Meðferðarheimili skoðuð allt aftur til ársins 1996 30. nóvember 2010 06:00 Árbót í Aðaldal Árni Páll Árnason og Steingrímur J. Sigfússon sömdu um þrjátíu milljóna greiðslu til Árbótarhjónanna, þvert á vilja forstjóra Barnaverndarstofu. Ríkisendurskoðun hefur hafið athugun á samningum við meðferðarheimili og starfslokum þeirra. Stofnunin sendi bréf á Barnaverndarstofu, félagsmálaráðuneytið og fjármálaráðuneytið fyrir helgi og óskaði eftir öllum gögnum sem varða samninga við meðferðarheimili barna frá árinu 1996 og samningslok þar sem það á við. Athugunin kemur í kjölfar frétta Fréttablaðsins af samningi um greiðslu þrjátíu milljóna króna bóta til meðferðarheimilisins Árbótar, þvert á vilja forstjóra Barnaverndarstofu. Meðal þeirra gagna sem Ríkisendurskoðun vill fá afrit af eru öll bréfa- og tölvupóstsamskipti sem varða þessi mál, minnisblöð og annað. Búast má við að skjölin skipti hundruðum, ef ekki þúsundum. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir algjörlega óvíst hversu langan tíma athugunin muni taka. „Það þarf einhvern tíma fyrir þá að fara í gegnum safnið til að tína þetta til og ljósrita og senda okkur til baka. Ég vil ekki slá á neinn tíma á þessari stundu. Við þurfum að sjá umsvifin áður og reyna að átta okkur á flækjustiginu.“ Félagsmálanefnd fundaði um málaflokkinn í gær. Á fundinn komu fulltrúar félagsmálaráðuneytisins, Árbótar og Götusmiðjunnar. Til stendur að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, komi á fund nefndarinnar seinna í vikunni. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður nefndarinnar, segir fundinn hafa verið hinn ágætasta. „Það var þó mjög óheppilegt að hafa ekki sjónarmið Barnaverndarstofu,“ segir Sigríður. Fulltrúar Árbótar og Götusmiðjunnar hafi gagnrýnt Barnaverndarstofu töluvert sem mótaðila sinn í málunum. „Og það er mjög erfitt að leggja mat á það þegar þú færð bara aðra hliðina,“ segir hún. Sigríður segir nauðsynlegt að farið verði vel yfir þessi mál en hún taki ekki afstöðu til málefna Árbótar og Götusmiðjunnar fyrr en úttekt Ríkisendurskoðunar liggi fyrir. „Það þarf að koma í ljós hvort þetta var eðlileg málsmeðferð eða ekki. Ég get ekki dæmt um það á þessu stigi málsins,“ segir hún. Niðurstaðan kunni að nýtast við endurskoðun barnaverndarlaga sem nú stendur fyrir dyrum. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur hafið athugun á samningum við meðferðarheimili og starfslokum þeirra. Stofnunin sendi bréf á Barnaverndarstofu, félagsmálaráðuneytið og fjármálaráðuneytið fyrir helgi og óskaði eftir öllum gögnum sem varða samninga við meðferðarheimili barna frá árinu 1996 og samningslok þar sem það á við. Athugunin kemur í kjölfar frétta Fréttablaðsins af samningi um greiðslu þrjátíu milljóna króna bóta til meðferðarheimilisins Árbótar, þvert á vilja forstjóra Barnaverndarstofu. Meðal þeirra gagna sem Ríkisendurskoðun vill fá afrit af eru öll bréfa- og tölvupóstsamskipti sem varða þessi mál, minnisblöð og annað. Búast má við að skjölin skipti hundruðum, ef ekki þúsundum. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir algjörlega óvíst hversu langan tíma athugunin muni taka. „Það þarf einhvern tíma fyrir þá að fara í gegnum safnið til að tína þetta til og ljósrita og senda okkur til baka. Ég vil ekki slá á neinn tíma á þessari stundu. Við þurfum að sjá umsvifin áður og reyna að átta okkur á flækjustiginu.“ Félagsmálanefnd fundaði um málaflokkinn í gær. Á fundinn komu fulltrúar félagsmálaráðuneytisins, Árbótar og Götusmiðjunnar. Til stendur að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, komi á fund nefndarinnar seinna í vikunni. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður nefndarinnar, segir fundinn hafa verið hinn ágætasta. „Það var þó mjög óheppilegt að hafa ekki sjónarmið Barnaverndarstofu,“ segir Sigríður. Fulltrúar Árbótar og Götusmiðjunnar hafi gagnrýnt Barnaverndarstofu töluvert sem mótaðila sinn í málunum. „Og það er mjög erfitt að leggja mat á það þegar þú færð bara aðra hliðina,“ segir hún. Sigríður segir nauðsynlegt að farið verði vel yfir þessi mál en hún taki ekki afstöðu til málefna Árbótar og Götusmiðjunnar fyrr en úttekt Ríkisendurskoðunar liggi fyrir. „Það þarf að koma í ljós hvort þetta var eðlileg málsmeðferð eða ekki. Ég get ekki dæmt um það á þessu stigi málsins,“ segir hún. Niðurstaðan kunni að nýtast við endurskoðun barnaverndarlaga sem nú stendur fyrir dyrum. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira