Fjölbreytt atvinnulíf þarf evru Árni Páll Árnason skrifar 1. júlí 2010 07:30 Í umræðum um aðild að ESB tekst oftast að sleppa því að ræða það sem mestu skiptir. Af hverju eru vextir á Íslandi miklu hærri en í nágrannalöndunum, til mikils tjóns fyrir almenning og fyrirtæki? Af hverju þurfum við að búa við verðtryggingu? Af hverju leiðumst við út í ævintýri á borð við gengistryggð lán til að forðast hátt vaxtastig? Af hverju er erlend fjárfesting bundin við álver og aðra stóriðju? Svarið er íslenska krónan. Hún er orsök skuldavanda heimilanna. Sveiflur hennar valda háu vaxtastigi og gera það að verkum að enginn vill veita óverðtryggð krónulán. Það er krónan sem heldur frá landinu fjölbreyttri fjárfestingu og þvingar okkur til einhæfra kosta í atvinnuuppbyggingu. Það er krónan sem kallar á endalaus álver. Sumir nefna nú „sveigjanleika" krónunnar sem kost í efnahagsstjórninni. Sá „sveigjanleiki" er annað orð fyrir kjaraskerðingu. „Sveigjanleikinn" hefur valdið því að kaupmáttur hefur lækkað um 35% og gengistryggðar skuldir um meira en 100%. Lofgjörðin um sveigjanleikann er líkust því að menn lýsi ánægju með húsbruna, vegna þess að hann hækki nú hitastig í nágrenninu og hafi því jákvæð áhrif á loftslagið en horfi fram hjá eyðileggingunni og eignatjóninu sem bruninn veldur. Þegar horft er áratugi til baka dylst engum að tjónið af krónunni er margfalt á við ávinninginn. Krónan þvingar okkur til einhæfari lausna í atvinnumálum. Sveiflur hennar valda því að enginn erlendur fjárfestir treystir sér til að fjárfesta í almennum atvinnurekstri. Einu fjárfestingarkostirnir eru því fjárfesting erlendra auðhringa í stóriðju, því sá rekstur er svo umfangsmikill og stórkarlalegur að stóriðjufyrirtækin byggja í reynd sitt eigið hagkerfi, sem er óháð krónunni. Sveiflur krónunnar valda ómældu tjóni á minni atvinnurekstri. Samkeppnisgreinar kvöldust undan innistæðulausu hágengi krónunnar. Í fersku minni er hvernig vaxtarbroddar hugverkageirans þurftu að flýja land frá 2003-2008. Vöxtur Marels, Össurar og annarra slíkra fyrirtækja fór fram erlendis. Við misstum úr landi vel launuð, græn hátæknistörf vegna krónunnar. Nú þurfum við að byggja til framtíðar. Við viljum fjölbreytt og krefjandi störf í hátæknigreinum og smáiðnaði sem standa undir háum launagreiðslum til metnaðarfulls ungs fólks. Til þess þarf stöðugan gjaldmiðil, lága vexti og lága verðbólgu. Krónan mun ekki skapa slíkar aðstæður. Hún er ávísun á fábreytta atvinnuhætti og hún veldur því að betur launuð störf flytjast úr landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Skoðun Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í umræðum um aðild að ESB tekst oftast að sleppa því að ræða það sem mestu skiptir. Af hverju eru vextir á Íslandi miklu hærri en í nágrannalöndunum, til mikils tjóns fyrir almenning og fyrirtæki? Af hverju þurfum við að búa við verðtryggingu? Af hverju leiðumst við út í ævintýri á borð við gengistryggð lán til að forðast hátt vaxtastig? Af hverju er erlend fjárfesting bundin við álver og aðra stóriðju? Svarið er íslenska krónan. Hún er orsök skuldavanda heimilanna. Sveiflur hennar valda háu vaxtastigi og gera það að verkum að enginn vill veita óverðtryggð krónulán. Það er krónan sem heldur frá landinu fjölbreyttri fjárfestingu og þvingar okkur til einhæfra kosta í atvinnuuppbyggingu. Það er krónan sem kallar á endalaus álver. Sumir nefna nú „sveigjanleika" krónunnar sem kost í efnahagsstjórninni. Sá „sveigjanleiki" er annað orð fyrir kjaraskerðingu. „Sveigjanleikinn" hefur valdið því að kaupmáttur hefur lækkað um 35% og gengistryggðar skuldir um meira en 100%. Lofgjörðin um sveigjanleikann er líkust því að menn lýsi ánægju með húsbruna, vegna þess að hann hækki nú hitastig í nágrenninu og hafi því jákvæð áhrif á loftslagið en horfi fram hjá eyðileggingunni og eignatjóninu sem bruninn veldur. Þegar horft er áratugi til baka dylst engum að tjónið af krónunni er margfalt á við ávinninginn. Krónan þvingar okkur til einhæfari lausna í atvinnumálum. Sveiflur hennar valda því að enginn erlendur fjárfestir treystir sér til að fjárfesta í almennum atvinnurekstri. Einu fjárfestingarkostirnir eru því fjárfesting erlendra auðhringa í stóriðju, því sá rekstur er svo umfangsmikill og stórkarlalegur að stóriðjufyrirtækin byggja í reynd sitt eigið hagkerfi, sem er óháð krónunni. Sveiflur krónunnar valda ómældu tjóni á minni atvinnurekstri. Samkeppnisgreinar kvöldust undan innistæðulausu hágengi krónunnar. Í fersku minni er hvernig vaxtarbroddar hugverkageirans þurftu að flýja land frá 2003-2008. Vöxtur Marels, Össurar og annarra slíkra fyrirtækja fór fram erlendis. Við misstum úr landi vel launuð, græn hátæknistörf vegna krónunnar. Nú þurfum við að byggja til framtíðar. Við viljum fjölbreytt og krefjandi störf í hátæknigreinum og smáiðnaði sem standa undir háum launagreiðslum til metnaðarfulls ungs fólks. Til þess þarf stöðugan gjaldmiðil, lága vexti og lága verðbólgu. Krónan mun ekki skapa slíkar aðstæður. Hún er ávísun á fábreytta atvinnuhætti og hún veldur því að betur launuð störf flytjast úr landi.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun