Meðferðarheimili skoðuð allt aftur til ársins 1996 30. nóvember 2010 06:00 Árbót í Aðaldal Árni Páll Árnason og Steingrímur J. Sigfússon sömdu um þrjátíu milljóna greiðslu til Árbótarhjónanna, þvert á vilja forstjóra Barnaverndarstofu. Ríkisendurskoðun hefur hafið athugun á samningum við meðferðarheimili og starfslokum þeirra. Stofnunin sendi bréf á Barnaverndarstofu, félagsmálaráðuneytið og fjármálaráðuneytið fyrir helgi og óskaði eftir öllum gögnum sem varða samninga við meðferðarheimili barna frá árinu 1996 og samningslok þar sem það á við. Athugunin kemur í kjölfar frétta Fréttablaðsins af samningi um greiðslu þrjátíu milljóna króna bóta til meðferðarheimilisins Árbótar, þvert á vilja forstjóra Barnaverndarstofu. Meðal þeirra gagna sem Ríkisendurskoðun vill fá afrit af eru öll bréfa- og tölvupóstsamskipti sem varða þessi mál, minnisblöð og annað. Búast má við að skjölin skipti hundruðum, ef ekki þúsundum. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir algjörlega óvíst hversu langan tíma athugunin muni taka. „Það þarf einhvern tíma fyrir þá að fara í gegnum safnið til að tína þetta til og ljósrita og senda okkur til baka. Ég vil ekki slá á neinn tíma á þessari stundu. Við þurfum að sjá umsvifin áður og reyna að átta okkur á flækjustiginu.“ Félagsmálanefnd fundaði um málaflokkinn í gær. Á fundinn komu fulltrúar félagsmálaráðuneytisins, Árbótar og Götusmiðjunnar. Til stendur að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, komi á fund nefndarinnar seinna í vikunni. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður nefndarinnar, segir fundinn hafa verið hinn ágætasta. „Það var þó mjög óheppilegt að hafa ekki sjónarmið Barnaverndarstofu,“ segir Sigríður. Fulltrúar Árbótar og Götusmiðjunnar hafi gagnrýnt Barnaverndarstofu töluvert sem mótaðila sinn í málunum. „Og það er mjög erfitt að leggja mat á það þegar þú færð bara aðra hliðina,“ segir hún. Sigríður segir nauðsynlegt að farið verði vel yfir þessi mál en hún taki ekki afstöðu til málefna Árbótar og Götusmiðjunnar fyrr en úttekt Ríkisendurskoðunar liggi fyrir. „Það þarf að koma í ljós hvort þetta var eðlileg málsmeðferð eða ekki. Ég get ekki dæmt um það á þessu stigi málsins,“ segir hún. Niðurstaðan kunni að nýtast við endurskoðun barnaverndarlaga sem nú stendur fyrir dyrum. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur hafið athugun á samningum við meðferðarheimili og starfslokum þeirra. Stofnunin sendi bréf á Barnaverndarstofu, félagsmálaráðuneytið og fjármálaráðuneytið fyrir helgi og óskaði eftir öllum gögnum sem varða samninga við meðferðarheimili barna frá árinu 1996 og samningslok þar sem það á við. Athugunin kemur í kjölfar frétta Fréttablaðsins af samningi um greiðslu þrjátíu milljóna króna bóta til meðferðarheimilisins Árbótar, þvert á vilja forstjóra Barnaverndarstofu. Meðal þeirra gagna sem Ríkisendurskoðun vill fá afrit af eru öll bréfa- og tölvupóstsamskipti sem varða þessi mál, minnisblöð og annað. Búast má við að skjölin skipti hundruðum, ef ekki þúsundum. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir algjörlega óvíst hversu langan tíma athugunin muni taka. „Það þarf einhvern tíma fyrir þá að fara í gegnum safnið til að tína þetta til og ljósrita og senda okkur til baka. Ég vil ekki slá á neinn tíma á þessari stundu. Við þurfum að sjá umsvifin áður og reyna að átta okkur á flækjustiginu.“ Félagsmálanefnd fundaði um málaflokkinn í gær. Á fundinn komu fulltrúar félagsmálaráðuneytisins, Árbótar og Götusmiðjunnar. Til stendur að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, komi á fund nefndarinnar seinna í vikunni. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður nefndarinnar, segir fundinn hafa verið hinn ágætasta. „Það var þó mjög óheppilegt að hafa ekki sjónarmið Barnaverndarstofu,“ segir Sigríður. Fulltrúar Árbótar og Götusmiðjunnar hafi gagnrýnt Barnaverndarstofu töluvert sem mótaðila sinn í málunum. „Og það er mjög erfitt að leggja mat á það þegar þú færð bara aðra hliðina,“ segir hún. Sigríður segir nauðsynlegt að farið verði vel yfir þessi mál en hún taki ekki afstöðu til málefna Árbótar og Götusmiðjunnar fyrr en úttekt Ríkisendurskoðunar liggi fyrir. „Það þarf að koma í ljós hvort þetta var eðlileg málsmeðferð eða ekki. Ég get ekki dæmt um það á þessu stigi málsins,“ segir hún. Niðurstaðan kunni að nýtast við endurskoðun barnaverndarlaga sem nú stendur fyrir dyrum. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira