Skuldir og skilningsleysi Guðmundur Steingrímsson skrifar 20. ágúst 2009 04:00 Þeir sem tala fyrir almennri niðurfellingu [skulda] hafa aldrei beinlínis sagt hver á að borga fyrir þetta. Það væri gaman að vita." Þetta er haft eftir varaformanni félags- og tryggingamálanefndar, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttir, í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær. Mig rekur í rogastans. Allur málflutningur þeirra, ekki síst framsóknarmanna, sem hafa barist fyrir almennri niðurfærslu höfuðstóls skulda heimilanna hefur gengið út á það að útskýra hvaðan peningarnir eiga að koma. Eins og Sigríður veit eru allar líkur á að afföll hafi orðið á íbúðalánasöfnum, af ýmsum ástæðum, við uppgjör bankanna á dögunum. Gert er ráð fyrir minni heimtum. Spurningin er sú hvernig hægt er að láta þessi afföll renna til íslenskra heimila. Nokkrar leiðir eru í boði: 1) að láta þau renna sem allra minnst til heimilanna, 2) að láta þau renna til sumra heimila, 3) að láta þau renna jafnt til allra heimila, 4) að bjóða heimilum upp á einhvers konar val í þessum efnum. Stjórnarmeirihlutinn, utan einstakra þingmanna, hefur brugðið fyrir sig sama skilningsleysi og Sigríður gagnvart hugmyndum um almenna niðurfærslu skulda. Ef skilningsleysið hefur ekki orðið fyrir valinu hefur hugmyndum framsóknarmanna, sem settar hafa verið fram af hógværð og með öllum fyrirvörum um útfærslur, verið mætt með svo tilfinningaríkri höfnun að undrum sætir. Þrátt fyrir þetta ætla ég enn að vona að hægt verði að vekja ríkisstjórnina til viðureignar við þennan vanda. Það er flestum orðið ljóst að minnkandi greiðsluvilji skuldara er orðinn verulegt vandamál sem verður stærra ef ekkert er gert. Áðurnefnd viðbrögð við hugmyndum um almenna niðurfærslu höfuðstóls ætla ég því að leyfa mér að túlka sem pólitískt spil, eins og gengur, en halda í þá trú að undir niðri dormi þó eftir allt saman skynsemin. Af hverju ætti jú ríkisstjórnin beinlínis að leggjast gegn því að afföll fasteignalána renni til íslenskra heimila? Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem tala fyrir almennri niðurfellingu [skulda] hafa aldrei beinlínis sagt hver á að borga fyrir þetta. Það væri gaman að vita." Þetta er haft eftir varaformanni félags- og tryggingamálanefndar, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttir, í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær. Mig rekur í rogastans. Allur málflutningur þeirra, ekki síst framsóknarmanna, sem hafa barist fyrir almennri niðurfærslu höfuðstóls skulda heimilanna hefur gengið út á það að útskýra hvaðan peningarnir eiga að koma. Eins og Sigríður veit eru allar líkur á að afföll hafi orðið á íbúðalánasöfnum, af ýmsum ástæðum, við uppgjör bankanna á dögunum. Gert er ráð fyrir minni heimtum. Spurningin er sú hvernig hægt er að láta þessi afföll renna til íslenskra heimila. Nokkrar leiðir eru í boði: 1) að láta þau renna sem allra minnst til heimilanna, 2) að láta þau renna til sumra heimila, 3) að láta þau renna jafnt til allra heimila, 4) að bjóða heimilum upp á einhvers konar val í þessum efnum. Stjórnarmeirihlutinn, utan einstakra þingmanna, hefur brugðið fyrir sig sama skilningsleysi og Sigríður gagnvart hugmyndum um almenna niðurfærslu skulda. Ef skilningsleysið hefur ekki orðið fyrir valinu hefur hugmyndum framsóknarmanna, sem settar hafa verið fram af hógværð og með öllum fyrirvörum um útfærslur, verið mætt með svo tilfinningaríkri höfnun að undrum sætir. Þrátt fyrir þetta ætla ég enn að vona að hægt verði að vekja ríkisstjórnina til viðureignar við þennan vanda. Það er flestum orðið ljóst að minnkandi greiðsluvilji skuldara er orðinn verulegt vandamál sem verður stærra ef ekkert er gert. Áðurnefnd viðbrögð við hugmyndum um almenna niðurfærslu höfuðstóls ætla ég því að leyfa mér að túlka sem pólitískt spil, eins og gengur, en halda í þá trú að undir niðri dormi þó eftir allt saman skynsemin. Af hverju ætti jú ríkisstjórnin beinlínis að leggjast gegn því að afföll fasteignalána renni til íslenskra heimila? Höfundur er þingmaður.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun