

Hjálmar Sveinsson: Fákeppnin er skipulagsmál
Ókostirnir eru ekki jafn augljósir fyrir einstaklingana, þá sem fara allra sinna ferða á bílum, en þeir eru afdrifaríkir fyrir samfélagið. Þeir felast fyrst og fremst í miklum samfélagslegum kostnaði. Sérstaklega þegar verslunarmiðstöðvarnar standa fyrir utan meginbyggðina. Þegar staðsetning verslunarmiðstöðva, sem risið hafa hér síðustu árin, er skoðuð kemur í ljós að þær rísa nær alltaf við stofnbrautir og þar með fyrir utan íbúðarhverfin. Korputorg, Smáratorg, Smáralind, Kauptún. Þær nærast á mikilli bílaumferð og búa hana til ef hún er ekki þegar til staðar. Þær eiga allt sitt undir því að fólk fari á bílum en ekki fótgangandi til að versla, þær heimta umfangsmikil umferðarmannvirki, þær eru mjög landfrekar, þær stuðla að dýrkeyptri offjárfestingu í bílum, þær auka eldsneytisnotkun og koldíoxíðlosun. Þær soga til sín alla verslun og þjónustu úr nálægum hverfum og jafnvel sveitarfélögum, þær ýta undir einsleitni og fákeppni á markaði.
Verslunarmiðstöðvar hafa mikil áhrif á landnotkun, umferð, verslun, skipulag og yfirbragð bæja og hverfa. Þær móta lífshætti og lífsgæði íbúanna. Samanlagðir fermetrar verslunarmiðstöðva sem byggðar hafa verið hér á landi undanfarin ár eru líklega yfir 200.000.
Þegar eignarhaldsfélög verslunarmiðstöðvanna eru skoðuð, og samsetning verslana og þjónustu, kemur skýrt mynstur í ljós sem kalla mætti tangarsókn fákeppninnar. Eignarhalds- og þróunarfélagið SMI byggði Korputorg, Glerártorg, Smáratorg 1 og Smáratorg 3 (turninn). Félagið ætlaði einnig að opna rúmlega 20.000 fermetra verslunarmiðstöð við útjaðar Selfoss og kalla hana, það kemur varla á óvart, Fossatorg.
Ef af verður mun það soga til sín nær alla verslun frá Selfossi og hirða straum fólks sem er á leið í sumarbústaði á sumrin í Grímsnesi. Einnig stóð til að reisa rúmlega 20.000 fermetra "torg" í Innri-Njarðvík, við Reykjanesbraut.
Þegar nánar er að gáð, kemur í ljós að það eru yfirleitt sömu búðirnar í miðstöðvunum og þær hafa nær undantekningarlaust tilheyrt risastórum eignarhaldskeðjum örfárra manna. Við erum að tala um Rúmfatalagerinn, matvörukeðjurnar Bónus og Krónuna, raftækjaverslunina Elko, bensínsölufyrirtækið N1 og skrifstofuvörukeðjuna Office One. Þess má geta að fasteignafyrirtækið SMI hefur verið dótturfyrirtæki eignarhaldsfélagsins Lagersins. Það fyrirtæki var nær óskipt í eigu eins manns, Jakúps Jacobsen, stofnanda Rúmfatalagersins.
Hér hefur verið byggt upp velferðarkerfi eignarhaldsfélaga og fákeppni. Við þurfum að afnema það kerfi og byggja upp velferðarkerfi borgarbúanna sjálfra. Fákeppnin í borginni er meðal annars skipulagsmál. Það er fáránlegt að örfáir menn eignist alla matvöru- og smávöruverslun á Íslandi. Það er enn fáránlegra að þessir menn ráði því alfarið hvar verslun er stunduð á höfuðborgarsvæðinu.
Matvöru og smávöruverslun á heima inni í hverfinu, rétt eins og önnur nærþjónusta. Í nágrannalöndum okkar, Noregi og Danmörku, hafa verið settar skýrar reglur um stærð verslunarmiðstöðva, staðsetningu þeirra og samsetningu búðanna sem þar eru.
Slíkum reglum er ætlað að koma í veg fyrir fákeppni og efla verslun og þjónustu inni í hverfunum. Í þessum löndum er fákeppni og dauði hverfaverslana talin stríða gegn hagsmunum og takmarka lífsgæði almennings.
Skoðun

Samfélagsþjónusta á röngum forsendum
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd
Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar

Stækkum Skógarlund!
Elsa María Guðmundsdóttir skrifar

Hvað eru strandveiðar?
Gísli Gunnar Marteinsson skrifar

Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins
Bolli Héðinsson skrifar

Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz
Hallveig Rúnarsdóttir skrifar

Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum
Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar

Eldurinn og slökkvitækið
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag!
Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar

Umbun er sama og afleiðing
Helgi S. Karlsson skrifar

Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna?
Valdimar Óskarsson skrifar

Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur?
Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar

Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag!
Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar

Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn!
Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar

Við viljum jafnan rétt foreldra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Háskóli er samfélag
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi
Axel Sigurðsson skrifar

Auðlind þjóðarinnar
Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar

Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra
Bergljót Borg skrifar

Leiðrétt veiðigjöld
Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Táknmálstúlkun
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar

Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Tesluvandinn
Alexandra Briem skrifar

Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ
Sóllilja Bjarnadóttir skrifar

Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda
Engilbert Sigurðsson skrifar

Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn
Pétur Henry Petersen skrifar

Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma
Þröstur Ólafsson skrifar

Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael
Ingólfur Gíslason skrifar

Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert
Gabríel Ingimarsson skrifar