Borgaraleg handtaka Jón Þór Ólafsson skrifar 19. september 2009 06:00 Eva Joly segir allar líkur fyrir því að efnahagsbrot hafi verið framin en ríkisstjórnin hundsar færasta ráðgjafann sinn og hindrar rannsókn hrunsins með ónógum fjárframlögum. Í dag, næstum ári frá hruni, er ljóst að ríkisstjórnin mun leyfa flestum bankamönnunum að sleppa og skella skuldum sem þeir stofnuðu til á okkur. Réttlætingin fyrir því að borgararnir taki völdin í sínar hendur er vel greypt í réttlætisvitund og lög Vesturlanda. Borgaraleg handtaka hefur lengi verið lögleg á Vesturlöndum og var 26. mars 1991 bundin í „Lög um meðferð opinbera mála“ á Íslandi. Í 97. grein laganna segir: „1. Lögreglu er rétt að handtaka mann ef rökstuddur grunur er á að hann hafi framið brot sem sætt getur ákæru, enda sé handtaka nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, tryggja návist hans og öryggi eða koma í veg fyrir að hann spilli sönnunargögnum. 2. Sams konar heimild hefur hver sá sem stendur mann að broti sem sætt getur ákæru og varðað getur fangelsi. Afhenda skal hinn handtekna lögreglunni tafarlaust ásamt upplýsingum um ástæðu handtökunnar og hvenær hún fór fram.“ Ef við stöndum fólk í dag að broti sem sætt getur ákæru og varðað getur fangelsi getum við handtekið það. Það er gott að vita því spillingin grasserar enn. En er hægt að grípa til borgaralegrar handtöku núna vegna liðinna atburða? Mögulegt er að túlka lögin þannig að borgari sem stóð einhvern að verknaði sem hann vissi ekki að væri glæpsamlegur, gæti núna þegar hann veit betur framkvæmt borgaralega handtöku, til að ná fram tilgangi laganna: „að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, tryggja návist hans og öryggi eða koma í veg fyrir að hann spilli sönnunargögnum.“ Þeir sem þora geta reynt á þetta fyrir dómstólum, því bankamennirnir munu án efa kæra handtökuna. Mikið væri það góður dagur að sjá mennina sem orsökuðu hrunið handtekna og færða til lögreglu með myndavélar fjölmiðla í andlitinu. Þetta færi í heimspressuna og sýndi heiminum að það ábyrgasta sem Íslendingar gera er ekki að borga skuldir bankamannanna. Það ábyrgasta er að láta þá svara til saka.Höfundur er borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Eva Joly segir allar líkur fyrir því að efnahagsbrot hafi verið framin en ríkisstjórnin hundsar færasta ráðgjafann sinn og hindrar rannsókn hrunsins með ónógum fjárframlögum. Í dag, næstum ári frá hruni, er ljóst að ríkisstjórnin mun leyfa flestum bankamönnunum að sleppa og skella skuldum sem þeir stofnuðu til á okkur. Réttlætingin fyrir því að borgararnir taki völdin í sínar hendur er vel greypt í réttlætisvitund og lög Vesturlanda. Borgaraleg handtaka hefur lengi verið lögleg á Vesturlöndum og var 26. mars 1991 bundin í „Lög um meðferð opinbera mála“ á Íslandi. Í 97. grein laganna segir: „1. Lögreglu er rétt að handtaka mann ef rökstuddur grunur er á að hann hafi framið brot sem sætt getur ákæru, enda sé handtaka nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, tryggja návist hans og öryggi eða koma í veg fyrir að hann spilli sönnunargögnum. 2. Sams konar heimild hefur hver sá sem stendur mann að broti sem sætt getur ákæru og varðað getur fangelsi. Afhenda skal hinn handtekna lögreglunni tafarlaust ásamt upplýsingum um ástæðu handtökunnar og hvenær hún fór fram.“ Ef við stöndum fólk í dag að broti sem sætt getur ákæru og varðað getur fangelsi getum við handtekið það. Það er gott að vita því spillingin grasserar enn. En er hægt að grípa til borgaralegrar handtöku núna vegna liðinna atburða? Mögulegt er að túlka lögin þannig að borgari sem stóð einhvern að verknaði sem hann vissi ekki að væri glæpsamlegur, gæti núna þegar hann veit betur framkvæmt borgaralega handtöku, til að ná fram tilgangi laganna: „að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, tryggja návist hans og öryggi eða koma í veg fyrir að hann spilli sönnunargögnum.“ Þeir sem þora geta reynt á þetta fyrir dómstólum, því bankamennirnir munu án efa kæra handtökuna. Mikið væri það góður dagur að sjá mennina sem orsökuðu hrunið handtekna og færða til lögreglu með myndavélar fjölmiðla í andlitinu. Þetta færi í heimspressuna og sýndi heiminum að það ábyrgasta sem Íslendingar gera er ekki að borga skuldir bankamannanna. Það ábyrgasta er að láta þá svara til saka.Höfundur er borgari.
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar