Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2025 16:25 Donald Trump sýndi tollaáform Bandaríkjanna á stóru spjaldi. Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að leggja 50 prósenta viðbótartoll á innflutning frá Kína, nema kínversk stjórnvöld dragi til baka mótaðgerðir sem þau kynntu í síðustu viku. Hótun um viðbótartoll kæmi ofan á 34 prósenta toll sem Trump kynnti á kínverskar vörur í síðustu viku. Sá tollur bættist við að lágmarki 20 prósenta toll sem Hvíta húsið hafði þegar sett á í janúar. Verði þessir tollar að veruleika gætu bandarísk fyrirtæki þurft að greiða yfir 100% toll af vörum frá Kína – sem myndi þannig tvöfalda kostnað innflytjenda á örfáum mánuðum. Trump hefur áður brugðist við mótaðgerðum með stórum og harkalegum hótunum. Þannig hótaði hann til að mynda að leggja 200% toll á áfengi frá Evrópu og 50% toll á stál og ál frá Kanada. Í báðum tilvikum náðist samkomulag áður en tollarnir tóku gildi. Það sem greinir málið nú frá fyrri deilum er að þær snerust um langvarandi bandamenn Bandaríkjanna. Kína hefur verið skotmark í viðskiptastefnu Washington löngu áður en Trump tók við embætti. Þrátt fyrir skýr skilaboð frá Hvíta húsinu um að vilji sé fyrir hendi að ná samkomulagi við Kínverja – bæði um tolla og TikTok – hafa stjórnvöld í Peking hingað til sýnt lítinn áhuga á samningaviðræðum. Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum og um allan heim hefur fallið undanfarna daga eftir tilkynningar Trump um misháa tolla á þjóðir heimsins. Engin breyting varð þar á í dag. Trump hefur kallað eftir því að fólk sýni hvorki veikleikamerki né heimsku sína og lagt áherslu á þolinmæði. Frétt BBC. Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Kína Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Sjá meira
Hótun um viðbótartoll kæmi ofan á 34 prósenta toll sem Trump kynnti á kínverskar vörur í síðustu viku. Sá tollur bættist við að lágmarki 20 prósenta toll sem Hvíta húsið hafði þegar sett á í janúar. Verði þessir tollar að veruleika gætu bandarísk fyrirtæki þurft að greiða yfir 100% toll af vörum frá Kína – sem myndi þannig tvöfalda kostnað innflytjenda á örfáum mánuðum. Trump hefur áður brugðist við mótaðgerðum með stórum og harkalegum hótunum. Þannig hótaði hann til að mynda að leggja 200% toll á áfengi frá Evrópu og 50% toll á stál og ál frá Kanada. Í báðum tilvikum náðist samkomulag áður en tollarnir tóku gildi. Það sem greinir málið nú frá fyrri deilum er að þær snerust um langvarandi bandamenn Bandaríkjanna. Kína hefur verið skotmark í viðskiptastefnu Washington löngu áður en Trump tók við embætti. Þrátt fyrir skýr skilaboð frá Hvíta húsinu um að vilji sé fyrir hendi að ná samkomulagi við Kínverja – bæði um tolla og TikTok – hafa stjórnvöld í Peking hingað til sýnt lítinn áhuga á samningaviðræðum. Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum og um allan heim hefur fallið undanfarna daga eftir tilkynningar Trump um misháa tolla á þjóðir heimsins. Engin breyting varð þar á í dag. Trump hefur kallað eftir því að fólk sýni hvorki veikleikamerki né heimsku sína og lagt áherslu á þolinmæði. Frétt BBC.
Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Kína Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Sjá meira