Þorsteini Pálssyni svarað Árni Finnsson skrifar 3. febrúar 2009 06:00 Þorsteinn Pálsson skrifar í leiðara Fréttablaðsins þann 30. janúar, að „Rök þeirra gegn hvalveiðum byggjast hins vegar á því að Ísland verði að fylgja alþjóðapólitískum rétttrúnaði án tillits til fullveldisréttinda, vísindalegrar ráðgjafar um sjálfbæra nýtingu og heimilda að þjóðarétti. Öll er sú rökfærsla þverstæðukennd.“ Hér verður Þorsteini fótaskortur. Það var einmitt þessi „alþjóðapólitísk[i] rétttrúnaður“ sem Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson blésu á þegar Smuguveiðarnar voru til umfjöllunar árið 1993. Þorsteinn Pálsson, þá sjávarútvegsráðherra, var hins vegar andvígur Smuguveiðum enda fylgjandi „alþjóðapólitískum rétttrúnaði“ með vísan til skuldbindinga Íslands samkvæmt Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, að ógleymdum þeim málstað sem Íslendingar þá fylgdu í samningum um Úthafsveiðisáttmála Sameinuðu þjóðanna. Því miður varð Þorsteinn að láta í minni pokann fyrir Davíð og Jóni Baldvin. Vert er minna á að Hafréttarsáttmálinn veitir Íslandi 200 mílna fiskveiðilögsögu en ekki lögsögu yfir hvölum. Samkvæmt 65. grein sáttmálans eru sjávarspendýr undanskilin rétti strandríkja til nýtingar og er sérstaklega kveðið á um að ríki skuli eiga samvinnu um verndun og nýtingu sjávarspendýra, einkum hvala. Þorsteinn Pálsson var sjávarútvegsráðherra lungann úr 10. áratug síðustu aldar. Á þeim tíma fleygði hann og íslensk stjórnvöld hundruðum milljóna króna í tilraunir til að koma á nýju hvalveiðiráði (NAMMCO), stofnun sem Þorsteinn vissi mæta vel að myndi aldrei öðlast viðurkenningu alþjóðasamfélagins. Sennilega er það þess vegna sem ritstjórinn rökfasti reynir enn að verja hvalveiðar. Annað er að Evrópusinninn Þorsteinn Pálsson fagnar mjög pungsparki fráfarandi sjávarútvegsráðherra í Evrópusinna, hvort heldur er innan nýrrar ríkisstjórnar eða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins eftir tvo mánuði. Komi svo á daginn – sem verður að teljast líklegt – að ekki reynist unnt að selja hvalkjötið í Japan fyrr en seint og síðar meir – og þá við lágu verði – er hætt við að barátta Þorsteins fyrir hagnýtingu hvala með sprengiskutli verði Íslendingum bara til vandræða í samningum um aðild að ESB. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þorsteinn Pálsson skrifar í leiðara Fréttablaðsins þann 30. janúar, að „Rök þeirra gegn hvalveiðum byggjast hins vegar á því að Ísland verði að fylgja alþjóðapólitískum rétttrúnaði án tillits til fullveldisréttinda, vísindalegrar ráðgjafar um sjálfbæra nýtingu og heimilda að þjóðarétti. Öll er sú rökfærsla þverstæðukennd.“ Hér verður Þorsteini fótaskortur. Það var einmitt þessi „alþjóðapólitísk[i] rétttrúnaður“ sem Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson blésu á þegar Smuguveiðarnar voru til umfjöllunar árið 1993. Þorsteinn Pálsson, þá sjávarútvegsráðherra, var hins vegar andvígur Smuguveiðum enda fylgjandi „alþjóðapólitískum rétttrúnaði“ með vísan til skuldbindinga Íslands samkvæmt Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, að ógleymdum þeim málstað sem Íslendingar þá fylgdu í samningum um Úthafsveiðisáttmála Sameinuðu þjóðanna. Því miður varð Þorsteinn að láta í minni pokann fyrir Davíð og Jóni Baldvin. Vert er minna á að Hafréttarsáttmálinn veitir Íslandi 200 mílna fiskveiðilögsögu en ekki lögsögu yfir hvölum. Samkvæmt 65. grein sáttmálans eru sjávarspendýr undanskilin rétti strandríkja til nýtingar og er sérstaklega kveðið á um að ríki skuli eiga samvinnu um verndun og nýtingu sjávarspendýra, einkum hvala. Þorsteinn Pálsson var sjávarútvegsráðherra lungann úr 10. áratug síðustu aldar. Á þeim tíma fleygði hann og íslensk stjórnvöld hundruðum milljóna króna í tilraunir til að koma á nýju hvalveiðiráði (NAMMCO), stofnun sem Þorsteinn vissi mæta vel að myndi aldrei öðlast viðurkenningu alþjóðasamfélagins. Sennilega er það þess vegna sem ritstjórinn rökfasti reynir enn að verja hvalveiðar. Annað er að Evrópusinninn Þorsteinn Pálsson fagnar mjög pungsparki fráfarandi sjávarútvegsráðherra í Evrópusinna, hvort heldur er innan nýrrar ríkisstjórnar eða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins eftir tvo mánuði. Komi svo á daginn – sem verður að teljast líklegt – að ekki reynist unnt að selja hvalkjötið í Japan fyrr en seint og síðar meir – og þá við lágu verði – er hætt við að barátta Þorsteins fyrir hagnýtingu hvala með sprengiskutli verði Íslendingum bara til vandræða í samningum um aðild að ESB. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar