Meðan ríkið sefur Jón Þór Ólafsson svarar grein Jónínu Michaelsdóttur skrifar 12. september 2009 06:00 Flest ríki í heiminum í dag hafa tekið sér einkaleyfi á beitingu ofbeldis innan sinna landamæra. Mistakist ríkjum það eins og raunin er með Írak og Afganistan eru þau kölluð „misheppnuð ríki“ (failed states). Ríkið réttlætir sína einokun á ofbeldi sem nauðsynlega til að vernda frelsi ríkisins og til að tryggja réttlæti innan þess. Stofnendur Bandaríkjanna voru ekki á sama máli. Um vantraust þeirra á ríkisvaldinu verður ekki villst í orðum fyrsta forseta Bandaríkjanna George Washington: „Eins og eldur er ríkisstjórn hættulegur þjónn og hræðilegur herra.“ Fyrir þeim var nauðsynlegt fyrir öryggi frjáls ríkis að borgarar þess stofnuðu sjálfstæðar sveitir vopnaðra manna (militias) og þann rétt borgaranna bundu þeir í stjórnarskrána. Þar að auki hefur rétturinn til borgaralegrar handtöku lengi verið bundinn í lögum á Vesturlöndum og á Íslandi frá 1991. Svo réttlætingin fyrir því að borgararnir vakni og taki völdin í sínar hendur er vel greypt í réttlætisvitund og lög Vesturlanda. Fyrri ríkisstjórnir sváfu á verðinum meðan bankamenn með aðstoð Seðlabankans spiluðu stærstu svikamyllu Íslandssögunnar. Núverandi ríkisstjórn sefur á meðan svikahrapparnir skjóta undan þjóðarauðinum. Sagan hefur kennt okkur að þegar ríki sem áskilur sér einkaleyfi á ofbeldi sefur á meðan réttlætisvitund borgaranna er ítrekað misboðið þá vakna þeir og taka til sinna ráða. Ráðin sem borgararnir grípa til hafa alltaf reynst misvel til að ná fram réttlæti, en Íslendingar myndu ekki í dag skvetta rauðri málningu ef ríkið svæfi ekki á meðan svikahrappar skjóta undan þjóðarauðinum. Höfundur er borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Flest ríki í heiminum í dag hafa tekið sér einkaleyfi á beitingu ofbeldis innan sinna landamæra. Mistakist ríkjum það eins og raunin er með Írak og Afganistan eru þau kölluð „misheppnuð ríki“ (failed states). Ríkið réttlætir sína einokun á ofbeldi sem nauðsynlega til að vernda frelsi ríkisins og til að tryggja réttlæti innan þess. Stofnendur Bandaríkjanna voru ekki á sama máli. Um vantraust þeirra á ríkisvaldinu verður ekki villst í orðum fyrsta forseta Bandaríkjanna George Washington: „Eins og eldur er ríkisstjórn hættulegur þjónn og hræðilegur herra.“ Fyrir þeim var nauðsynlegt fyrir öryggi frjáls ríkis að borgarar þess stofnuðu sjálfstæðar sveitir vopnaðra manna (militias) og þann rétt borgaranna bundu þeir í stjórnarskrána. Þar að auki hefur rétturinn til borgaralegrar handtöku lengi verið bundinn í lögum á Vesturlöndum og á Íslandi frá 1991. Svo réttlætingin fyrir því að borgararnir vakni og taki völdin í sínar hendur er vel greypt í réttlætisvitund og lög Vesturlanda. Fyrri ríkisstjórnir sváfu á verðinum meðan bankamenn með aðstoð Seðlabankans spiluðu stærstu svikamyllu Íslandssögunnar. Núverandi ríkisstjórn sefur á meðan svikahrapparnir skjóta undan þjóðarauðinum. Sagan hefur kennt okkur að þegar ríki sem áskilur sér einkaleyfi á ofbeldi sefur á meðan réttlætisvitund borgaranna er ítrekað misboðið þá vakna þeir og taka til sinna ráða. Ráðin sem borgararnir grípa til hafa alltaf reynst misvel til að ná fram réttlæti, en Íslendingar myndu ekki í dag skvetta rauðri málningu ef ríkið svæfi ekki á meðan svikahrappar skjóta undan þjóðarauðinum. Höfundur er borgari.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun