Íslenski boltinn

Fimm leikir í 1. deild karla í kvöld - Breiðholtsslagur á Leiknisvelli

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Sigursteinn Gíslason tekur á móti ÍR í kvöld.
Sigursteinn Gíslason tekur á móti ÍR í kvöld. Fréttablaðið/Valli
Breiðholtsslagurinn á milli Leiknis og ÍR í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld verður æsispennandi. Þetta er lykilleikur í deildinni.

Leiknismenn tróna á toppi deildarinnar með 35 stig, sex stigum á undan nágrönnum sínum úr neðra Breiðholti. ÍR vann fyrri leikinn og því á Leiknir harma að hefna.

Leiknir kemst í frábæra stöðu með sigri en vinni ÍR setur það toppbaráttuna í einn spennandi hnút.

Víkingar eru í öðru sæti en þeir mæta Þrótti í kvöld. Þá fer ÍA til Njarðvíkur en frítt er á þann leik á meðan Fjarðabyggð tekur á móti HK. Þá heimsækir Grótta Akureyri og mætir þar Þórsurum.

Smelltu hér til að sjá stöðuna í deildinni.

Leikir kvöldsins:

Þór-Grótta (18.30)

Fjarðabyggð-HK (18.30)

Víkingur-Þróttur (19.00)

Leiknir-ÍR (19.00)

Njarðvík-ÍA (19.00)








Fleiri fréttir

Sjá meira


×