Ross Beaty sýnir sitt rétta andlit 27. ágúst 2010 06:15 Á forsíðu Fréttablaðsins í dag blasir við fyrirsögnin: „Vill síður selja orku til álvera.“ Þar er sagt frá því að Ross Beaty, hinn erlendi eigandi Magma Energy, lýsi þeirri skoðun í bréfi til iðnaðarráðherra að æskilegra sé að selja græna orku frá Hitaveitu Suðurnesja til annarra fyrirtækja en álvera. Slík fyrirtæki séu að auki reiðubúin að greiða mun hærra verð fyrir orkuna. Hljómar vel, ekki satt? En bíðið hæg. Hvaða fyrirtæki eru í raun tilbúin til að fjárfesta hér á Suðurnesjum, hvað þá að greiða hærra orkuverð? Hver er reynsla okkar? Undanfara tvo áratugi hafa um 30 erlendir fjárfestar komið hingað, skoðað aðstæður fyrir iðnað og kynnt sér orkuöflun. Þar má nefna mögulega stálröraverksmiðju, álþynnuverksmiðju, efnaverksmiðjur, vatnsútflutning, frystigeymslur, magnesíumverksmiðju, lýsisafurðir, kísilflöguverksmiðju ofl. Bæjaryfirvöld og Hitaveita Suðurnesja hafa hitt þessa menn og sýnt áhuga á samstarfi en samt hefur ekkert komið út úr þessu ennþá nema kostnaður fyrir okkur. Nákvæmlega ekkert. Núll! Hins vegar hafa sveitarflélög lagt út hundruð milljóna í lóðarframkvæmdir. Þegar á reynir hafa þessir aðilar nefnilega sprungið á limminu og látið sig hverfa. Oft er þetta vegna þess að viðkomandi fyrirtæki hafa ekki bolmagn til að ábyrgjast kaup á raforku mörg ár fram í tímann eins og álfyrirtækin verða að gera, eða einfaldlega skort viðskiptavini. Menn mega ekki láta þann svarm af spekúlöntum sem hér flögrar um árlega villa sér sýn. Oft er um að ræða tækifærissinna sem hafa uppi stór orð um spennandi verkefni en þegar fólki í ráðuneytum, sveitarfélögum og fyrirtækjum hefur verið snúið í nokkra hringi, kemur í ljós að fjárhagslegt bakland spekúlantsins var aldrei fyrir hendi og hann gufar upp. Þegar Ross Beaty keypti Hitaveitu Suðurnesja, fylgdi með í kaupunum orkusölusamningur við Norðurál vegna álvers í Helguvík. Þar er skýrt kveðið á um skyldur Hitaveitunnar um afhendingu orku til álversins en jafnframt er Hitaveitunni tryggð góð arðsemi af viðskiptunum. Ross Beaty hefur orð á sér fyrir að vera snjall í viðskiptum, sérstaklega í því að ná góðum hagnaði á skömmum tíma. Getur hugsast að snilldin í þessu tilviki liggi í því að losna við að standa við skuldbindingar Hitaveitunnar gagnvart Norðuráli og binda fé sitt í frekari framkvæmdum á Íslandi? Er hann kannski að óska liðsinnis iðnaðarráðherra við að blása álverið af? Hvers konar snillingur er það annars sem ver tugum milljarða í viðskipti sem hann vill ekki vera í? Að minnsta kosti trúi ég því ekki að hann sé svo skyni skroppinn að halda að alvöru erlendir fjárfestar bíði í röðum eftir því að fjárfesta hér á Suðurnesjum. Reynslan sýnir einfaldlega annað. Kannski sýnir þessi forsíðufrétt vanda íslensks atvinnulífs í hnotskurn. Sá sem skilur, hvers vegna þvælan um alla ríku útlendingana, sem bíða í röðum eftir að leggja fé sitt í áhættufjárfestingar hér á landi, er innistæðulaus, skilur um leið hvers vegna við megum ekki reka alvöru fjárfesta eins og Norðurál af höndum okkar. Þetta er spurningin um það hvernig alvöru störf fyrir þúsundir Íslendinga verða til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Á forsíðu Fréttablaðsins í dag blasir við fyrirsögnin: „Vill síður selja orku til álvera.“ Þar er sagt frá því að Ross Beaty, hinn erlendi eigandi Magma Energy, lýsi þeirri skoðun í bréfi til iðnaðarráðherra að æskilegra sé að selja græna orku frá Hitaveitu Suðurnesja til annarra fyrirtækja en álvera. Slík fyrirtæki séu að auki reiðubúin að greiða mun hærra verð fyrir orkuna. Hljómar vel, ekki satt? En bíðið hæg. Hvaða fyrirtæki eru í raun tilbúin til að fjárfesta hér á Suðurnesjum, hvað þá að greiða hærra orkuverð? Hver er reynsla okkar? Undanfara tvo áratugi hafa um 30 erlendir fjárfestar komið hingað, skoðað aðstæður fyrir iðnað og kynnt sér orkuöflun. Þar má nefna mögulega stálröraverksmiðju, álþynnuverksmiðju, efnaverksmiðjur, vatnsútflutning, frystigeymslur, magnesíumverksmiðju, lýsisafurðir, kísilflöguverksmiðju ofl. Bæjaryfirvöld og Hitaveita Suðurnesja hafa hitt þessa menn og sýnt áhuga á samstarfi en samt hefur ekkert komið út úr þessu ennþá nema kostnaður fyrir okkur. Nákvæmlega ekkert. Núll! Hins vegar hafa sveitarflélög lagt út hundruð milljóna í lóðarframkvæmdir. Þegar á reynir hafa þessir aðilar nefnilega sprungið á limminu og látið sig hverfa. Oft er þetta vegna þess að viðkomandi fyrirtæki hafa ekki bolmagn til að ábyrgjast kaup á raforku mörg ár fram í tímann eins og álfyrirtækin verða að gera, eða einfaldlega skort viðskiptavini. Menn mega ekki láta þann svarm af spekúlöntum sem hér flögrar um árlega villa sér sýn. Oft er um að ræða tækifærissinna sem hafa uppi stór orð um spennandi verkefni en þegar fólki í ráðuneytum, sveitarfélögum og fyrirtækjum hefur verið snúið í nokkra hringi, kemur í ljós að fjárhagslegt bakland spekúlantsins var aldrei fyrir hendi og hann gufar upp. Þegar Ross Beaty keypti Hitaveitu Suðurnesja, fylgdi með í kaupunum orkusölusamningur við Norðurál vegna álvers í Helguvík. Þar er skýrt kveðið á um skyldur Hitaveitunnar um afhendingu orku til álversins en jafnframt er Hitaveitunni tryggð góð arðsemi af viðskiptunum. Ross Beaty hefur orð á sér fyrir að vera snjall í viðskiptum, sérstaklega í því að ná góðum hagnaði á skömmum tíma. Getur hugsast að snilldin í þessu tilviki liggi í því að losna við að standa við skuldbindingar Hitaveitunnar gagnvart Norðuráli og binda fé sitt í frekari framkvæmdum á Íslandi? Er hann kannski að óska liðsinnis iðnaðarráðherra við að blása álverið af? Hvers konar snillingur er það annars sem ver tugum milljarða í viðskipti sem hann vill ekki vera í? Að minnsta kosti trúi ég því ekki að hann sé svo skyni skroppinn að halda að alvöru erlendir fjárfestar bíði í röðum eftir því að fjárfesta hér á Suðurnesjum. Reynslan sýnir einfaldlega annað. Kannski sýnir þessi forsíðufrétt vanda íslensks atvinnulífs í hnotskurn. Sá sem skilur, hvers vegna þvælan um alla ríku útlendingana, sem bíða í röðum eftir að leggja fé sitt í áhættufjárfestingar hér á landi, er innistæðulaus, skilur um leið hvers vegna við megum ekki reka alvöru fjárfesta eins og Norðurál af höndum okkar. Þetta er spurningin um það hvernig alvöru störf fyrir þúsundir Íslendinga verða til.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun