Ross Beaty sýnir sitt rétta andlit 27. ágúst 2010 06:15 Á forsíðu Fréttablaðsins í dag blasir við fyrirsögnin: „Vill síður selja orku til álvera.“ Þar er sagt frá því að Ross Beaty, hinn erlendi eigandi Magma Energy, lýsi þeirri skoðun í bréfi til iðnaðarráðherra að æskilegra sé að selja græna orku frá Hitaveitu Suðurnesja til annarra fyrirtækja en álvera. Slík fyrirtæki séu að auki reiðubúin að greiða mun hærra verð fyrir orkuna. Hljómar vel, ekki satt? En bíðið hæg. Hvaða fyrirtæki eru í raun tilbúin til að fjárfesta hér á Suðurnesjum, hvað þá að greiða hærra orkuverð? Hver er reynsla okkar? Undanfara tvo áratugi hafa um 30 erlendir fjárfestar komið hingað, skoðað aðstæður fyrir iðnað og kynnt sér orkuöflun. Þar má nefna mögulega stálröraverksmiðju, álþynnuverksmiðju, efnaverksmiðjur, vatnsútflutning, frystigeymslur, magnesíumverksmiðju, lýsisafurðir, kísilflöguverksmiðju ofl. Bæjaryfirvöld og Hitaveita Suðurnesja hafa hitt þessa menn og sýnt áhuga á samstarfi en samt hefur ekkert komið út úr þessu ennþá nema kostnaður fyrir okkur. Nákvæmlega ekkert. Núll! Hins vegar hafa sveitarflélög lagt út hundruð milljóna í lóðarframkvæmdir. Þegar á reynir hafa þessir aðilar nefnilega sprungið á limminu og látið sig hverfa. Oft er þetta vegna þess að viðkomandi fyrirtæki hafa ekki bolmagn til að ábyrgjast kaup á raforku mörg ár fram í tímann eins og álfyrirtækin verða að gera, eða einfaldlega skort viðskiptavini. Menn mega ekki láta þann svarm af spekúlöntum sem hér flögrar um árlega villa sér sýn. Oft er um að ræða tækifærissinna sem hafa uppi stór orð um spennandi verkefni en þegar fólki í ráðuneytum, sveitarfélögum og fyrirtækjum hefur verið snúið í nokkra hringi, kemur í ljós að fjárhagslegt bakland spekúlantsins var aldrei fyrir hendi og hann gufar upp. Þegar Ross Beaty keypti Hitaveitu Suðurnesja, fylgdi með í kaupunum orkusölusamningur við Norðurál vegna álvers í Helguvík. Þar er skýrt kveðið á um skyldur Hitaveitunnar um afhendingu orku til álversins en jafnframt er Hitaveitunni tryggð góð arðsemi af viðskiptunum. Ross Beaty hefur orð á sér fyrir að vera snjall í viðskiptum, sérstaklega í því að ná góðum hagnaði á skömmum tíma. Getur hugsast að snilldin í þessu tilviki liggi í því að losna við að standa við skuldbindingar Hitaveitunnar gagnvart Norðuráli og binda fé sitt í frekari framkvæmdum á Íslandi? Er hann kannski að óska liðsinnis iðnaðarráðherra við að blása álverið af? Hvers konar snillingur er það annars sem ver tugum milljarða í viðskipti sem hann vill ekki vera í? Að minnsta kosti trúi ég því ekki að hann sé svo skyni skroppinn að halda að alvöru erlendir fjárfestar bíði í röðum eftir því að fjárfesta hér á Suðurnesjum. Reynslan sýnir einfaldlega annað. Kannski sýnir þessi forsíðufrétt vanda íslensks atvinnulífs í hnotskurn. Sá sem skilur, hvers vegna þvælan um alla ríku útlendingana, sem bíða í röðum eftir að leggja fé sitt í áhættufjárfestingar hér á landi, er innistæðulaus, skilur um leið hvers vegna við megum ekki reka alvöru fjárfesta eins og Norðurál af höndum okkar. Þetta er spurningin um það hvernig alvöru störf fyrir þúsundir Íslendinga verða til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Á forsíðu Fréttablaðsins í dag blasir við fyrirsögnin: „Vill síður selja orku til álvera.“ Þar er sagt frá því að Ross Beaty, hinn erlendi eigandi Magma Energy, lýsi þeirri skoðun í bréfi til iðnaðarráðherra að æskilegra sé að selja græna orku frá Hitaveitu Suðurnesja til annarra fyrirtækja en álvera. Slík fyrirtæki séu að auki reiðubúin að greiða mun hærra verð fyrir orkuna. Hljómar vel, ekki satt? En bíðið hæg. Hvaða fyrirtæki eru í raun tilbúin til að fjárfesta hér á Suðurnesjum, hvað þá að greiða hærra orkuverð? Hver er reynsla okkar? Undanfara tvo áratugi hafa um 30 erlendir fjárfestar komið hingað, skoðað aðstæður fyrir iðnað og kynnt sér orkuöflun. Þar má nefna mögulega stálröraverksmiðju, álþynnuverksmiðju, efnaverksmiðjur, vatnsútflutning, frystigeymslur, magnesíumverksmiðju, lýsisafurðir, kísilflöguverksmiðju ofl. Bæjaryfirvöld og Hitaveita Suðurnesja hafa hitt þessa menn og sýnt áhuga á samstarfi en samt hefur ekkert komið út úr þessu ennþá nema kostnaður fyrir okkur. Nákvæmlega ekkert. Núll! Hins vegar hafa sveitarflélög lagt út hundruð milljóna í lóðarframkvæmdir. Þegar á reynir hafa þessir aðilar nefnilega sprungið á limminu og látið sig hverfa. Oft er þetta vegna þess að viðkomandi fyrirtæki hafa ekki bolmagn til að ábyrgjast kaup á raforku mörg ár fram í tímann eins og álfyrirtækin verða að gera, eða einfaldlega skort viðskiptavini. Menn mega ekki láta þann svarm af spekúlöntum sem hér flögrar um árlega villa sér sýn. Oft er um að ræða tækifærissinna sem hafa uppi stór orð um spennandi verkefni en þegar fólki í ráðuneytum, sveitarfélögum og fyrirtækjum hefur verið snúið í nokkra hringi, kemur í ljós að fjárhagslegt bakland spekúlantsins var aldrei fyrir hendi og hann gufar upp. Þegar Ross Beaty keypti Hitaveitu Suðurnesja, fylgdi með í kaupunum orkusölusamningur við Norðurál vegna álvers í Helguvík. Þar er skýrt kveðið á um skyldur Hitaveitunnar um afhendingu orku til álversins en jafnframt er Hitaveitunni tryggð góð arðsemi af viðskiptunum. Ross Beaty hefur orð á sér fyrir að vera snjall í viðskiptum, sérstaklega í því að ná góðum hagnaði á skömmum tíma. Getur hugsast að snilldin í þessu tilviki liggi í því að losna við að standa við skuldbindingar Hitaveitunnar gagnvart Norðuráli og binda fé sitt í frekari framkvæmdum á Íslandi? Er hann kannski að óska liðsinnis iðnaðarráðherra við að blása álverið af? Hvers konar snillingur er það annars sem ver tugum milljarða í viðskipti sem hann vill ekki vera í? Að minnsta kosti trúi ég því ekki að hann sé svo skyni skroppinn að halda að alvöru erlendir fjárfestar bíði í röðum eftir því að fjárfesta hér á Suðurnesjum. Reynslan sýnir einfaldlega annað. Kannski sýnir þessi forsíðufrétt vanda íslensks atvinnulífs í hnotskurn. Sá sem skilur, hvers vegna þvælan um alla ríku útlendingana, sem bíða í röðum eftir að leggja fé sitt í áhættufjárfestingar hér á landi, er innistæðulaus, skilur um leið hvers vegna við megum ekki reka alvöru fjárfesta eins og Norðurál af höndum okkar. Þetta er spurningin um það hvernig alvöru störf fyrir þúsundir Íslendinga verða til.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun