Staða eldri borgara í dag Kolbrún Halldórsdóttir. skrifar 27. febrúar 2009 17:14 Það er ekki langt síðan að margir höfðu þá trú að uppsveifla ríkti í íslensku þjóðfélagi. Annað kom á daginn á haustmánuðum 2008 þegar efnahagskerfi þjóðarinnar hrundi. Óhætt er að fullyrða að enginn fari varhluta af áhrifum og afleiðingum hrunsins. Sú uppsveifla sem átti sér stað fram að því hafði leitt til þess að sumar atvinnugreinar stækkuðu á meðan aðrar drógust saman. Á tímabili var töluverður fólksflótti úr þeim störfum þar sem ekki var krafist framhalds- eða háskólamenntunar. Þau störf sem síst voru eftirsótt á þessum tíma voru m.a. ýmis aðhlynningar-, umönnunar- og þjónustustörf. Á þessum tíma var bæði leitað til eldri borgara og þeir sjálfir, sem treystu sér til, tóku að sér ýmis verkefni út í atvinnulífinu. Flestir voru og eru sammála um að starfskraftar úr röðum eldri borgara eru eftirsóttir starfskraftar enda fólk sem hefur lifað tímana tvenna, safnað að sér fjölþættri þekkingu og áratuga reynslu. Nú þegar aðstæður hafa breyst til hins verra og atvinnuleysi fer vaxandi með hverjum degi er því miður fyrirsjáanlegt að einmitt þessi litli hópur sem e.t.v. var að byrja að hasla sér völl á ný þegar þörfin var hvað mest hverfi nú hratt af vinnumarkaðnum. Eldri borgarar eru fjölbreyttur hópur sem eiga það aðeins eitt sameiginlegt að hafa náð ákveðnum aldri sem skilgreinir þá sem eldri borgara. Að öðru leyti er þessi hópur ekkert líkari eða ólíkari en hópar fólks á einhverju öðru aldursskeiði. Þegar vísað er til hópsins eldri borgarar kemur gjarnan upp í hugann hugtakið heilsa og hvort hún sé góð eða slæm. Þótt heilsuleysi geti gert vart við sig á öllum aldursskeiðum er ljóst að með hækkandi aldri aukast líkur á heilsubresti. En hópurinn sem við köllum eldri borgarar er ekki einsleitur hópur. Hluti þeirra er við góða heilsu, hluti við þokkalega heilsu og enn annar við bágborna heilsu. Félagslegar aðstæður eldri borgara eru einnig afar mismunandi. Sumir eiga því láni að fagna að eiga maka á lífi. Aðrir hafa misst maka sína, og í erfiðustu tilvikunum eru báðir aðilar orðnir máttfarnir og sjúkir. Fjárhagur og fjárhagsaðstæður er stór áhrifaþáttur í lífi eldri borgara. Leiða má líkum að því að margir eldri borgarar búi við þokkalegt fjárhagslegt öryggi. Þeir hafa margir hverjir á langri ævi unnið mikið, eignast húsnæði og alið upp börnin sín og geta nú notið ævistarfsins áhyggjulaus. Sjálfsagt er að gera ráð fyrir að fólk eigi að geta lifað áhyggjulausu lífi þegar það hefur lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Sú staða að eldri borgari þessa lands líði skort er fyrir flesta ónotaleg tilfinning. Þegar þessar efnahagshörmungar dundu yfir í lok síðasta árs töpuðu margir eldri borgarar miklu fé, sumir ævilöngum sparnaði sínum. Vitað var að dágóður hópur eldri borgara hafði ekki nægjanleg fjárráð áður en hrunið skall á. Fleiri hafa nú bæst í þann hóp. Það hlýtur að vera markmið allra stjórnmálaflokka sem vilja gera sig gildandi við stjórnvöl þjóðarskútunnar að helst enginn hvort sem það eru ungir eða aldnir fylli hóp þeirra sem líða skort. Það hlýtur jafnframt að vera markmið núverandi og komandi ráðamanna að leggja allt af mörkum til að geta boðið eldri borgurum að vera á vinnumarkaði eins og þeir treysta sér til. Með þátttöku þeirra í atvinnulífinu geta eldri borgarar miðlað til okkar hinna sem yngri eru þroskuðum viðhorfum, sögulegum venjum og hefðum og dýrmætum menningararfi. Slík arfleifð skilar sér í munnlegum samskiptum, þegar fólk talar saman. Tenging kynslóða er ávinningur fyrir samfélagið í heild sinni. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur gefur kost á sér í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Það er ekki langt síðan að margir höfðu þá trú að uppsveifla ríkti í íslensku þjóðfélagi. Annað kom á daginn á haustmánuðum 2008 þegar efnahagskerfi þjóðarinnar hrundi. Óhætt er að fullyrða að enginn fari varhluta af áhrifum og afleiðingum hrunsins. Sú uppsveifla sem átti sér stað fram að því hafði leitt til þess að sumar atvinnugreinar stækkuðu á meðan aðrar drógust saman. Á tímabili var töluverður fólksflótti úr þeim störfum þar sem ekki var krafist framhalds- eða háskólamenntunar. Þau störf sem síst voru eftirsótt á þessum tíma voru m.a. ýmis aðhlynningar-, umönnunar- og þjónustustörf. Á þessum tíma var bæði leitað til eldri borgara og þeir sjálfir, sem treystu sér til, tóku að sér ýmis verkefni út í atvinnulífinu. Flestir voru og eru sammála um að starfskraftar úr röðum eldri borgara eru eftirsóttir starfskraftar enda fólk sem hefur lifað tímana tvenna, safnað að sér fjölþættri þekkingu og áratuga reynslu. Nú þegar aðstæður hafa breyst til hins verra og atvinnuleysi fer vaxandi með hverjum degi er því miður fyrirsjáanlegt að einmitt þessi litli hópur sem e.t.v. var að byrja að hasla sér völl á ný þegar þörfin var hvað mest hverfi nú hratt af vinnumarkaðnum. Eldri borgarar eru fjölbreyttur hópur sem eiga það aðeins eitt sameiginlegt að hafa náð ákveðnum aldri sem skilgreinir þá sem eldri borgara. Að öðru leyti er þessi hópur ekkert líkari eða ólíkari en hópar fólks á einhverju öðru aldursskeiði. Þegar vísað er til hópsins eldri borgarar kemur gjarnan upp í hugann hugtakið heilsa og hvort hún sé góð eða slæm. Þótt heilsuleysi geti gert vart við sig á öllum aldursskeiðum er ljóst að með hækkandi aldri aukast líkur á heilsubresti. En hópurinn sem við köllum eldri borgarar er ekki einsleitur hópur. Hluti þeirra er við góða heilsu, hluti við þokkalega heilsu og enn annar við bágborna heilsu. Félagslegar aðstæður eldri borgara eru einnig afar mismunandi. Sumir eiga því láni að fagna að eiga maka á lífi. Aðrir hafa misst maka sína, og í erfiðustu tilvikunum eru báðir aðilar orðnir máttfarnir og sjúkir. Fjárhagur og fjárhagsaðstæður er stór áhrifaþáttur í lífi eldri borgara. Leiða má líkum að því að margir eldri borgarar búi við þokkalegt fjárhagslegt öryggi. Þeir hafa margir hverjir á langri ævi unnið mikið, eignast húsnæði og alið upp börnin sín og geta nú notið ævistarfsins áhyggjulaus. Sjálfsagt er að gera ráð fyrir að fólk eigi að geta lifað áhyggjulausu lífi þegar það hefur lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Sú staða að eldri borgari þessa lands líði skort er fyrir flesta ónotaleg tilfinning. Þegar þessar efnahagshörmungar dundu yfir í lok síðasta árs töpuðu margir eldri borgarar miklu fé, sumir ævilöngum sparnaði sínum. Vitað var að dágóður hópur eldri borgara hafði ekki nægjanleg fjárráð áður en hrunið skall á. Fleiri hafa nú bæst í þann hóp. Það hlýtur að vera markmið allra stjórnmálaflokka sem vilja gera sig gildandi við stjórnvöl þjóðarskútunnar að helst enginn hvort sem það eru ungir eða aldnir fylli hóp þeirra sem líða skort. Það hlýtur jafnframt að vera markmið núverandi og komandi ráðamanna að leggja allt af mörkum til að geta boðið eldri borgurum að vera á vinnumarkaði eins og þeir treysta sér til. Með þátttöku þeirra í atvinnulífinu geta eldri borgarar miðlað til okkar hinna sem yngri eru þroskuðum viðhorfum, sögulegum venjum og hefðum og dýrmætum menningararfi. Slík arfleifð skilar sér í munnlegum samskiptum, þegar fólk talar saman. Tenging kynslóða er ávinningur fyrir samfélagið í heild sinni. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur gefur kost á sér í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun