Sannleikurinn um sáttmálann Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 1. apríl 2010 06:00 Jóhanna Sigurðardóttir skrifar um atvinnumál Á fundi um framgang stöðugleikasáttmálans, sem haldinn var sl. þriðjudag, voru fulltrúar allra aðila að samningnum mættir, nema frá Samtökum atvinnulífsins. Þar var skarð fyrir skildi, því fulltrúar SA eru allajafna bæði viðræðu- og tillögugóðir. Viðstaddir skoruðu á SA að koma aftur að borðinu og halda áfram mikilvægu samstarfi á vettvangi stöðugleikasáttmálans. Sáttmálinn var gerður sl. sumar með það að markmiði að stuðla að endurreisn efnahagslífsins. Hann er í 14 liðum sem ýmist snúa að beinum aðgerðum eða fela í sér viljayfirlýsingu um ráðstafanir, sem eru á valdi annarra en stjórnvalda. Þegar farið er yfir þættina, svo sem kjarasamninga, ríkisfjármál, aðgerðir í þágu lántakenda og skuldsettra heimila, endurreisn bankanna, málefni sveitarfélaga, lífeyrissjóða og stéttarfélaga, hljóta allir að viðurkenna að staðið hefur verið við sáttmálann í meginatriðum. Það sem út af stendur er annaðhvort ekki á valdi stjórnvalda eða afleiðingar af töfum sem orðið hafa á því að ljúka Icesave-málinu og á endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Þar má nefna m.a. aðgang að erlendu lánsfé, lækkun stýrivaxta umfram þá helmingslækkun sem orðin er og afléttingu gjaldeyrishafta. Auðvitað er hægt að gráta hið liðna eða leggjast í ásakanir um það hverjum tafir og hindranir í vegi framkvæmda og athafna eru að kenna. Það skilar okkur hins vegar ekkert áleiðis. Við erum í afar þröngri stöðu meðan Ísland er í fjárhagslegri einangrun frá alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Úr henni verðum við að spila eins og hægt er innan marka raunsæis og getu þjóðarbúsins. Það sæmir ekki að leggjast í hugarvíl þegar vorar og lóan er komin. Meira skorið en skattaðÍ sérstakri auglýsingu frá SA er því haldið fram að skattar á heimili og fyrirtæki hafi aukist umfram það sem gengið var út frá við gerð stöðugleikasáttmálans, og skattaleg umgjörð fyrirtækja sé óhagstæðari en áður. Ekki var um það deilt að mikilvægasta verkefni stjórnvalda væri að ná tökum á ríkisfjármálum til þess að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar eftir bankafall og gjaldeyrishrun. Sátt var um að í þeim átökum yrði hlutfall aukinna skatta 45% en niðurskurður á útgjöldum ríkisins 55%. Samkvæmt tölum úr fjárlögum 2010 og fjáraukalögum 2009 bættu aðgerðir í ríkisfjármálum frumafkomu ríkissjóðs um 4,7% af VLF. Þar af koma 1,8% af hækkun skatta og 2,9% af lækkun ríkisútgjalda og skiptist því á tekjuhlið og gjaldahlið í hlutföllunum tæplega 40% tekjumegin á móti rúmlega 60% útgjaldamegin. Af þessum tölum má ráða að fullyrðing SA fær með engu móti staðist. Því má bæta við að ríkulegt samráð var haft við aðila sáttmálans um útfærslu nýrra skatta, ekki síst SA og ASÍ. Vegna þess voru skattar færðir af stóriðju og útgerðarfyrirtækjum yfir á almennt atvinnulíf í formi hækkaðs tryggingargjalds. Ég hef áður lýst áhyggjum vegna íþyngjandi áhrifa tryggingargjalds á lítil fyrirtæki og tel að eitt brýnasta verkefnið sé að létta þær álögur þegar úr tekur að rætast fyrir ríkissjóði. Íslensk fyrirtæki bera ekki hærri skatta en almennt gerist í þeim löndum sem næst okkur eru. Og nýleg lög um hvata til fjárfestinga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum og frumvarp um rammalög vegna fjárfestinga á Íslandi eru dæmi um aðgerðir til þess að hvetja til fjárfestinga. Aðgerðir í atvinnumálumÞannig væri hægt að fara yfir alla þætti stöðugleikasáttmálans og sýna fram á að reynt hefur verið að vinna eftir fremstu getu að framgangi hans í einu og öllu í mjög góðu samstarfi og með tíðum fundahöldum aðila sáttmálans. Stjórnvöld eru að sjálfsögðu sammála SA um að öllu skipti að berjast gegn atvinnuleysi í landinu. Ég hef góðar vonir um að atvinnuástand glæðist með vorinu þar sem mikill gangur er í ferðamennsku og tækniiðnaði svo og í sjávarútvegi og áliðnaði. Skortur á aflaheimildum í sumar er áhyggjuefni og hlýtur að verða til þess að gerð verði sérstök athugun á því hvort hægt sé að auka aflaheimildir tímabundið til að kljást við þann vanda innan forsvaranlegra marka. Stórátak fram undanÁ næstu vikum mun ríkisstjórnin kynna margvíslegar aðgerðir í atvinnumálum sem snúa m.a. að vegagerð og samgöngumálum, atvinnumálum námsmanna, byggingarframkvæmdum á vegum opinberra aðila, viðhaldsframkvæmdum og öðru sem tengist háannatímanum í sumar og fram á haust. Sérstök áhersla verður lögð á uppbyggingu hjúkrunarrýma og ríkisstjórnin hefur heimilað undirbúning að byggingu nýs fangelsis sem lengi hefur staðið til. Byggingariðnaðurinn er sérstakt vandamál sem ríkisstjórnin hefur fengist við t.d. með því að ýta undir viðhaldsframkvæmdir um land allt með afnámi virðisaukaskatts. Það kemur einnig til greina að veita þeim einstaklingum og fyrirtækjum skattafslátt sem leggja í slíkar framkvæmdir. Á vegum stjórnvalda og í samvinnu við sveitarfélögin er verið að vinna að áætlun um stórfelldar flýtiframkvæmdir í viðhaldsmálum sem verður mjög umfangsmikil og mannaflafrek. Framkvæmdir í orkugeiranum geta haft mikil áhrif á ástandið í atvinnumálunum á næstu misserum. Það er mikill misskilningur að ríkisstjórnin sé þar helsti þröskuldurinn. Aðgangur orkufyrirtækja að fjármagni, fjárhagsgeta þeirra og vilji iðjufyrirtækja til að gera bindandi orkusamninga er það sem er afgerandi þegar litið er til næstu missera. Ríkisstjórnin stendur þar ekki í veginum á nokkurn hátt en fylgist vel með og er reiðubúin að leggja hönd á plóginn ef með þarf. Höfundur er forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir skrifar um atvinnumál Á fundi um framgang stöðugleikasáttmálans, sem haldinn var sl. þriðjudag, voru fulltrúar allra aðila að samningnum mættir, nema frá Samtökum atvinnulífsins. Þar var skarð fyrir skildi, því fulltrúar SA eru allajafna bæði viðræðu- og tillögugóðir. Viðstaddir skoruðu á SA að koma aftur að borðinu og halda áfram mikilvægu samstarfi á vettvangi stöðugleikasáttmálans. Sáttmálinn var gerður sl. sumar með það að markmiði að stuðla að endurreisn efnahagslífsins. Hann er í 14 liðum sem ýmist snúa að beinum aðgerðum eða fela í sér viljayfirlýsingu um ráðstafanir, sem eru á valdi annarra en stjórnvalda. Þegar farið er yfir þættina, svo sem kjarasamninga, ríkisfjármál, aðgerðir í þágu lántakenda og skuldsettra heimila, endurreisn bankanna, málefni sveitarfélaga, lífeyrissjóða og stéttarfélaga, hljóta allir að viðurkenna að staðið hefur verið við sáttmálann í meginatriðum. Það sem út af stendur er annaðhvort ekki á valdi stjórnvalda eða afleiðingar af töfum sem orðið hafa á því að ljúka Icesave-málinu og á endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Þar má nefna m.a. aðgang að erlendu lánsfé, lækkun stýrivaxta umfram þá helmingslækkun sem orðin er og afléttingu gjaldeyrishafta. Auðvitað er hægt að gráta hið liðna eða leggjast í ásakanir um það hverjum tafir og hindranir í vegi framkvæmda og athafna eru að kenna. Það skilar okkur hins vegar ekkert áleiðis. Við erum í afar þröngri stöðu meðan Ísland er í fjárhagslegri einangrun frá alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Úr henni verðum við að spila eins og hægt er innan marka raunsæis og getu þjóðarbúsins. Það sæmir ekki að leggjast í hugarvíl þegar vorar og lóan er komin. Meira skorið en skattaðÍ sérstakri auglýsingu frá SA er því haldið fram að skattar á heimili og fyrirtæki hafi aukist umfram það sem gengið var út frá við gerð stöðugleikasáttmálans, og skattaleg umgjörð fyrirtækja sé óhagstæðari en áður. Ekki var um það deilt að mikilvægasta verkefni stjórnvalda væri að ná tökum á ríkisfjármálum til þess að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar eftir bankafall og gjaldeyrishrun. Sátt var um að í þeim átökum yrði hlutfall aukinna skatta 45% en niðurskurður á útgjöldum ríkisins 55%. Samkvæmt tölum úr fjárlögum 2010 og fjáraukalögum 2009 bættu aðgerðir í ríkisfjármálum frumafkomu ríkissjóðs um 4,7% af VLF. Þar af koma 1,8% af hækkun skatta og 2,9% af lækkun ríkisútgjalda og skiptist því á tekjuhlið og gjaldahlið í hlutföllunum tæplega 40% tekjumegin á móti rúmlega 60% útgjaldamegin. Af þessum tölum má ráða að fullyrðing SA fær með engu móti staðist. Því má bæta við að ríkulegt samráð var haft við aðila sáttmálans um útfærslu nýrra skatta, ekki síst SA og ASÍ. Vegna þess voru skattar færðir af stóriðju og útgerðarfyrirtækjum yfir á almennt atvinnulíf í formi hækkaðs tryggingargjalds. Ég hef áður lýst áhyggjum vegna íþyngjandi áhrifa tryggingargjalds á lítil fyrirtæki og tel að eitt brýnasta verkefnið sé að létta þær álögur þegar úr tekur að rætast fyrir ríkissjóði. Íslensk fyrirtæki bera ekki hærri skatta en almennt gerist í þeim löndum sem næst okkur eru. Og nýleg lög um hvata til fjárfestinga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum og frumvarp um rammalög vegna fjárfestinga á Íslandi eru dæmi um aðgerðir til þess að hvetja til fjárfestinga. Aðgerðir í atvinnumálumÞannig væri hægt að fara yfir alla þætti stöðugleikasáttmálans og sýna fram á að reynt hefur verið að vinna eftir fremstu getu að framgangi hans í einu og öllu í mjög góðu samstarfi og með tíðum fundahöldum aðila sáttmálans. Stjórnvöld eru að sjálfsögðu sammála SA um að öllu skipti að berjast gegn atvinnuleysi í landinu. Ég hef góðar vonir um að atvinnuástand glæðist með vorinu þar sem mikill gangur er í ferðamennsku og tækniiðnaði svo og í sjávarútvegi og áliðnaði. Skortur á aflaheimildum í sumar er áhyggjuefni og hlýtur að verða til þess að gerð verði sérstök athugun á því hvort hægt sé að auka aflaheimildir tímabundið til að kljást við þann vanda innan forsvaranlegra marka. Stórátak fram undanÁ næstu vikum mun ríkisstjórnin kynna margvíslegar aðgerðir í atvinnumálum sem snúa m.a. að vegagerð og samgöngumálum, atvinnumálum námsmanna, byggingarframkvæmdum á vegum opinberra aðila, viðhaldsframkvæmdum og öðru sem tengist háannatímanum í sumar og fram á haust. Sérstök áhersla verður lögð á uppbyggingu hjúkrunarrýma og ríkisstjórnin hefur heimilað undirbúning að byggingu nýs fangelsis sem lengi hefur staðið til. Byggingariðnaðurinn er sérstakt vandamál sem ríkisstjórnin hefur fengist við t.d. með því að ýta undir viðhaldsframkvæmdir um land allt með afnámi virðisaukaskatts. Það kemur einnig til greina að veita þeim einstaklingum og fyrirtækjum skattafslátt sem leggja í slíkar framkvæmdir. Á vegum stjórnvalda og í samvinnu við sveitarfélögin er verið að vinna að áætlun um stórfelldar flýtiframkvæmdir í viðhaldsmálum sem verður mjög umfangsmikil og mannaflafrek. Framkvæmdir í orkugeiranum geta haft mikil áhrif á ástandið í atvinnumálunum á næstu misserum. Það er mikill misskilningur að ríkisstjórnin sé þar helsti þröskuldurinn. Aðgangur orkufyrirtækja að fjármagni, fjárhagsgeta þeirra og vilji iðjufyrirtækja til að gera bindandi orkusamninga er það sem er afgerandi þegar litið er til næstu missera. Ríkisstjórnin stendur þar ekki í veginum á nokkurn hátt en fylgist vel með og er reiðubúin að leggja hönd á plóginn ef með þarf. Höfundur er forsætisráðherra.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun