Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. apríl 2025 17:44 Donald Trump í garði Hvíta hússins í gær. AP/Evan Vucci Trump hefur ákveðið að hækka tolla á kínverskar vörur upp í 125 prósent vegna mótvægisaðgerða landsins. Þá segist hann hafa samþykkt níutíu daga hlé á tollaaðgerðir fyrir rúmlega 75 lönd sem svöruðu ekki með mótvægistollum og „gagnkvæmir tollar“ Bandaríkjanna á þessi lönd yrðu lækkaðir „samstundis“ niður í tíu prósent. Þetta kemur fram í færslu Bandaríkjaforseta á samfélagsmiðli hans, Truth Social. „Byggt á vanvirðingunni sem Kína hefur sýnt heimsmörkuðum ætla ég að hækka tollana sem Bandaríkin hafa lagt á Kína upp í 125 prósent og taka þeir samstundis gildi,“ sagði hann í færslunni. Á miðnætti Vestanhafs tóku 104 prósenta tollgjöld gildi en nú er ljóst að þau verða enn hærri. Trump sagði í færslunni að einhvern tímann, vonandi í nálægri framtíð, myndu Kínverjar uppgötva að þeir gætu ekki lengur féflett Bandaríkin og önnur lönd. Yfirvöld höfðu lýst því yfir að þau hygðust „berjast til endaloka“ ef Bandaríkin ætluðu að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Hann sagði einnig að meira en 75 lönd hefðu haft samband við fulltrúa Bandaríkjanna hjá viðskiptaráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu og embætti viðskiptafulltrúa Bandaríkjanna (USTR) til að semja um lausn á tollaaðgerðunum án þess að svara Bandaríkjunum með mótvægisaðgerðum. Vegna þessa hefði hann samþykkt 90 dag pásu fyrir þau lönd og „töluvert lækkaða gagnkvæma tolla“ niður í tíu prósent á því tímabili. Þær aðgerðir tækju samstundis gildi. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða lönd það eru sem Trump á við en þau eru væntanlega í þeim hópi sem fékk meira en tíu prósenta tollahækkun þegar aðgerðirnar voru fyrst tilkynntar. Ísland virðist því ekki vera í þessum hópi. Skattar og tollar Bandaríkin Kína Donald Trump Tengdar fréttir Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Bandaríkin hafa lagt á 104 prósenta tollgjöld á innfluttar vörur frá Kína vegna mótvægisaðgerða stjórnvalda þar. Tollgjöldin taka gildi á miðnætti vestanhafs. 8. apríl 2025 19:51 Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 8. apríl 2025 06:34 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Bandaríkjaforseta á samfélagsmiðli hans, Truth Social. „Byggt á vanvirðingunni sem Kína hefur sýnt heimsmörkuðum ætla ég að hækka tollana sem Bandaríkin hafa lagt á Kína upp í 125 prósent og taka þeir samstundis gildi,“ sagði hann í færslunni. Á miðnætti Vestanhafs tóku 104 prósenta tollgjöld gildi en nú er ljóst að þau verða enn hærri. Trump sagði í færslunni að einhvern tímann, vonandi í nálægri framtíð, myndu Kínverjar uppgötva að þeir gætu ekki lengur féflett Bandaríkin og önnur lönd. Yfirvöld höfðu lýst því yfir að þau hygðust „berjast til endaloka“ ef Bandaríkin ætluðu að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Hann sagði einnig að meira en 75 lönd hefðu haft samband við fulltrúa Bandaríkjanna hjá viðskiptaráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu og embætti viðskiptafulltrúa Bandaríkjanna (USTR) til að semja um lausn á tollaaðgerðunum án þess að svara Bandaríkjunum með mótvægisaðgerðum. Vegna þessa hefði hann samþykkt 90 dag pásu fyrir þau lönd og „töluvert lækkaða gagnkvæma tolla“ niður í tíu prósent á því tímabili. Þær aðgerðir tækju samstundis gildi. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða lönd það eru sem Trump á við en þau eru væntanlega í þeim hópi sem fékk meira en tíu prósenta tollahækkun þegar aðgerðirnar voru fyrst tilkynntar. Ísland virðist því ekki vera í þessum hópi.
Skattar og tollar Bandaríkin Kína Donald Trump Tengdar fréttir Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Bandaríkin hafa lagt á 104 prósenta tollgjöld á innfluttar vörur frá Kína vegna mótvægisaðgerða stjórnvalda þar. Tollgjöldin taka gildi á miðnætti vestanhafs. 8. apríl 2025 19:51 Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 8. apríl 2025 06:34 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Sjá meira
Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Bandaríkin hafa lagt á 104 prósenta tollgjöld á innfluttar vörur frá Kína vegna mótvægisaðgerða stjórnvalda þar. Tollgjöldin taka gildi á miðnætti vestanhafs. 8. apríl 2025 19:51
Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 8. apríl 2025 06:34