Morguninn var mislitur í asískum kauphöllum og var ýmist um lækkun eða hækkun helstu hlutabréfavísitalna að ræða. Þannig lækkaði japanska Nikkei-vísitalan um tæpt hálft prósentustig en Hang Seng-vísitalan í Hong Kong þokaðist upp um rúmt prósentustig.
Bréf japanska bílaframleiðandans Nissan féllu um 3,6 prósentustig eftir fjöldauppsagnir fyrirtækisins í Bretlandi en bjórframleiðendur í Japan áttu betri dag og ruku bréf Sapporo-bruggverksmiðjanna upp í kjölfar spár um aukna drykkju á árinu sem er að hefjast.