Umhverfisvernd í stjórnarskrá Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 16. september 2010 06:00 Stjórnlagaþing mun koma saman í febrúar næstkomandi. Í lögum segir að það skuli sérstaklega fjalla um átta þætti, þar á meðal umhverfismál og eignarhald náttúruauðlinda. Umræða um eignarhald náttúruauðlinda verður vafalaust fyrirferðarmikil en hitt er ekki síður mikilvægt að þingið fjalli vandlega um sérstakt umhverfisverndarákvæði. Fjöldi fólks hefur hvatt til þess að umhverfisverndarákvæði verði bætt við stjórnarskrána. Stjórnmálamenn hafa mælst til þess, eins og Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra. Reynsla hennar innan stjórnsýslunnar varð til þess að hún áréttaði opinberlega mikilvægi þess að í stjórnarskrá væri umhverfiskafli svo að náttúra og umhverfi nytu þar verndar eins og atvinnufrelsi og eignarréttur. Umhverfisverndarsamtök hafa tekið í sama streng. Aðalfundur Landverndar 2004 beindi því til stjórnvalda að við endurskoðun stjórnarskrár yrði sett inn ákvæði um umhverfisvernd og þáverandi stjórnarskrárnefnd var send tillaga að slíku ákvæði árið 2005. Í greinargerð með tillögunni sagði að gjarnan væri vísað til atvinnufrelsis- og eignarréttarákvæða stjórnarskrár við meðferð opinberra mála. Ákvæðin gætu ein og sér leitt til niðurstöðu sem spillti náttúru og umhverfi. Því væri rík þörf fyrir umhverfisverndarákvæði. Fræðimenn hafa fjallað um áhrif umhverfisverndarákvæðis í stjórnarskrám. Ber þar helst að nefna Aðalheiði Jóhannsdóttur, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Í grein í Úlfljóti árið 2005 segir hún að umhverfisverndarákvæði gæti tryggt meiri vandvirkni og vandaðri rökstuðning ákvarðana sem hafa áhrif á umhverfið. Aðalheiður taldi ekki óhugsandi að almenningur, félög eða stofnanir gætu byggt kröfur um aukna umhverfisvernd á slíku ákvæði. Að minnsta kosti yrðu sjónarmið umhverfisverndar jafnrétthá sjónarmiðum atvinnufrelsis og verndar eignarréttinda. Ákvæði sem þetta myndi ekki binda enda á átök um umhverfisvernd en yrði engu að síður mikið framfaraskref. Það er því full þörf á að áhugafólk um umhverfisvernd taki höndum saman í aðdraganda þjóðfundar og stjórnlagaþings og stuðli að því að umhverfisverndarákvæði verði bætt við stjórnarskrána, t.d. með því að semja drög að slíku ákvæði og kynna fyrir fulltrúum á stjórnlagaþingi og þjóðfundi. Einnig er full ástæða til að hvetja umhverfisverndarsinna til að bjóða sig fram til stjórnlagaþingsins og vinna þar tillögu um umhverfisverndarákvæði í stjórnarskrá brautargengi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Stjórnlagaþing mun koma saman í febrúar næstkomandi. Í lögum segir að það skuli sérstaklega fjalla um átta þætti, þar á meðal umhverfismál og eignarhald náttúruauðlinda. Umræða um eignarhald náttúruauðlinda verður vafalaust fyrirferðarmikil en hitt er ekki síður mikilvægt að þingið fjalli vandlega um sérstakt umhverfisverndarákvæði. Fjöldi fólks hefur hvatt til þess að umhverfisverndarákvæði verði bætt við stjórnarskrána. Stjórnmálamenn hafa mælst til þess, eins og Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra. Reynsla hennar innan stjórnsýslunnar varð til þess að hún áréttaði opinberlega mikilvægi þess að í stjórnarskrá væri umhverfiskafli svo að náttúra og umhverfi nytu þar verndar eins og atvinnufrelsi og eignarréttur. Umhverfisverndarsamtök hafa tekið í sama streng. Aðalfundur Landverndar 2004 beindi því til stjórnvalda að við endurskoðun stjórnarskrár yrði sett inn ákvæði um umhverfisvernd og þáverandi stjórnarskrárnefnd var send tillaga að slíku ákvæði árið 2005. Í greinargerð með tillögunni sagði að gjarnan væri vísað til atvinnufrelsis- og eignarréttarákvæða stjórnarskrár við meðferð opinberra mála. Ákvæðin gætu ein og sér leitt til niðurstöðu sem spillti náttúru og umhverfi. Því væri rík þörf fyrir umhverfisverndarákvæði. Fræðimenn hafa fjallað um áhrif umhverfisverndarákvæðis í stjórnarskrám. Ber þar helst að nefna Aðalheiði Jóhannsdóttur, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Í grein í Úlfljóti árið 2005 segir hún að umhverfisverndarákvæði gæti tryggt meiri vandvirkni og vandaðri rökstuðning ákvarðana sem hafa áhrif á umhverfið. Aðalheiður taldi ekki óhugsandi að almenningur, félög eða stofnanir gætu byggt kröfur um aukna umhverfisvernd á slíku ákvæði. Að minnsta kosti yrðu sjónarmið umhverfisverndar jafnrétthá sjónarmiðum atvinnufrelsis og verndar eignarréttinda. Ákvæði sem þetta myndi ekki binda enda á átök um umhverfisvernd en yrði engu að síður mikið framfaraskref. Það er því full þörf á að áhugafólk um umhverfisvernd taki höndum saman í aðdraganda þjóðfundar og stjórnlagaþings og stuðli að því að umhverfisverndarákvæði verði bætt við stjórnarskrána, t.d. með því að semja drög að slíku ákvæði og kynna fyrir fulltrúum á stjórnlagaþingi og þjóðfundi. Einnig er full ástæða til að hvetja umhverfisverndarsinna til að bjóða sig fram til stjórnlagaþingsins og vinna þar tillögu um umhverfisverndarákvæði í stjórnarskrá brautargengi.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun