

Hjálmar Sveinsson: Fákeppnin er skipulagsmál
Ókostirnir eru ekki jafn augljósir fyrir einstaklingana, þá sem fara allra sinna ferða á bílum, en þeir eru afdrifaríkir fyrir samfélagið. Þeir felast fyrst og fremst í miklum samfélagslegum kostnaði. Sérstaklega þegar verslunarmiðstöðvarnar standa fyrir utan meginbyggðina. Þegar staðsetning verslunarmiðstöðva, sem risið hafa hér síðustu árin, er skoðuð kemur í ljós að þær rísa nær alltaf við stofnbrautir og þar með fyrir utan íbúðarhverfin. Korputorg, Smáratorg, Smáralind, Kauptún. Þær nærast á mikilli bílaumferð og búa hana til ef hún er ekki þegar til staðar. Þær eiga allt sitt undir því að fólk fari á bílum en ekki fótgangandi til að versla, þær heimta umfangsmikil umferðarmannvirki, þær eru mjög landfrekar, þær stuðla að dýrkeyptri offjárfestingu í bílum, þær auka eldsneytisnotkun og koldíoxíðlosun. Þær soga til sín alla verslun og þjónustu úr nálægum hverfum og jafnvel sveitarfélögum, þær ýta undir einsleitni og fákeppni á markaði.
Verslunarmiðstöðvar hafa mikil áhrif á landnotkun, umferð, verslun, skipulag og yfirbragð bæja og hverfa. Þær móta lífshætti og lífsgæði íbúanna. Samanlagðir fermetrar verslunarmiðstöðva sem byggðar hafa verið hér á landi undanfarin ár eru líklega yfir 200.000.
Þegar eignarhaldsfélög verslunarmiðstöðvanna eru skoðuð, og samsetning verslana og þjónustu, kemur skýrt mynstur í ljós sem kalla mætti tangarsókn fákeppninnar. Eignarhalds- og þróunarfélagið SMI byggði Korputorg, Glerártorg, Smáratorg 1 og Smáratorg 3 (turninn). Félagið ætlaði einnig að opna rúmlega 20.000 fermetra verslunarmiðstöð við útjaðar Selfoss og kalla hana, það kemur varla á óvart, Fossatorg.
Ef af verður mun það soga til sín nær alla verslun frá Selfossi og hirða straum fólks sem er á leið í sumarbústaði á sumrin í Grímsnesi. Einnig stóð til að reisa rúmlega 20.000 fermetra "torg" í Innri-Njarðvík, við Reykjanesbraut.
Þegar nánar er að gáð, kemur í ljós að það eru yfirleitt sömu búðirnar í miðstöðvunum og þær hafa nær undantekningarlaust tilheyrt risastórum eignarhaldskeðjum örfárra manna. Við erum að tala um Rúmfatalagerinn, matvörukeðjurnar Bónus og Krónuna, raftækjaverslunina Elko, bensínsölufyrirtækið N1 og skrifstofuvörukeðjuna Office One. Þess má geta að fasteignafyrirtækið SMI hefur verið dótturfyrirtæki eignarhaldsfélagsins Lagersins. Það fyrirtæki var nær óskipt í eigu eins manns, Jakúps Jacobsen, stofnanda Rúmfatalagersins.
Hér hefur verið byggt upp velferðarkerfi eignarhaldsfélaga og fákeppni. Við þurfum að afnema það kerfi og byggja upp velferðarkerfi borgarbúanna sjálfra. Fákeppnin í borginni er meðal annars skipulagsmál. Það er fáránlegt að örfáir menn eignist alla matvöru- og smávöruverslun á Íslandi. Það er enn fáránlegra að þessir menn ráði því alfarið hvar verslun er stunduð á höfuðborgarsvæðinu.
Matvöru og smávöruverslun á heima inni í hverfinu, rétt eins og önnur nærþjónusta. Í nágrannalöndum okkar, Noregi og Danmörku, hafa verið settar skýrar reglur um stærð verslunarmiðstöðva, staðsetningu þeirra og samsetningu búðanna sem þar eru.
Slíkum reglum er ætlað að koma í veg fyrir fákeppni og efla verslun og þjónustu inni í hverfunum. Í þessum löndum er fákeppni og dauði hverfaverslana talin stríða gegn hagsmunum og takmarka lífsgæði almennings.
Skoðun

Siðferði stjórnmálanna
Helgi Áss Grétarsson skrifar

A Genuinely Inclusive University
Giti Chandra skrifar

Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu
Einar Steingrímsson skrifar

Sjálfsblekkingin um íslenskt herleysi
Bjarni Már Magnússon skrifar

Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl
Vilhjálmur Hilmarsson skrifar

Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu?
Þorri Snæbjörnsson skrifar

Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda
Grace Achieng skrifar

Sokkar og Downs heilkenni
Guðmundur Ármann Pétursson skrifar

Heilsugæslan í vanda
Teitur Guðmundsson skrifar

Aðeins um undirskriftir
G. Jökull Gíslason skrifar

Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn
Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar

Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Vannýttur vegkafli í G-dúr
Jens Garðar Helgason skrifar

„Stoltir af því að fórna píslarvottum“
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Misþyrming mannanafna
Eiríkur Rögnvaldsson skrifar

Svar óskast
Hólmgeir Baldursson skrifar

Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu
Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar

Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna?
Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar

Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Misskilningur frú Sæland
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra!
Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar

Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja?
Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar

Strandveiðar - afvegaleidd umræða
Magnús Jónsson skrifar

Öll börn eiga rétt á öryggi
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi
Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar

Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur
Magnús Magnússon skrifar

Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin?
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar