Nýsköpun til framtíðar Katrín Jakobsdóttir og Katrín Júlíusdóttir skrifa um nýsköpun skrifar 30. maí 2009 05:45 Í þeim hremmingum sem Ísland gengur nú í gegnum þurfum við Íslendingar að horfa til framtíðar með hæfilegri blöndu af bjartsýni og raunsæi. Ljóst er að þær aðstæður sem hafa skapast í efnahagslífi þjóðarinnar eru með þeim hætti að þörf er á sterkri stefnu og framtíðarsýn. Einn þeirra þátta sem ný ríkisstjórn lítur til er nýsköpun. Við Íslendingar höfum vakið athygli víða fyrir skapandi starf, bæði í listum og í tækniþróun, hönnun og nýsköpun eins og sést á fyrirtækjum á borð við Marel, Össur og CCP og Nikita. Á síðustu vikum og mánuðum hafa margar góðar hugmyndir komið fram sem tengjast skapandi atvinnugreinum. Eins og við vitum er leiðin frá hugmynd til framkvæmdar stundum löng og ferðalagið háð fjármögnun. Það var því með mikilli gleði sem við sem ráðherrar iðnaðar og mennta- og menningarmála ákváðum að veitt yrði 15 milljónum aukalega til að styrkja Nýsköpunarsjóð námsmanna og auka þannig möguleika háskólanema á að stunda rannsóknir í sumar og undirstrika mikilvægi rannsókna og nýsköpunar í uppbyggingu Íslands.Nýsköpunarsjóður námsmanna var stofnaður sumarið 1992 þegar Röskva, samtök félagshyggjufólks við HÍ, lagði fram tillögu í Stúdentaráði. Á þessum árum var atvinnuleysi mikið meðal námsmanna og erfitt að finna sumarstörf sem tengdust rannsóknum. Með stuðningi stjórnmálamanna og þá ekki síst Jóhönnu Sigurðardóttur var málinu unnið fylgi í ríkisstjórn og fékkst samþykkt fjárveiting upp á tíu milljónir króna. Sjóðurinn er nú samstarfsverkefni menntamálaráðuneytis, Reykjavíkurborgar, Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og sveitarfélaganna. Sautján árum síðar er Nýsköpunarsjóður námsmanna enn mikilvægur þáttur í lífi stúdenta og hefur í gegnum árin veitt mörgum námsmönnum tækifæri til að stíga sín fyrstu skref í rannsóknarstörfum. Sjóðurinn hefur auk þess að skapa ungu fólki atvinnu verið mikilvægur í að tvinna saman háskóla og atvinnulíf. Tengslin sem skapast hafa milli stúdenta, vísindamanna og atvinnulífs hafa skilað góðum árangri og skapað mörg tækifæri. Það er von okkar og vissa að stuðningur við Nýsköpunarsjóð námsmanna gagnist ekki aðeins styrkþegum heldur einnig íslensku samfélagi í lengd og bráð. Hlutverk Nýsköpunarsjóðs námsmanna í íslensku samfélagi hefur verið stórt en líklega aldrei mikilvægara en nú. Höfundar eru ráðherrar mennta- og menningarmála og iðnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Í þeim hremmingum sem Ísland gengur nú í gegnum þurfum við Íslendingar að horfa til framtíðar með hæfilegri blöndu af bjartsýni og raunsæi. Ljóst er að þær aðstæður sem hafa skapast í efnahagslífi þjóðarinnar eru með þeim hætti að þörf er á sterkri stefnu og framtíðarsýn. Einn þeirra þátta sem ný ríkisstjórn lítur til er nýsköpun. Við Íslendingar höfum vakið athygli víða fyrir skapandi starf, bæði í listum og í tækniþróun, hönnun og nýsköpun eins og sést á fyrirtækjum á borð við Marel, Össur og CCP og Nikita. Á síðustu vikum og mánuðum hafa margar góðar hugmyndir komið fram sem tengjast skapandi atvinnugreinum. Eins og við vitum er leiðin frá hugmynd til framkvæmdar stundum löng og ferðalagið háð fjármögnun. Það var því með mikilli gleði sem við sem ráðherrar iðnaðar og mennta- og menningarmála ákváðum að veitt yrði 15 milljónum aukalega til að styrkja Nýsköpunarsjóð námsmanna og auka þannig möguleika háskólanema á að stunda rannsóknir í sumar og undirstrika mikilvægi rannsókna og nýsköpunar í uppbyggingu Íslands.Nýsköpunarsjóður námsmanna var stofnaður sumarið 1992 þegar Röskva, samtök félagshyggjufólks við HÍ, lagði fram tillögu í Stúdentaráði. Á þessum árum var atvinnuleysi mikið meðal námsmanna og erfitt að finna sumarstörf sem tengdust rannsóknum. Með stuðningi stjórnmálamanna og þá ekki síst Jóhönnu Sigurðardóttur var málinu unnið fylgi í ríkisstjórn og fékkst samþykkt fjárveiting upp á tíu milljónir króna. Sjóðurinn er nú samstarfsverkefni menntamálaráðuneytis, Reykjavíkurborgar, Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og sveitarfélaganna. Sautján árum síðar er Nýsköpunarsjóður námsmanna enn mikilvægur þáttur í lífi stúdenta og hefur í gegnum árin veitt mörgum námsmönnum tækifæri til að stíga sín fyrstu skref í rannsóknarstörfum. Sjóðurinn hefur auk þess að skapa ungu fólki atvinnu verið mikilvægur í að tvinna saman háskóla og atvinnulíf. Tengslin sem skapast hafa milli stúdenta, vísindamanna og atvinnulífs hafa skilað góðum árangri og skapað mörg tækifæri. Það er von okkar og vissa að stuðningur við Nýsköpunarsjóð námsmanna gagnist ekki aðeins styrkþegum heldur einnig íslensku samfélagi í lengd og bráð. Hlutverk Nýsköpunarsjóðs námsmanna í íslensku samfélagi hefur verið stórt en líklega aldrei mikilvægara en nú. Höfundar eru ráðherrar mennta- og menningarmála og iðnaðar.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun