Fjölbreytt atvinnulíf þarf evru Árni Páll Árnason skrifar 1. júlí 2010 07:30 Í umræðum um aðild að ESB tekst oftast að sleppa því að ræða það sem mestu skiptir. Af hverju eru vextir á Íslandi miklu hærri en í nágrannalöndunum, til mikils tjóns fyrir almenning og fyrirtæki? Af hverju þurfum við að búa við verðtryggingu? Af hverju leiðumst við út í ævintýri á borð við gengistryggð lán til að forðast hátt vaxtastig? Af hverju er erlend fjárfesting bundin við álver og aðra stóriðju? Svarið er íslenska krónan. Hún er orsök skuldavanda heimilanna. Sveiflur hennar valda háu vaxtastigi og gera það að verkum að enginn vill veita óverðtryggð krónulán. Það er krónan sem heldur frá landinu fjölbreyttri fjárfestingu og þvingar okkur til einhæfra kosta í atvinnuuppbyggingu. Það er krónan sem kallar á endalaus álver. Sumir nefna nú „sveigjanleika" krónunnar sem kost í efnahagsstjórninni. Sá „sveigjanleiki" er annað orð fyrir kjaraskerðingu. „Sveigjanleikinn" hefur valdið því að kaupmáttur hefur lækkað um 35% og gengistryggðar skuldir um meira en 100%. Lofgjörðin um sveigjanleikann er líkust því að menn lýsi ánægju með húsbruna, vegna þess að hann hækki nú hitastig í nágrenninu og hafi því jákvæð áhrif á loftslagið en horfi fram hjá eyðileggingunni og eignatjóninu sem bruninn veldur. Þegar horft er áratugi til baka dylst engum að tjónið af krónunni er margfalt á við ávinninginn. Krónan þvingar okkur til einhæfari lausna í atvinnumálum. Sveiflur hennar valda því að enginn erlendur fjárfestir treystir sér til að fjárfesta í almennum atvinnurekstri. Einu fjárfestingarkostirnir eru því fjárfesting erlendra auðhringa í stóriðju, því sá rekstur er svo umfangsmikill og stórkarlalegur að stóriðjufyrirtækin byggja í reynd sitt eigið hagkerfi, sem er óháð krónunni. Sveiflur krónunnar valda ómældu tjóni á minni atvinnurekstri. Samkeppnisgreinar kvöldust undan innistæðulausu hágengi krónunnar. Í fersku minni er hvernig vaxtarbroddar hugverkageirans þurftu að flýja land frá 2003-2008. Vöxtur Marels, Össurar og annarra slíkra fyrirtækja fór fram erlendis. Við misstum úr landi vel launuð, græn hátæknistörf vegna krónunnar. Nú þurfum við að byggja til framtíðar. Við viljum fjölbreytt og krefjandi störf í hátæknigreinum og smáiðnaði sem standa undir háum launagreiðslum til metnaðarfulls ungs fólks. Til þess þarf stöðugan gjaldmiðil, lága vexti og lága verðbólgu. Krónan mun ekki skapa slíkar aðstæður. Hún er ávísun á fábreytta atvinnuhætti og hún veldur því að betur launuð störf flytjast úr landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Skoðun Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Í umræðum um aðild að ESB tekst oftast að sleppa því að ræða það sem mestu skiptir. Af hverju eru vextir á Íslandi miklu hærri en í nágrannalöndunum, til mikils tjóns fyrir almenning og fyrirtæki? Af hverju þurfum við að búa við verðtryggingu? Af hverju leiðumst við út í ævintýri á borð við gengistryggð lán til að forðast hátt vaxtastig? Af hverju er erlend fjárfesting bundin við álver og aðra stóriðju? Svarið er íslenska krónan. Hún er orsök skuldavanda heimilanna. Sveiflur hennar valda háu vaxtastigi og gera það að verkum að enginn vill veita óverðtryggð krónulán. Það er krónan sem heldur frá landinu fjölbreyttri fjárfestingu og þvingar okkur til einhæfra kosta í atvinnuuppbyggingu. Það er krónan sem kallar á endalaus álver. Sumir nefna nú „sveigjanleika" krónunnar sem kost í efnahagsstjórninni. Sá „sveigjanleiki" er annað orð fyrir kjaraskerðingu. „Sveigjanleikinn" hefur valdið því að kaupmáttur hefur lækkað um 35% og gengistryggðar skuldir um meira en 100%. Lofgjörðin um sveigjanleikann er líkust því að menn lýsi ánægju með húsbruna, vegna þess að hann hækki nú hitastig í nágrenninu og hafi því jákvæð áhrif á loftslagið en horfi fram hjá eyðileggingunni og eignatjóninu sem bruninn veldur. Þegar horft er áratugi til baka dylst engum að tjónið af krónunni er margfalt á við ávinninginn. Krónan þvingar okkur til einhæfari lausna í atvinnumálum. Sveiflur hennar valda því að enginn erlendur fjárfestir treystir sér til að fjárfesta í almennum atvinnurekstri. Einu fjárfestingarkostirnir eru því fjárfesting erlendra auðhringa í stóriðju, því sá rekstur er svo umfangsmikill og stórkarlalegur að stóriðjufyrirtækin byggja í reynd sitt eigið hagkerfi, sem er óháð krónunni. Sveiflur krónunnar valda ómældu tjóni á minni atvinnurekstri. Samkeppnisgreinar kvöldust undan innistæðulausu hágengi krónunnar. Í fersku minni er hvernig vaxtarbroddar hugverkageirans þurftu að flýja land frá 2003-2008. Vöxtur Marels, Össurar og annarra slíkra fyrirtækja fór fram erlendis. Við misstum úr landi vel launuð, græn hátæknistörf vegna krónunnar. Nú þurfum við að byggja til framtíðar. Við viljum fjölbreytt og krefjandi störf í hátæknigreinum og smáiðnaði sem standa undir háum launagreiðslum til metnaðarfulls ungs fólks. Til þess þarf stöðugan gjaldmiðil, lága vexti og lága verðbólgu. Krónan mun ekki skapa slíkar aðstæður. Hún er ávísun á fábreytta atvinnuhætti og hún veldur því að betur launuð störf flytjast úr landi.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun