Snælandsvídeo á hálum ís SB skrifar 29. júní 2010 21:30 Snælandsvídeo í Hafnarfirði. Starfsmaður Snælandsvídeo í Hafnarfirði kvartaði til Persónuverndar yfir því að eftirlitsmyndavél væri beint að kaffiaðstöðu starfsmanna. Fulltrúar Persónuverndar fóru á vídjóleiguna og breyttu sjónarhorni myndavélarinnar. Forsaga málsins er sú að starfsmaður Snælandsvídeo kvartaði yfir því að einni af eftirlitsmyndavélum fyrirtækisins væri beint að kaffiaðstöðu starfsmanna. Í svari frá Snælandsvídeo kom fram að starfsmaðurinn sem um ræddi væri að hætta og hefði "átt í hótunum" um að hafa samband við Persónuvernd. Þá segir jafnframt í svari Snælandsvídeo að hin umdeilda eftirlitsmyndavél væri hugsuð til að hafa eftirlit með útgangi verslunarinnar. "Hafa ber í hug að þessi tiltekna vél upplýsti hjá okkur innbrot um daginn, ef þessi tiltekna vél hefði ekki verið til staðar hefði innbrotið ekki verið upplýst, og þá um leið ekki annað innbrot í aðra verlsun sem átti sér stað sömu nótt," segir í svari Snælandsvídeo. Þetta sættu starfsmenn Persónuverndar sig ekki við og fóru í vettvangsrannsókn. Þar skoðu þeir sjónarhorn eftirlitsmyndavélarinnar og komust að því að kaffiaðstaðan væri ekki undanskilin vökulu auga vélarinnar. Starfsmennirnir breyttu snarlega sjónarhorni vélarinnar. Í dag var málið svo rætt hjá stjórn Persónuverndar. Þar var ákveðið að þar sem stillingu vélarinnar, sem beindist að kaffiaðstöðu hefði verið breytt, "og hún snýr nú að útidyrahurð en ekki að kaffiaðstöðunni," væri að svo stöddu ekki talin efni til frekari afskipti Persónuverndar af málinu. Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Starfsmaður Snælandsvídeo í Hafnarfirði kvartaði til Persónuverndar yfir því að eftirlitsmyndavél væri beint að kaffiaðstöðu starfsmanna. Fulltrúar Persónuverndar fóru á vídjóleiguna og breyttu sjónarhorni myndavélarinnar. Forsaga málsins er sú að starfsmaður Snælandsvídeo kvartaði yfir því að einni af eftirlitsmyndavélum fyrirtækisins væri beint að kaffiaðstöðu starfsmanna. Í svari frá Snælandsvídeo kom fram að starfsmaðurinn sem um ræddi væri að hætta og hefði "átt í hótunum" um að hafa samband við Persónuvernd. Þá segir jafnframt í svari Snælandsvídeo að hin umdeilda eftirlitsmyndavél væri hugsuð til að hafa eftirlit með útgangi verslunarinnar. "Hafa ber í hug að þessi tiltekna vél upplýsti hjá okkur innbrot um daginn, ef þessi tiltekna vél hefði ekki verið til staðar hefði innbrotið ekki verið upplýst, og þá um leið ekki annað innbrot í aðra verlsun sem átti sér stað sömu nótt," segir í svari Snælandsvídeo. Þetta sættu starfsmenn Persónuverndar sig ekki við og fóru í vettvangsrannsókn. Þar skoðu þeir sjónarhorn eftirlitsmyndavélarinnar og komust að því að kaffiaðstaðan væri ekki undanskilin vökulu auga vélarinnar. Starfsmennirnir breyttu snarlega sjónarhorni vélarinnar. Í dag var málið svo rætt hjá stjórn Persónuverndar. Þar var ákveðið að þar sem stillingu vélarinnar, sem beindist að kaffiaðstöðu hefði verið breytt, "og hún snýr nú að útidyrahurð en ekki að kaffiaðstöðunni," væri að svo stöddu ekki talin efni til frekari afskipti Persónuverndar af málinu.
Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira