Nú er mál að linni Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 7. janúar 2010 06:30 Í 15 mánuði hafa íslensk stjórnvöld átt í harkalegri milliríkjadeilu við bresk og hollensk stjórnvöld vegna ábyrgðar á innlánsreikningum í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Inn í þá deilu blandast óhjákvæmilega erfiður ágreiningur vegna harkalegra aðgerða breskra stjórnvalda gagnvart íslenska fjármálakerfinu þann 8. okt. 2008. Það þarf ekki mikla skarpskyggni til að sjá að gríðarlegur aflsmunur er á deiluaðilum og að þarf mikla lagni, útsjónarsemi og staðfestu til að ná hagstæðri samningsniðurstöðu fyrir Íslands hönd. Í þá 15 mánuði sem deilan hefur staðið hefur það ekki gert íslenskum stjórnvöldum auðveldara fyrir að innanlands er hver höndin upp á móti annarri. Deilt er um hvort og þá hvaða ábyrgð íslenska ríkið beri á innistæðum í útibúum bankans í þessum löndum og svo er líka deilt um hvort og hvernig eigi að semja við bresk og hollensk stjórnvöld sem hafa þegar gengist í ábyrgðir gagnvart innistæðueigendum. Eins og í öllum milliríkjadeilum alls staðar í heiminum eru alltaf einhverjir sem sjá sér hag í því að hvetja til átaka frekar en samninga og vopnaðir réttlætisrökum reyna þeir að telja almenningi trú um að það muni skila árangri þegar til lengri tíma er litið. Hér eins og annars staðar eru þetta falsrök því eina leiðin til farsældar er að þjóðir rétt eins og einstaklingar lifi í sæmilegri sátt við sjálfa sig og aðra. Tvær ríkisstjórnir og allnokkrir samningamenn hafa nú glímt við að leysa Icesave-málið á þessum 15 mánuðum og ennþá er það í uppnámi. Á þessum tíma hafa margir verið úthrópaðir sem vanhæfar liðleskjur af þeim sem standa álengdar og fylgjast með. Og enn eru gerð hróp að fólki. Að samningamönnum fyrir vanhæfni, að ríkisstjórninni fyrir blekkingar, að forsetanum fyrir að setja málið í uppnám, að In defence fyrir að blekkja fólk til undirritunar, að stjórnarandstöðunni fyrir afneitun og ábyrgðarleysi. Og svo er deilt um hver sagði hvað hvenær og hver bar ábyrgð á hverju hvenær. Allir á móti öllum. Þegar Forseti Íslands ákvað að synja lögunum frá 30. des. staðfestingar reiddust stjórnarliðar en stjórnarandstæðingar kættust. Það er hvort tveggja skiljanlegt í ljósi umræðna undanfarinna vikna og mánaða. En er ekki kominn tími til að við reynum að semja um vopnahlé innanlands meðan við leiðum þessa erfiðu milliríkjadeilu til lykta? Það munu gefast næg tækifæri síðar til að taka upp innanlandsdeilurnar aftur ef menn svo kjósa. Núna verða stjórnarliðar að halda aftur af hugaræsingi sínum og stjórnarandstæðingar af meinfýsni sinni. Báðir aðilar vita sem er að það verður ekki undan því vikist að semja um lyktir deilunnar. Í því sambandi skiptir engu máli hvaða ríkisstjórn er við völd því stjórnvaldið er eitt og hið sama og verkefnin hverfa ekki þó skipt sé um flokka og fólk. Þetta ætti okkur að vera orðið ljóst. Ísland á nú þegar í fjármálakreppu og gengiskreppu og gæti staðið andspænis alvarlegri stjórnarfarskeppu ef ríkisstjórnin ákveður að standa eða falla með lögunum frá 30. desember. Það gæti orðið dýrkeypt - fyrir þjóðina alla. Þess vegna eiga stjórn og stjórnarandstaða að slíðra sverðin og sameinast um að leiða samningamálin við Breta og Hollendinga til lykta. Skipa þarf pólitíska sátta- og samninganefnd og velja í hana fólk sem nýtur bæði trausts innan flokka og þvert á flokka. Þessi nefnd leggi mat á þær leiðir sem færar eru og fái fullt umboð ríkisstjórnar og þingflokka til að semja fyrir Íslands hönd. En við megum engan tíma missa og þess vegna verður þetta að gerast strax. Hinn kosturinn er að samþykkja lögin frá 30. des í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er hins vegar hætt við að aðdragandi þeirrar atkvæðagreiðslu og túlkun niðurstöðunnar myndi síst draga úr átökum heldur bætast í safn allra þeirra deilumála sem nú þegar geisa meðal þjóðarinnar. Og það sem við þurfum núna er friður og lausnir en ekki átök og orðaskak. Höfundur er fyrrverandi utanríkisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í 15 mánuði hafa íslensk stjórnvöld átt í harkalegri milliríkjadeilu við bresk og hollensk stjórnvöld vegna ábyrgðar á innlánsreikningum í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Inn í þá deilu blandast óhjákvæmilega erfiður ágreiningur vegna harkalegra aðgerða breskra stjórnvalda gagnvart íslenska fjármálakerfinu þann 8. okt. 2008. Það þarf ekki mikla skarpskyggni til að sjá að gríðarlegur aflsmunur er á deiluaðilum og að þarf mikla lagni, útsjónarsemi og staðfestu til að ná hagstæðri samningsniðurstöðu fyrir Íslands hönd. Í þá 15 mánuði sem deilan hefur staðið hefur það ekki gert íslenskum stjórnvöldum auðveldara fyrir að innanlands er hver höndin upp á móti annarri. Deilt er um hvort og þá hvaða ábyrgð íslenska ríkið beri á innistæðum í útibúum bankans í þessum löndum og svo er líka deilt um hvort og hvernig eigi að semja við bresk og hollensk stjórnvöld sem hafa þegar gengist í ábyrgðir gagnvart innistæðueigendum. Eins og í öllum milliríkjadeilum alls staðar í heiminum eru alltaf einhverjir sem sjá sér hag í því að hvetja til átaka frekar en samninga og vopnaðir réttlætisrökum reyna þeir að telja almenningi trú um að það muni skila árangri þegar til lengri tíma er litið. Hér eins og annars staðar eru þetta falsrök því eina leiðin til farsældar er að þjóðir rétt eins og einstaklingar lifi í sæmilegri sátt við sjálfa sig og aðra. Tvær ríkisstjórnir og allnokkrir samningamenn hafa nú glímt við að leysa Icesave-málið á þessum 15 mánuðum og ennþá er það í uppnámi. Á þessum tíma hafa margir verið úthrópaðir sem vanhæfar liðleskjur af þeim sem standa álengdar og fylgjast með. Og enn eru gerð hróp að fólki. Að samningamönnum fyrir vanhæfni, að ríkisstjórninni fyrir blekkingar, að forsetanum fyrir að setja málið í uppnám, að In defence fyrir að blekkja fólk til undirritunar, að stjórnarandstöðunni fyrir afneitun og ábyrgðarleysi. Og svo er deilt um hver sagði hvað hvenær og hver bar ábyrgð á hverju hvenær. Allir á móti öllum. Þegar Forseti Íslands ákvað að synja lögunum frá 30. des. staðfestingar reiddust stjórnarliðar en stjórnarandstæðingar kættust. Það er hvort tveggja skiljanlegt í ljósi umræðna undanfarinna vikna og mánaða. En er ekki kominn tími til að við reynum að semja um vopnahlé innanlands meðan við leiðum þessa erfiðu milliríkjadeilu til lykta? Það munu gefast næg tækifæri síðar til að taka upp innanlandsdeilurnar aftur ef menn svo kjósa. Núna verða stjórnarliðar að halda aftur af hugaræsingi sínum og stjórnarandstæðingar af meinfýsni sinni. Báðir aðilar vita sem er að það verður ekki undan því vikist að semja um lyktir deilunnar. Í því sambandi skiptir engu máli hvaða ríkisstjórn er við völd því stjórnvaldið er eitt og hið sama og verkefnin hverfa ekki þó skipt sé um flokka og fólk. Þetta ætti okkur að vera orðið ljóst. Ísland á nú þegar í fjármálakreppu og gengiskreppu og gæti staðið andspænis alvarlegri stjórnarfarskeppu ef ríkisstjórnin ákveður að standa eða falla með lögunum frá 30. desember. Það gæti orðið dýrkeypt - fyrir þjóðina alla. Þess vegna eiga stjórn og stjórnarandstaða að slíðra sverðin og sameinast um að leiða samningamálin við Breta og Hollendinga til lykta. Skipa þarf pólitíska sátta- og samninganefnd og velja í hana fólk sem nýtur bæði trausts innan flokka og þvert á flokka. Þessi nefnd leggi mat á þær leiðir sem færar eru og fái fullt umboð ríkisstjórnar og þingflokka til að semja fyrir Íslands hönd. En við megum engan tíma missa og þess vegna verður þetta að gerast strax. Hinn kosturinn er að samþykkja lögin frá 30. des í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er hins vegar hætt við að aðdragandi þeirrar atkvæðagreiðslu og túlkun niðurstöðunnar myndi síst draga úr átökum heldur bætast í safn allra þeirra deilumála sem nú þegar geisa meðal þjóðarinnar. Og það sem við þurfum núna er friður og lausnir en ekki átök og orðaskak. Höfundur er fyrrverandi utanríkisráðherra.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun