Umhverfisvernd í stjórnarskrá Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 16. september 2010 06:00 Stjórnlagaþing mun koma saman í febrúar næstkomandi. Í lögum segir að það skuli sérstaklega fjalla um átta þætti, þar á meðal umhverfismál og eignarhald náttúruauðlinda. Umræða um eignarhald náttúruauðlinda verður vafalaust fyrirferðarmikil en hitt er ekki síður mikilvægt að þingið fjalli vandlega um sérstakt umhverfisverndarákvæði. Fjöldi fólks hefur hvatt til þess að umhverfisverndarákvæði verði bætt við stjórnarskrána. Stjórnmálamenn hafa mælst til þess, eins og Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra. Reynsla hennar innan stjórnsýslunnar varð til þess að hún áréttaði opinberlega mikilvægi þess að í stjórnarskrá væri umhverfiskafli svo að náttúra og umhverfi nytu þar verndar eins og atvinnufrelsi og eignarréttur. Umhverfisverndarsamtök hafa tekið í sama streng. Aðalfundur Landverndar 2004 beindi því til stjórnvalda að við endurskoðun stjórnarskrár yrði sett inn ákvæði um umhverfisvernd og þáverandi stjórnarskrárnefnd var send tillaga að slíku ákvæði árið 2005. Í greinargerð með tillögunni sagði að gjarnan væri vísað til atvinnufrelsis- og eignarréttarákvæða stjórnarskrár við meðferð opinberra mála. Ákvæðin gætu ein og sér leitt til niðurstöðu sem spillti náttúru og umhverfi. Því væri rík þörf fyrir umhverfisverndarákvæði. Fræðimenn hafa fjallað um áhrif umhverfisverndarákvæðis í stjórnarskrám. Ber þar helst að nefna Aðalheiði Jóhannsdóttur, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Í grein í Úlfljóti árið 2005 segir hún að umhverfisverndarákvæði gæti tryggt meiri vandvirkni og vandaðri rökstuðning ákvarðana sem hafa áhrif á umhverfið. Aðalheiður taldi ekki óhugsandi að almenningur, félög eða stofnanir gætu byggt kröfur um aukna umhverfisvernd á slíku ákvæði. Að minnsta kosti yrðu sjónarmið umhverfisverndar jafnrétthá sjónarmiðum atvinnufrelsis og verndar eignarréttinda. Ákvæði sem þetta myndi ekki binda enda á átök um umhverfisvernd en yrði engu að síður mikið framfaraskref. Það er því full þörf á að áhugafólk um umhverfisvernd taki höndum saman í aðdraganda þjóðfundar og stjórnlagaþings og stuðli að því að umhverfisverndarákvæði verði bætt við stjórnarskrána, t.d. með því að semja drög að slíku ákvæði og kynna fyrir fulltrúum á stjórnlagaþingi og þjóðfundi. Einnig er full ástæða til að hvetja umhverfisverndarsinna til að bjóða sig fram til stjórnlagaþingsins og vinna þar tillögu um umhverfisverndarákvæði í stjórnarskrá brautargengi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Stjórnlagaþing mun koma saman í febrúar næstkomandi. Í lögum segir að það skuli sérstaklega fjalla um átta þætti, þar á meðal umhverfismál og eignarhald náttúruauðlinda. Umræða um eignarhald náttúruauðlinda verður vafalaust fyrirferðarmikil en hitt er ekki síður mikilvægt að þingið fjalli vandlega um sérstakt umhverfisverndarákvæði. Fjöldi fólks hefur hvatt til þess að umhverfisverndarákvæði verði bætt við stjórnarskrána. Stjórnmálamenn hafa mælst til þess, eins og Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra. Reynsla hennar innan stjórnsýslunnar varð til þess að hún áréttaði opinberlega mikilvægi þess að í stjórnarskrá væri umhverfiskafli svo að náttúra og umhverfi nytu þar verndar eins og atvinnufrelsi og eignarréttur. Umhverfisverndarsamtök hafa tekið í sama streng. Aðalfundur Landverndar 2004 beindi því til stjórnvalda að við endurskoðun stjórnarskrár yrði sett inn ákvæði um umhverfisvernd og þáverandi stjórnarskrárnefnd var send tillaga að slíku ákvæði árið 2005. Í greinargerð með tillögunni sagði að gjarnan væri vísað til atvinnufrelsis- og eignarréttarákvæða stjórnarskrár við meðferð opinberra mála. Ákvæðin gætu ein og sér leitt til niðurstöðu sem spillti náttúru og umhverfi. Því væri rík þörf fyrir umhverfisverndarákvæði. Fræðimenn hafa fjallað um áhrif umhverfisverndarákvæðis í stjórnarskrám. Ber þar helst að nefna Aðalheiði Jóhannsdóttur, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Í grein í Úlfljóti árið 2005 segir hún að umhverfisverndarákvæði gæti tryggt meiri vandvirkni og vandaðri rökstuðning ákvarðana sem hafa áhrif á umhverfið. Aðalheiður taldi ekki óhugsandi að almenningur, félög eða stofnanir gætu byggt kröfur um aukna umhverfisvernd á slíku ákvæði. Að minnsta kosti yrðu sjónarmið umhverfisverndar jafnrétthá sjónarmiðum atvinnufrelsis og verndar eignarréttinda. Ákvæði sem þetta myndi ekki binda enda á átök um umhverfisvernd en yrði engu að síður mikið framfaraskref. Það er því full þörf á að áhugafólk um umhverfisvernd taki höndum saman í aðdraganda þjóðfundar og stjórnlagaþings og stuðli að því að umhverfisverndarákvæði verði bætt við stjórnarskrána, t.d. með því að semja drög að slíku ákvæði og kynna fyrir fulltrúum á stjórnlagaþingi og þjóðfundi. Einnig er full ástæða til að hvetja umhverfisverndarsinna til að bjóða sig fram til stjórnlagaþingsins og vinna þar tillögu um umhverfisverndarákvæði í stjórnarskrá brautargengi.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun