Borgin þarf Vinstri græn - nú sem aldrei fyrr Sóley Tómasdóttir skrifar 29. maí 2010 06:00 Kjósendur í Reykjavík ganga að kjörborðinu í dag og kjósa um hugmyndafræði, sem verður ríkjandi í borginni næstu fjögur ár. Þetta er óskýrt hjá sumum flokkum sem vilja jafnvel ekki kenna sig við neina hugmyndafræði. Hún er samt alltaf til staðar. Ákvörðun um að færa auðlindir borgarbúa í hendur útrásarvíkinga byggir á hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins eins og stækkun golfvallar á sama tíma og velferðarmál eru skorin niður. Okkar hugmyndafræði gengur út á að verja almannafyrirtæki og auðlindir þjóðarinnar - og forgangsraða velferð á undan golfvöllum. Eftir farsakennt kjörtímabil í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn var til í allt, eru borgarbúar dauðþreyttir. Hugmyndafræði er bannorð og stjórnmálin mega helst ekki snúast um neitt. En að flýja pólitík er eins og að flýja morgundaginn. Pólitík er alls staðar og kjósendur eiga rétt á að vita fyrir hvað flokkar standa. Það er pólítík að tryggja aðgang að hreinu neysluvatni. Það er pólítík að konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu vinnu. Leik- og grunnskólar og almenningssamgöngur eru pólítík, eins og fjárhagsaðstoð, sorpflokkun og gæði andrúmsloftsins. Því lífsgæði borgarbúa eru háð þeirri hugmyndafræði sem ræður ríkjum í ráðhúsinu hverju sinni. Verkefni næsta kjörtímabils eru risavaxin, vegna þess að sameiginlegir sjóðir okkar hafa verið rýrðir í þágu hugmyndafræði frjálshyggju og afskiptaleysis. Sameiginlegi sjóðurinn okkar er bæði fjármagnaður og nýttur af okkur öllum - við leggjum í hann eftir getu og tökum úr honum eftir þörfum. Skattagrýlan er ekki ljótari en svo. Eftir óábyrga fjármálastjórn frjálshyggjuafla verðum við að grípa til aðgerða. Borgarsjóður stendur ekki af sér óbreytta þjónustu án þess að tekjur aukist. Til þess eru tvær leiðir: Gjaldskrárhækkanir eða útsvarshækkun. Augljóst er hvor leiðin er sanngjarnari - gjaldskrárhækkanir leggjast flatt á notendur þjónustunnar, en útsvarshækkun krefst meira af tekjuháum en tekjulágum. Óábyrg fjármálastjórn hefur ekki aðeins sett velferðarkerfið í hættu. Almannafyrirtæki riða líka á barmi gjaldþrots. Hrægammar sveima yfir landinu og hafa þegar krækt í feitan bita á Suðurnesjum. Orkuveita Reykjavíkur má aldrei lenda í höndum einkaaðila, hún er undirstaða lífsgæða okkar. Orkuveitan á ekki aðeins að vera í eigu almennings, heldur einnig undir stjórn hans. Öðruvísi verða hagsmunir borgarbúa ekki tryggðir. Eftir hrunið stendur hugmyndafræði Vinstri grænna ósködduð. Við megum vera stolt. Félagslegt réttlæti, kvenfrelsi og umhverfisvernd á erindi í stjórnmálin nú sem þá - og raunar meira ef eitthvað er. Við Vinstri græn þorum að glíma við erfiðar aðstæður og erfið verkefni. Við þorum að setja mál á dagskrá - og takast á við kröfuharða sérhagsmunahópa - og halda fram hagsmunum heildarinnar. Borgin þarf á Vinstrihreyfingunni - grænu framboði að halda. Nú sem aldrei fyrr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Kjósendur í Reykjavík ganga að kjörborðinu í dag og kjósa um hugmyndafræði, sem verður ríkjandi í borginni næstu fjögur ár. Þetta er óskýrt hjá sumum flokkum sem vilja jafnvel ekki kenna sig við neina hugmyndafræði. Hún er samt alltaf til staðar. Ákvörðun um að færa auðlindir borgarbúa í hendur útrásarvíkinga byggir á hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins eins og stækkun golfvallar á sama tíma og velferðarmál eru skorin niður. Okkar hugmyndafræði gengur út á að verja almannafyrirtæki og auðlindir þjóðarinnar - og forgangsraða velferð á undan golfvöllum. Eftir farsakennt kjörtímabil í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn var til í allt, eru borgarbúar dauðþreyttir. Hugmyndafræði er bannorð og stjórnmálin mega helst ekki snúast um neitt. En að flýja pólitík er eins og að flýja morgundaginn. Pólitík er alls staðar og kjósendur eiga rétt á að vita fyrir hvað flokkar standa. Það er pólítík að tryggja aðgang að hreinu neysluvatni. Það er pólítík að konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu vinnu. Leik- og grunnskólar og almenningssamgöngur eru pólítík, eins og fjárhagsaðstoð, sorpflokkun og gæði andrúmsloftsins. Því lífsgæði borgarbúa eru háð þeirri hugmyndafræði sem ræður ríkjum í ráðhúsinu hverju sinni. Verkefni næsta kjörtímabils eru risavaxin, vegna þess að sameiginlegir sjóðir okkar hafa verið rýrðir í þágu hugmyndafræði frjálshyggju og afskiptaleysis. Sameiginlegi sjóðurinn okkar er bæði fjármagnaður og nýttur af okkur öllum - við leggjum í hann eftir getu og tökum úr honum eftir þörfum. Skattagrýlan er ekki ljótari en svo. Eftir óábyrga fjármálastjórn frjálshyggjuafla verðum við að grípa til aðgerða. Borgarsjóður stendur ekki af sér óbreytta þjónustu án þess að tekjur aukist. Til þess eru tvær leiðir: Gjaldskrárhækkanir eða útsvarshækkun. Augljóst er hvor leiðin er sanngjarnari - gjaldskrárhækkanir leggjast flatt á notendur þjónustunnar, en útsvarshækkun krefst meira af tekjuháum en tekjulágum. Óábyrg fjármálastjórn hefur ekki aðeins sett velferðarkerfið í hættu. Almannafyrirtæki riða líka á barmi gjaldþrots. Hrægammar sveima yfir landinu og hafa þegar krækt í feitan bita á Suðurnesjum. Orkuveita Reykjavíkur má aldrei lenda í höndum einkaaðila, hún er undirstaða lífsgæða okkar. Orkuveitan á ekki aðeins að vera í eigu almennings, heldur einnig undir stjórn hans. Öðruvísi verða hagsmunir borgarbúa ekki tryggðir. Eftir hrunið stendur hugmyndafræði Vinstri grænna ósködduð. Við megum vera stolt. Félagslegt réttlæti, kvenfrelsi og umhverfisvernd á erindi í stjórnmálin nú sem þá - og raunar meira ef eitthvað er. Við Vinstri græn þorum að glíma við erfiðar aðstæður og erfið verkefni. Við þorum að setja mál á dagskrá - og takast á við kröfuharða sérhagsmunahópa - og halda fram hagsmunum heildarinnar. Borgin þarf á Vinstrihreyfingunni - grænu framboði að halda. Nú sem aldrei fyrr.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun