Er fækkun þingmanna raunhæf? Haukur Arnþórsson skrifar 22. nóvember 2010 11:59 Í grein í www.visir.is þann 17. nóv. s.l. fjallaði prófessor dr Þorvaldur Gylfason um fækkun alþingismanna og er það í framhaldi af fyrri ábendingum hans í sömu átt. Hann nefnir til sögunnar skoðanir Gylfa Þ. Gíslasonar og Ólafs Jóhannessonar frá 1946 um að fjöldi þingmanna geti verið 33 (Gylfi) eða 40 (Ólafur). Þorvaldur virðist telja að mæta megi áhrifum af fækkun þingmanna nú með auknum kröfum til þeirra sem sitji á Alþingi. Þorvaldur bendir á að með fækkun þingmanna megi „spara fé og lyfta Alþingi". Því oftar sem þessi mótsagnakennda skoðun Þorvaldar er birt í Fréttablaðinu eða á www.visir.is, því meira undrast maður að jafn virtur skólamaður og hann er skuli ekki hirða um að gera lesendum grein fyrir áhrifsmódelinu sem að baki skrifum hans býr og þeim skólakenningum sem skýra staðhæfingar hans. Eða hvernig má það vera að fækkun alþingismanna um allt að helming geti lyft Alþingi? Slík fullyrðing þarfnast greinargóðra skýringa. Ábendingar Gylfa Þ. Gíslasonar og Ólafs Jóhannessonar eru frá tíma þegar starfsemi Alþingis var með allt öðru sniði en nú er og umfang verkefna þess ósambærilegt. Af þessum ástæðum og fleirum verður ekki fjallað um þær, einungis bent á að einar og sér eru þær ekki mikið leiðarljós fyrir Alþingi í dag. Sú mynd af störfum Alþingis sem blasir við þjóðinni í sjónvarpi er á margan hátt villandi. Ýmislegt sem fram fer getur kastað rýrð á virðingu Alþingis og hvatt til laklegra vinnubragða. Starfsemi þingdeildarinnar er frjálsleg og ekki er tímasetning á viðburðum. Andsvör orka oft tvímælis, þau geta kippt fótunum undan góðum og vönduðum ræðum alþingismanna með einni hnitmiðaðri og ósanngjarnri athugasemd. Því er rétt að minna á að starfsemi Alþingis er að litlu leyti sýnileg almenningi. Mikið af hinum eiginlegu störfum Alþingis fer fram í nefndum þess. Þær eru 12 og nefndasæti eru 119, þannig að margir alþingismenn sitja í mörgum nefndum og eru það einkum stjórnarliðar. Þetta kerfi getur tæpast verið minna en það er. Í því efni gildir ekki endilega að lítil þjóð þurfi minna nefndastarf en stærri. Vissulega getur reglusetning í Danmörk verið eitthvað flóknari en á Íslandi, en samkvæmt vefjum þjóðþinga þessara ríkja er unninn tímafjöldi í nefndakerfi Alþingis innan við helmingur miðað við Folketinget. Og þá hlýtur maður að spyrja sig hvort íslenskir þingmenn hugsi tvöfalt hraðar en danskir. Ef taka á alvarlega hugmyndir um fækkun þingmanna verður að gera grein fyrir því hvaða áhrif það gæti haft á gæði starfa á Alþingi og afköst þess og hvernig það rækir hlutverk sitt í samfélaginu. Í þessu efni þarf að tilgreina leiðir, því máli skiptir hvort nefndum er einfaldlega fækkað, sem minnkar afköst hlutfallslega eða hvort nefndarmönnum er fækkað, sem minnkar afköst eftir flóknara módeli. Þá skiptir fundalengd og fundatíðni máli. Til greina kemur að rannsaka hvernig má ná sem mestri nýtingu út úr óvenjulega fámennu nefndakerfi og er bent á rannsóknaraðferðir leikjafræðinnar. Það að ráðherrar sitji ekki á þingi mun styrkja nefndakerfið, því þá fjölgar stjórnarliðum á Alþingi, það myndi einkum draga úr tíðni þess að einstakir þingmenn sitji í þremur nefndum. Alþingi hefur sjaldan verið óvinsælla en nú og það kann að vera auðsótt mál hjá almenningi að lækka kostnað við þinghaldið, hvort sem það er raunhæft eða æskilegt. Fækkun alþingismanna um allt að helming er stórmál og virðist ganga gegn útbreiddum sjónarmiðum um að styrkja þurfi störf löggjafarvaldsins. Því verður Þorvaldur Gylfason að gera grein fyrir því hvaða áhrif fækkunin getur haft á störf þingsins og ekki síst hvernig nefndastarfi þess verður háttað þegar fækkunartillögur hans hafa verið framkvæmdar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein í www.visir.is þann 17. nóv. s.l. fjallaði prófessor dr Þorvaldur Gylfason um fækkun alþingismanna og er það í framhaldi af fyrri ábendingum hans í sömu átt. Hann nefnir til sögunnar skoðanir Gylfa Þ. Gíslasonar og Ólafs Jóhannessonar frá 1946 um að fjöldi þingmanna geti verið 33 (Gylfi) eða 40 (Ólafur). Þorvaldur virðist telja að mæta megi áhrifum af fækkun þingmanna nú með auknum kröfum til þeirra sem sitji á Alþingi. Þorvaldur bendir á að með fækkun þingmanna megi „spara fé og lyfta Alþingi". Því oftar sem þessi mótsagnakennda skoðun Þorvaldar er birt í Fréttablaðinu eða á www.visir.is, því meira undrast maður að jafn virtur skólamaður og hann er skuli ekki hirða um að gera lesendum grein fyrir áhrifsmódelinu sem að baki skrifum hans býr og þeim skólakenningum sem skýra staðhæfingar hans. Eða hvernig má það vera að fækkun alþingismanna um allt að helming geti lyft Alþingi? Slík fullyrðing þarfnast greinargóðra skýringa. Ábendingar Gylfa Þ. Gíslasonar og Ólafs Jóhannessonar eru frá tíma þegar starfsemi Alþingis var með allt öðru sniði en nú er og umfang verkefna þess ósambærilegt. Af þessum ástæðum og fleirum verður ekki fjallað um þær, einungis bent á að einar og sér eru þær ekki mikið leiðarljós fyrir Alþingi í dag. Sú mynd af störfum Alþingis sem blasir við þjóðinni í sjónvarpi er á margan hátt villandi. Ýmislegt sem fram fer getur kastað rýrð á virðingu Alþingis og hvatt til laklegra vinnubragða. Starfsemi þingdeildarinnar er frjálsleg og ekki er tímasetning á viðburðum. Andsvör orka oft tvímælis, þau geta kippt fótunum undan góðum og vönduðum ræðum alþingismanna með einni hnitmiðaðri og ósanngjarnri athugasemd. Því er rétt að minna á að starfsemi Alþingis er að litlu leyti sýnileg almenningi. Mikið af hinum eiginlegu störfum Alþingis fer fram í nefndum þess. Þær eru 12 og nefndasæti eru 119, þannig að margir alþingismenn sitja í mörgum nefndum og eru það einkum stjórnarliðar. Þetta kerfi getur tæpast verið minna en það er. Í því efni gildir ekki endilega að lítil þjóð þurfi minna nefndastarf en stærri. Vissulega getur reglusetning í Danmörk verið eitthvað flóknari en á Íslandi, en samkvæmt vefjum þjóðþinga þessara ríkja er unninn tímafjöldi í nefndakerfi Alþingis innan við helmingur miðað við Folketinget. Og þá hlýtur maður að spyrja sig hvort íslenskir þingmenn hugsi tvöfalt hraðar en danskir. Ef taka á alvarlega hugmyndir um fækkun þingmanna verður að gera grein fyrir því hvaða áhrif það gæti haft á gæði starfa á Alþingi og afköst þess og hvernig það rækir hlutverk sitt í samfélaginu. Í þessu efni þarf að tilgreina leiðir, því máli skiptir hvort nefndum er einfaldlega fækkað, sem minnkar afköst hlutfallslega eða hvort nefndarmönnum er fækkað, sem minnkar afköst eftir flóknara módeli. Þá skiptir fundalengd og fundatíðni máli. Til greina kemur að rannsaka hvernig má ná sem mestri nýtingu út úr óvenjulega fámennu nefndakerfi og er bent á rannsóknaraðferðir leikjafræðinnar. Það að ráðherrar sitji ekki á þingi mun styrkja nefndakerfið, því þá fjölgar stjórnarliðum á Alþingi, það myndi einkum draga úr tíðni þess að einstakir þingmenn sitji í þremur nefndum. Alþingi hefur sjaldan verið óvinsælla en nú og það kann að vera auðsótt mál hjá almenningi að lækka kostnað við þinghaldið, hvort sem það er raunhæft eða æskilegt. Fækkun alþingismanna um allt að helming er stórmál og virðist ganga gegn útbreiddum sjónarmiðum um að styrkja þurfi störf löggjafarvaldsins. Því verður Þorvaldur Gylfason að gera grein fyrir því hvaða áhrif fækkunin getur haft á störf þingsins og ekki síst hvernig nefndastarfi þess verður háttað þegar fækkunartillögur hans hafa verið framkvæmdar.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar