Samstaða 15. mars 2010 06:00 Jón Gunnarsson skrifar um samstarf á Alþingi Auðvitað á að ríkja meiri samstarfsvilji á milli allra flokka á Alþingi. Það hefur lengi verið skoðun sjálfstæðismanna. Þetta á ekki síst við í Ice Save málinu þar sem sést hefur hverju samstaða getur skilað. Í því máli lýstum við því yfir snemma á síðasta ári að við værum tilbúin til að leggja okkar af mörkum með ríkisstjórninni við lausn málsins. Á það var ekki hlustað og því er staðan eins og hún er. Þetta mál hefur tekið alltof langan tíma í öllu tilliti. Nú segjast ríkisstjórnarflokkarnir vilja víðtækara samráð um hin ýmsu mál og þá sérstaklega atvinnumál og málefni heimilanna. Í þessum málum hefur ríkisstjórnin sýnt algert getu- og viljaleysi. Þykir einhverjum ákall stjórnarflokkanna trúverðugt? Hefur það samstarf sem t.a.m. atvinnulífið hefur átt við þessa ríkisstjórn skilað einhverjum árangri? Aðilar vinnumarkaðarins gerðu í fyrra „stöðugleikasáttmála“ við ríkisstjórnina. Sáttmálinn lofaði góðu og gaf vonir um frið á vinnumarkaði og að vinna hæfist við uppbyggingu atvinnulífsins og lausn á vanda fjölda heimila. Nú eru þessir aðilar farnir að kalla þennan sáttmála, „kyrrstöðusáttmála“, vegna aðgerða-, vilja- og getuleysis ríkisstjórnarinnar. Þolinmæði þeirra er skiljanlega á þrotum. Óeiningin á Alþingi er fyrst og fremst innan stjórnarflokkanna og því fáránlegt að draga stjórnarandstöðuna til ábyrgðar vegna þeirrar erfiðu stöðu sem við blasir. Við höfum ekki annað til „saka“ unnið en að gagnrýna slæleg vinnubrögð ríkisstjórnarinnar sem er okkar verkefni. Veldur hver á heldur. Ábyrgð Alþingis er mikil og samvinna og samstaða eru sem aldrei fyrr nauðsynleg til að koma málum áfram. Til þeirra verka erum við sjálf-stæðismenn tilbúnir. Til að trúverðugleiki fylgi slíku samstarfi verður það að vera á réttum vettvangi. Ákall þjóðarinnar eftir meiri samstöðu er réttmæt krafa og henni verður eingöngu svarað með þjóðstjórn sem sameinast um brýnar aðgerðir til lausnar vanda atvinnulífs og heimila. Ef ríkisstjórnarflokkarnir eru ekki tilbúnir til slíks samstarfs sýnir það okkur að þar fylgir hugur ekki máli. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Jón Gunnarsson skrifar um samstarf á Alþingi Auðvitað á að ríkja meiri samstarfsvilji á milli allra flokka á Alþingi. Það hefur lengi verið skoðun sjálfstæðismanna. Þetta á ekki síst við í Ice Save málinu þar sem sést hefur hverju samstaða getur skilað. Í því máli lýstum við því yfir snemma á síðasta ári að við værum tilbúin til að leggja okkar af mörkum með ríkisstjórninni við lausn málsins. Á það var ekki hlustað og því er staðan eins og hún er. Þetta mál hefur tekið alltof langan tíma í öllu tilliti. Nú segjast ríkisstjórnarflokkarnir vilja víðtækara samráð um hin ýmsu mál og þá sérstaklega atvinnumál og málefni heimilanna. Í þessum málum hefur ríkisstjórnin sýnt algert getu- og viljaleysi. Þykir einhverjum ákall stjórnarflokkanna trúverðugt? Hefur það samstarf sem t.a.m. atvinnulífið hefur átt við þessa ríkisstjórn skilað einhverjum árangri? Aðilar vinnumarkaðarins gerðu í fyrra „stöðugleikasáttmála“ við ríkisstjórnina. Sáttmálinn lofaði góðu og gaf vonir um frið á vinnumarkaði og að vinna hæfist við uppbyggingu atvinnulífsins og lausn á vanda fjölda heimila. Nú eru þessir aðilar farnir að kalla þennan sáttmála, „kyrrstöðusáttmála“, vegna aðgerða-, vilja- og getuleysis ríkisstjórnarinnar. Þolinmæði þeirra er skiljanlega á þrotum. Óeiningin á Alþingi er fyrst og fremst innan stjórnarflokkanna og því fáránlegt að draga stjórnarandstöðuna til ábyrgðar vegna þeirrar erfiðu stöðu sem við blasir. Við höfum ekki annað til „saka“ unnið en að gagnrýna slæleg vinnubrögð ríkisstjórnarinnar sem er okkar verkefni. Veldur hver á heldur. Ábyrgð Alþingis er mikil og samvinna og samstaða eru sem aldrei fyrr nauðsynleg til að koma málum áfram. Til þeirra verka erum við sjálf-stæðismenn tilbúnir. Til að trúverðugleiki fylgi slíku samstarfi verður það að vera á réttum vettvangi. Ákall þjóðarinnar eftir meiri samstöðu er réttmæt krafa og henni verður eingöngu svarað með þjóðstjórn sem sameinast um brýnar aðgerðir til lausnar vanda atvinnulífs og heimila. Ef ríkisstjórnarflokkarnir eru ekki tilbúnir til slíks samstarfs sýnir það okkur að þar fylgir hugur ekki máli. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar