Íslenski boltinn

Aðeins FH hefur slegið út skosk lið í Evrópukeppni

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Úr leik FH og Dunfermline árið 2004.
Úr leik FH og Dunfermline árið 2004. Fréttablaðið/Vilhelm
Breiðablik þarf að horfa til Hafnarfjarðar í leit að íslensku liði sem hefur slegið út skoskt lið í Evrópukeppni. Það var FH sem sló út Dunfermline árið 2004 eftir hörku einvígi.

KR er eina félagið sem hefur unnið leik gegn skosku félagi utan FH, það var gegn Kilmarnock árið 1999. Þórhallur Hinriksson skoraði þá gott skallamark á lokasekúndum leiksins eftir sendingu frá Guðmundi Benediktssyni.

Íslensk lið hafa háð tólf einvígi gegn skoskum félögum en aðeins unnið eitt þeirra og tvo leiki af 25. Fjórum leikjum hefur lyktað með jafntefli en 19 tapast, nú síðast Blikar gegn Motherwell í fyrri leiknum úti.

Íslensk lið gegn skoskum:

KR:

1967: Aberdeen (1-14)

1999: Kilmarnock (1-2)

ÍA:

1983: Aberdeen (2-3)

1985: Aberdeen (2-7)

1995: Raith Rovers (2-3)

Keflavík:

1973: Hibernian (1-3)

1975: Dundee United (0-6)

Valur:

1975: Celtic (0-9)

1993: Aberdeen (0-7)

FH:

1990: Dundee United (3-5)

2004: Dunfermline (4-3)

ÍBV:

2000: Hearts (0-5)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×