Skuldir og skilningsleysi Guðmundur Steingrímsson skrifar 20. ágúst 2009 04:00 Þeir sem tala fyrir almennri niðurfellingu [skulda] hafa aldrei beinlínis sagt hver á að borga fyrir þetta. Það væri gaman að vita." Þetta er haft eftir varaformanni félags- og tryggingamálanefndar, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttir, í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær. Mig rekur í rogastans. Allur málflutningur þeirra, ekki síst framsóknarmanna, sem hafa barist fyrir almennri niðurfærslu höfuðstóls skulda heimilanna hefur gengið út á það að útskýra hvaðan peningarnir eiga að koma. Eins og Sigríður veit eru allar líkur á að afföll hafi orðið á íbúðalánasöfnum, af ýmsum ástæðum, við uppgjör bankanna á dögunum. Gert er ráð fyrir minni heimtum. Spurningin er sú hvernig hægt er að láta þessi afföll renna til íslenskra heimila. Nokkrar leiðir eru í boði: 1) að láta þau renna sem allra minnst til heimilanna, 2) að láta þau renna til sumra heimila, 3) að láta þau renna jafnt til allra heimila, 4) að bjóða heimilum upp á einhvers konar val í þessum efnum. Stjórnarmeirihlutinn, utan einstakra þingmanna, hefur brugðið fyrir sig sama skilningsleysi og Sigríður gagnvart hugmyndum um almenna niðurfærslu skulda. Ef skilningsleysið hefur ekki orðið fyrir valinu hefur hugmyndum framsóknarmanna, sem settar hafa verið fram af hógværð og með öllum fyrirvörum um útfærslur, verið mætt með svo tilfinningaríkri höfnun að undrum sætir. Þrátt fyrir þetta ætla ég enn að vona að hægt verði að vekja ríkisstjórnina til viðureignar við þennan vanda. Það er flestum orðið ljóst að minnkandi greiðsluvilji skuldara er orðinn verulegt vandamál sem verður stærra ef ekkert er gert. Áðurnefnd viðbrögð við hugmyndum um almenna niðurfærslu höfuðstóls ætla ég því að leyfa mér að túlka sem pólitískt spil, eins og gengur, en halda í þá trú að undir niðri dormi þó eftir allt saman skynsemin. Af hverju ætti jú ríkisstjórnin beinlínis að leggjast gegn því að afföll fasteignalána renni til íslenskra heimila? Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þeir sem tala fyrir almennri niðurfellingu [skulda] hafa aldrei beinlínis sagt hver á að borga fyrir þetta. Það væri gaman að vita." Þetta er haft eftir varaformanni félags- og tryggingamálanefndar, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttir, í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær. Mig rekur í rogastans. Allur málflutningur þeirra, ekki síst framsóknarmanna, sem hafa barist fyrir almennri niðurfærslu höfuðstóls skulda heimilanna hefur gengið út á það að útskýra hvaðan peningarnir eiga að koma. Eins og Sigríður veit eru allar líkur á að afföll hafi orðið á íbúðalánasöfnum, af ýmsum ástæðum, við uppgjör bankanna á dögunum. Gert er ráð fyrir minni heimtum. Spurningin er sú hvernig hægt er að láta þessi afföll renna til íslenskra heimila. Nokkrar leiðir eru í boði: 1) að láta þau renna sem allra minnst til heimilanna, 2) að láta þau renna til sumra heimila, 3) að láta þau renna jafnt til allra heimila, 4) að bjóða heimilum upp á einhvers konar val í þessum efnum. Stjórnarmeirihlutinn, utan einstakra þingmanna, hefur brugðið fyrir sig sama skilningsleysi og Sigríður gagnvart hugmyndum um almenna niðurfærslu skulda. Ef skilningsleysið hefur ekki orðið fyrir valinu hefur hugmyndum framsóknarmanna, sem settar hafa verið fram af hógværð og með öllum fyrirvörum um útfærslur, verið mætt með svo tilfinningaríkri höfnun að undrum sætir. Þrátt fyrir þetta ætla ég enn að vona að hægt verði að vekja ríkisstjórnina til viðureignar við þennan vanda. Það er flestum orðið ljóst að minnkandi greiðsluvilji skuldara er orðinn verulegt vandamál sem verður stærra ef ekkert er gert. Áðurnefnd viðbrögð við hugmyndum um almenna niðurfærslu höfuðstóls ætla ég því að leyfa mér að túlka sem pólitískt spil, eins og gengur, en halda í þá trú að undir niðri dormi þó eftir allt saman skynsemin. Af hverju ætti jú ríkisstjórnin beinlínis að leggjast gegn því að afföll fasteignalána renni til íslenskra heimila? Höfundur er þingmaður.
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar