Staða eldri borgara í dag Kolbrún Halldórsdóttir. skrifar 27. febrúar 2009 17:14 Það er ekki langt síðan að margir höfðu þá trú að uppsveifla ríkti í íslensku þjóðfélagi. Annað kom á daginn á haustmánuðum 2008 þegar efnahagskerfi þjóðarinnar hrundi. Óhætt er að fullyrða að enginn fari varhluta af áhrifum og afleiðingum hrunsins. Sú uppsveifla sem átti sér stað fram að því hafði leitt til þess að sumar atvinnugreinar stækkuðu á meðan aðrar drógust saman. Á tímabili var töluverður fólksflótti úr þeim störfum þar sem ekki var krafist framhalds- eða háskólamenntunar. Þau störf sem síst voru eftirsótt á þessum tíma voru m.a. ýmis aðhlynningar-, umönnunar- og þjónustustörf. Á þessum tíma var bæði leitað til eldri borgara og þeir sjálfir, sem treystu sér til, tóku að sér ýmis verkefni út í atvinnulífinu. Flestir voru og eru sammála um að starfskraftar úr röðum eldri borgara eru eftirsóttir starfskraftar enda fólk sem hefur lifað tímana tvenna, safnað að sér fjölþættri þekkingu og áratuga reynslu. Nú þegar aðstæður hafa breyst til hins verra og atvinnuleysi fer vaxandi með hverjum degi er því miður fyrirsjáanlegt að einmitt þessi litli hópur sem e.t.v. var að byrja að hasla sér völl á ný þegar þörfin var hvað mest hverfi nú hratt af vinnumarkaðnum. Eldri borgarar eru fjölbreyttur hópur sem eiga það aðeins eitt sameiginlegt að hafa náð ákveðnum aldri sem skilgreinir þá sem eldri borgara. Að öðru leyti er þessi hópur ekkert líkari eða ólíkari en hópar fólks á einhverju öðru aldursskeiði. Þegar vísað er til hópsins eldri borgarar kemur gjarnan upp í hugann hugtakið heilsa og hvort hún sé góð eða slæm. Þótt heilsuleysi geti gert vart við sig á öllum aldursskeiðum er ljóst að með hækkandi aldri aukast líkur á heilsubresti. En hópurinn sem við köllum eldri borgarar er ekki einsleitur hópur. Hluti þeirra er við góða heilsu, hluti við þokkalega heilsu og enn annar við bágborna heilsu. Félagslegar aðstæður eldri borgara eru einnig afar mismunandi. Sumir eiga því láni að fagna að eiga maka á lífi. Aðrir hafa misst maka sína, og í erfiðustu tilvikunum eru báðir aðilar orðnir máttfarnir og sjúkir. Fjárhagur og fjárhagsaðstæður er stór áhrifaþáttur í lífi eldri borgara. Leiða má líkum að því að margir eldri borgarar búi við þokkalegt fjárhagslegt öryggi. Þeir hafa margir hverjir á langri ævi unnið mikið, eignast húsnæði og alið upp börnin sín og geta nú notið ævistarfsins áhyggjulaus. Sjálfsagt er að gera ráð fyrir að fólk eigi að geta lifað áhyggjulausu lífi þegar það hefur lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Sú staða að eldri borgari þessa lands líði skort er fyrir flesta ónotaleg tilfinning. Þegar þessar efnahagshörmungar dundu yfir í lok síðasta árs töpuðu margir eldri borgarar miklu fé, sumir ævilöngum sparnaði sínum. Vitað var að dágóður hópur eldri borgara hafði ekki nægjanleg fjárráð áður en hrunið skall á. Fleiri hafa nú bæst í þann hóp. Það hlýtur að vera markmið allra stjórnmálaflokka sem vilja gera sig gildandi við stjórnvöl þjóðarskútunnar að helst enginn hvort sem það eru ungir eða aldnir fylli hóp þeirra sem líða skort. Það hlýtur jafnframt að vera markmið núverandi og komandi ráðamanna að leggja allt af mörkum til að geta boðið eldri borgurum að vera á vinnumarkaði eins og þeir treysta sér til. Með þátttöku þeirra í atvinnulífinu geta eldri borgarar miðlað til okkar hinna sem yngri eru þroskuðum viðhorfum, sögulegum venjum og hefðum og dýrmætum menningararfi. Slík arfleifð skilar sér í munnlegum samskiptum, þegar fólk talar saman. Tenging kynslóða er ávinningur fyrir samfélagið í heild sinni. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur gefur kost á sér í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það er ekki langt síðan að margir höfðu þá trú að uppsveifla ríkti í íslensku þjóðfélagi. Annað kom á daginn á haustmánuðum 2008 þegar efnahagskerfi þjóðarinnar hrundi. Óhætt er að fullyrða að enginn fari varhluta af áhrifum og afleiðingum hrunsins. Sú uppsveifla sem átti sér stað fram að því hafði leitt til þess að sumar atvinnugreinar stækkuðu á meðan aðrar drógust saman. Á tímabili var töluverður fólksflótti úr þeim störfum þar sem ekki var krafist framhalds- eða háskólamenntunar. Þau störf sem síst voru eftirsótt á þessum tíma voru m.a. ýmis aðhlynningar-, umönnunar- og þjónustustörf. Á þessum tíma var bæði leitað til eldri borgara og þeir sjálfir, sem treystu sér til, tóku að sér ýmis verkefni út í atvinnulífinu. Flestir voru og eru sammála um að starfskraftar úr röðum eldri borgara eru eftirsóttir starfskraftar enda fólk sem hefur lifað tímana tvenna, safnað að sér fjölþættri þekkingu og áratuga reynslu. Nú þegar aðstæður hafa breyst til hins verra og atvinnuleysi fer vaxandi með hverjum degi er því miður fyrirsjáanlegt að einmitt þessi litli hópur sem e.t.v. var að byrja að hasla sér völl á ný þegar þörfin var hvað mest hverfi nú hratt af vinnumarkaðnum. Eldri borgarar eru fjölbreyttur hópur sem eiga það aðeins eitt sameiginlegt að hafa náð ákveðnum aldri sem skilgreinir þá sem eldri borgara. Að öðru leyti er þessi hópur ekkert líkari eða ólíkari en hópar fólks á einhverju öðru aldursskeiði. Þegar vísað er til hópsins eldri borgarar kemur gjarnan upp í hugann hugtakið heilsa og hvort hún sé góð eða slæm. Þótt heilsuleysi geti gert vart við sig á öllum aldursskeiðum er ljóst að með hækkandi aldri aukast líkur á heilsubresti. En hópurinn sem við köllum eldri borgarar er ekki einsleitur hópur. Hluti þeirra er við góða heilsu, hluti við þokkalega heilsu og enn annar við bágborna heilsu. Félagslegar aðstæður eldri borgara eru einnig afar mismunandi. Sumir eiga því láni að fagna að eiga maka á lífi. Aðrir hafa misst maka sína, og í erfiðustu tilvikunum eru báðir aðilar orðnir máttfarnir og sjúkir. Fjárhagur og fjárhagsaðstæður er stór áhrifaþáttur í lífi eldri borgara. Leiða má líkum að því að margir eldri borgarar búi við þokkalegt fjárhagslegt öryggi. Þeir hafa margir hverjir á langri ævi unnið mikið, eignast húsnæði og alið upp börnin sín og geta nú notið ævistarfsins áhyggjulaus. Sjálfsagt er að gera ráð fyrir að fólk eigi að geta lifað áhyggjulausu lífi þegar það hefur lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Sú staða að eldri borgari þessa lands líði skort er fyrir flesta ónotaleg tilfinning. Þegar þessar efnahagshörmungar dundu yfir í lok síðasta árs töpuðu margir eldri borgarar miklu fé, sumir ævilöngum sparnaði sínum. Vitað var að dágóður hópur eldri borgara hafði ekki nægjanleg fjárráð áður en hrunið skall á. Fleiri hafa nú bæst í þann hóp. Það hlýtur að vera markmið allra stjórnmálaflokka sem vilja gera sig gildandi við stjórnvöl þjóðarskútunnar að helst enginn hvort sem það eru ungir eða aldnir fylli hóp þeirra sem líða skort. Það hlýtur jafnframt að vera markmið núverandi og komandi ráðamanna að leggja allt af mörkum til að geta boðið eldri borgurum að vera á vinnumarkaði eins og þeir treysta sér til. Með þátttöku þeirra í atvinnulífinu geta eldri borgarar miðlað til okkar hinna sem yngri eru þroskuðum viðhorfum, sögulegum venjum og hefðum og dýrmætum menningararfi. Slík arfleifð skilar sér í munnlegum samskiptum, þegar fólk talar saman. Tenging kynslóða er ávinningur fyrir samfélagið í heild sinni. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur gefur kost á sér í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun