspyrnu kvenna mæta Rayo Vallecano í dag á Vodafone-vellinum í seinni leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna.

Rayo Vallecano vann fyrri leikinn 3-0 og er því í mjög góðri stöðu fyrir leikinn í dag sem gæti orðið síðasti leikur Freys Alexanderssonar sem þjálfari Valsliðsinse sem hann hefur gert að tvöföldum undanfarin tvö sumur. Freyr ætlar að hætta með liðið eftir tímabilið.

Valsmenn ætla að bjóða ókeypis aðgang að leiknum sem hefst klukkan 15.30. Valskonur þurfa á góðum stuðningi að halda en nái þær að vinna upp þriggja marka forskot spænska liðsins þá mæta þær liði Arsenal í 16 liða úrslitunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×