Iceland verslunarkeðjan fær ekki að greiða upp lán sín 15. janúar 2009 12:45 Lánadrottnar Iceland verslunarkeðjunnar í Bretlandi hafa hafnað beiðni stjórnenda keðjunnar um að fá að greiða upp hluta af lánum sínum. Iceland, sem er að mestu í eigu Baugs, hefur gengið mun betur en keppinautum sínum í fjármálakreppunni. Samkvæmt frétt á Reuters um málið vildu stjórnendur Iceland nota 75 milljón pund, eða rúma 14 milljarða kr., af lausafé sínu til að greiða upp lán sín á markaðsvöxtum. En bankarnir, sem eiga lánin, höfnuðu þessu. Reuters segir að viðræðunum um uppgreiðslu á þessum lánum sé nú lokið þar sem stjórnendur Iceland telja að kostnaðurinn við hana að óbreyttu hefði orðið of mikill. Uppgreiðsla á lánum við núverandi aðstæður er umdeild þar sem vextir hafa lækkað töluvert í kjölfar fjármálakreppunnar. Lántakendur vilja fá að greiða lánin upp á núverandi markaðsvöxtum en lánveitendur vilja að þau séu gerð upp á pari, það er með þeim vöxtum sem þau voru tekin á. Það spilar einnig inn í dæmið að lánveitendur vilja að fyrirtæki spari lausafé sitt við núverandi aðstæður. Hinsvegar varð það að samkomulagi við bankana sem halda á lánum Iceland að keðjunni var leyft að kaupa 51 af verslununum úr þrotabúi Woolworths keðjunnar sem Baugur átti hlut í. Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Lánadrottnar Iceland verslunarkeðjunnar í Bretlandi hafa hafnað beiðni stjórnenda keðjunnar um að fá að greiða upp hluta af lánum sínum. Iceland, sem er að mestu í eigu Baugs, hefur gengið mun betur en keppinautum sínum í fjármálakreppunni. Samkvæmt frétt á Reuters um málið vildu stjórnendur Iceland nota 75 milljón pund, eða rúma 14 milljarða kr., af lausafé sínu til að greiða upp lán sín á markaðsvöxtum. En bankarnir, sem eiga lánin, höfnuðu þessu. Reuters segir að viðræðunum um uppgreiðslu á þessum lánum sé nú lokið þar sem stjórnendur Iceland telja að kostnaðurinn við hana að óbreyttu hefði orðið of mikill. Uppgreiðsla á lánum við núverandi aðstæður er umdeild þar sem vextir hafa lækkað töluvert í kjölfar fjármálakreppunnar. Lántakendur vilja fá að greiða lánin upp á núverandi markaðsvöxtum en lánveitendur vilja að þau séu gerð upp á pari, það er með þeim vöxtum sem þau voru tekin á. Það spilar einnig inn í dæmið að lánveitendur vilja að fyrirtæki spari lausafé sitt við núverandi aðstæður. Hinsvegar varð það að samkomulagi við bankana sem halda á lánum Iceland að keðjunni var leyft að kaupa 51 af verslununum úr þrotabúi Woolworths keðjunnar sem Baugur átti hlut í.
Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira