Ættleiðingar á eigin vegum til skoðunar magnusl@frettabladid.is skrifar 30. júní 2010 05:00 Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra skoðar milliliðalausar ættleiðingar. Dóms- og mannréttindamálaráðuneytið hefur óskað eftir skýrslu frá Rannsóknarstofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni þar sem skoðað verður hvort ástæða sé til að leyfa ættleiðingar án aðkomu félaga. Niðurstaða skal liggja fyrir ekki síðar en í október 2010. Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir að ef leyft væri að ættleiða á eigin vegum á Íslandi yrðu 40 til 50 börn ættleidd hingað á ári en að undanfarin fjögur ár hafi þau að jafnaði verið þrettán. „Sum ríki vilja ekki skipta við félög, til dæmis mörg ríki í Afríku þar sem slíkt er litið hornauga, mögulega vegna sögu álfunnar í tengslum við þrælahald og slíkt," segir Hörður. „Það eru rösklega hundrað pör að bíða eftir ættleiðingu og sum hver hafa beðið á fimmta ár. Það eru líka um þrjátíu einhleypir á biðlista," sagði Hörður og bætti því við að ættleiðingar án aðkomu félags væru besta lausnin fyrir þetta fólk. Ættleiðingar til Íslands taka mið af Haag-samningnum svokallaða um ættleiðingar. Í samningnum er svigrúm til þess að leyfa fólki að ættleiða án þess að það fari í gegnum félag þar sem sum ríki vilja ekki skipta við félög. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurðist fyrir um þetta mál á Alþingi skömmu fyrir þinglok. Í svari Rögnu Árnadóttur kom fram að ekki væri hægt að heimila ættleiðingar á eigin vegum nema til skipulagsbreytingar kæmi. „Þá þyrfti ráðuneytið að taka að sér það eftirlit sem nú er á höndum ættleiðingarfélaganna. Fjölga þyrfti þeim starfsmönnum í ráðuneytinu sem ættu að sinna ættleiðingum, auk þess sem laga- eða reglugerðarbreytingar yrðu óhjákvæmilegar," sagði Ragna. Aðspurð sagði Ragna að þetta mál hefði ekki verið tekið upp á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Ragna sagði að það væri mikill þrýstingur á stjórnvöld að breyta sinni framkvæmd en bætti við: „Fyrir grundvallarkerfisbreytingu tel ég að það þurfi að liggja fyrir úttekt á borð við þá sem ég hef beðið um. Þegar þessi skýrsla liggur fyrir þarf að taka afstöðu til þess en engar ákvarðanir á að taka að óathuguðu máli." Ragna segist leggja áherslu á að stjórnvöld séu reiðubúin til að aðstoða ættleiðingarfélögin við að koma sér upp nýjum samböndum til að fjölga ættleiðingum og minnti á að í vetur var gildistími forsamþykkis lengdur þannig að aldurshámarkið á Íslandi er nú töluvert hærra en gengur og gerist á Norðurlöndunum. Innlent Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Sjá meira
Dóms- og mannréttindamálaráðuneytið hefur óskað eftir skýrslu frá Rannsóknarstofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni þar sem skoðað verður hvort ástæða sé til að leyfa ættleiðingar án aðkomu félaga. Niðurstaða skal liggja fyrir ekki síðar en í október 2010. Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir að ef leyft væri að ættleiða á eigin vegum á Íslandi yrðu 40 til 50 börn ættleidd hingað á ári en að undanfarin fjögur ár hafi þau að jafnaði verið þrettán. „Sum ríki vilja ekki skipta við félög, til dæmis mörg ríki í Afríku þar sem slíkt er litið hornauga, mögulega vegna sögu álfunnar í tengslum við þrælahald og slíkt," segir Hörður. „Það eru rösklega hundrað pör að bíða eftir ættleiðingu og sum hver hafa beðið á fimmta ár. Það eru líka um þrjátíu einhleypir á biðlista," sagði Hörður og bætti því við að ættleiðingar án aðkomu félags væru besta lausnin fyrir þetta fólk. Ættleiðingar til Íslands taka mið af Haag-samningnum svokallaða um ættleiðingar. Í samningnum er svigrúm til þess að leyfa fólki að ættleiða án þess að það fari í gegnum félag þar sem sum ríki vilja ekki skipta við félög. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurðist fyrir um þetta mál á Alþingi skömmu fyrir þinglok. Í svari Rögnu Árnadóttur kom fram að ekki væri hægt að heimila ættleiðingar á eigin vegum nema til skipulagsbreytingar kæmi. „Þá þyrfti ráðuneytið að taka að sér það eftirlit sem nú er á höndum ættleiðingarfélaganna. Fjölga þyrfti þeim starfsmönnum í ráðuneytinu sem ættu að sinna ættleiðingum, auk þess sem laga- eða reglugerðarbreytingar yrðu óhjákvæmilegar," sagði Ragna. Aðspurð sagði Ragna að þetta mál hefði ekki verið tekið upp á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Ragna sagði að það væri mikill þrýstingur á stjórnvöld að breyta sinni framkvæmd en bætti við: „Fyrir grundvallarkerfisbreytingu tel ég að það þurfi að liggja fyrir úttekt á borð við þá sem ég hef beðið um. Þegar þessi skýrsla liggur fyrir þarf að taka afstöðu til þess en engar ákvarðanir á að taka að óathuguðu máli." Ragna segist leggja áherslu á að stjórnvöld séu reiðubúin til að aðstoða ættleiðingarfélögin við að koma sér upp nýjum samböndum til að fjölga ættleiðingum og minnti á að í vetur var gildistími forsamþykkis lengdur þannig að aldurshámarkið á Íslandi er nú töluvert hærra en gengur og gerist á Norðurlöndunum.
Innlent Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Sjá meira